Fréttablaðið - 27.06.2013, Side 12
27. júní 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 12
Fatahönnuðurinn Guðmundur
Jörundsson opnaði nýverið verslun
sína JÖR sem er ofarlega á Laugaveg-
inum. Hann segir að lífið í miðbænum
sé sjarmerandi og aukist sífellt með
hækkandi sól. „Það er meira líf þegar
sólin kemur en það er þó alltaf mikið
líf hér á Laugavegi,“ segir Guðmundur
og bætir við gatan sé sífellt að verða
sterkari. „Laugavegurinn er með svo
mikið af persónulegum lífsstíls- og
hönnunarbúðum sem gerir um-
hverfið svo heillandi. Eins og alls
staðar annars staðar í heiminum er
miðbærinn alltaf meira sjarmerandi
en að hanga í einhverjum verslunar-
miðstöðvum,“ bætir Guðmundur við.
Hann er jákvæður gagnvart umferð
aðalgötunnar í sumar þrátt fyrir
slæmt veður í byrjun sumars.
Miðbærinn alltaf meira sjarmerandi
„Mér finnst frábær stemmning hér á
Laugavegi og það er mjög mikið að gera
hjá okkur núna,“ segir Katarina Nowa-
kowska, eigandi veitinga- og kaffihúss-
ins Bubble Tea and Pancake Café sem
opnaði á Laugavegi nú í vetur. Katarina
er frá Póllandi og aðeins 24 ára gömul
en hún fluttist hingað fyrir fjórum árum.
Á staðnum býður Katarina meðal annars
upp á pönnukökur og sérstakt te sem á
rætur sínar að rekja til Taívan. „Þetta er
te með alls konar brögðum og perlum
sem freyða. Ég sá þetta fyrst í Þýska-
landi þegar ég bjó þar og varð yfir mig
hrifin,“ segir Katarina og bætir við að
hún fái mjög góðar viðtökur á Laugaveg-
inum. „Þetta gengur það vel að við erum
jafnvel að hugsa um að opna staðinn
einnig á Akureyri og í Þýskalandi,“ segir
þessi unga og efnilega kona.
Taívanskt te og pönnukökur
„Mér finnst æðislegt að vera komin niður
á Laugaveg, það er mikið skemmtilegra en
ég átti von á,“ segir Sólveig Eiríksdóttir eða
Solla eins og hún er gjarnan kölluð, eigandi
staðarins Gló sem var opnaður nýverið á
Laugavegi. „Ég fæ inn allt öðruvísi gesti og
fæ til dæmis mjög mikið af ferðamönnum,“
bætir Solla við, sem er yfir sig hrifin yfir að
vera komin í miðborgina. „Þessi mikli ferða-
mannaflaumur og þetta gangandi líf gerir
þetta svo skemmtilegt og öðruvísi,“ segir
Solla. Hún býður gestum miðborgarinnar
upp á ferskt heilsufæði alla daga, en Solla
rekur einnig tvo aðra staði, á Engjateig og í
Hafnarfirði.
Elskar gangandi lífið
GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON Er ánægður með að vera staðsettur á
Laugavegi og er jákvæður gagnvart umferð aðalgötunnar þrátt fyrir ótíð
í byrjun sumars. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
KATARINA NOWAKOWSKA Upplifir sannkallaða sumarstemmningu á
Laugavegi FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Jakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri Miðborgarinnar, segir að nýbreytni sumarsins á götunni sé helst auknar
blómaskreytingar til þess að lífga upp á umhverfið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SÓLVEIG EIRÍKSDÓTTIR Finnur fyrir miklu
þakklæti frá ferðamönnum og ánægju yfir að
boðið sé upp á hráfæði og annað heilsufæði á
Laugaveginum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
13 Sérversl-anir
3Snyrtivöru-verslanir
3 Heilsubúðir og apótek
11 Úr- og skart-gripaverslanir
2 Bóka- og tón-listarbúðir
3 Gleraugna-búðir
7 Matvörubúðir og sjoppur
4 Hárgreiðslu-stofur
27 Veitinga- og kaffihús
4 Hótel
12 Hönnunar- og lífsstílsbúðir
56 Fata- og skó-verslanir
6 Barnafata-verslanir
16 Ferða-mannabúðir
Laugavegurinn
lifnar við
Á Laugaveginum er mikið líf um þessar mundir með hækk-
andi sól og hlýrra lofti. Þar má finna ótal margar verslanir og
athyglisvert er að sjá hversu margar ferðamannabúðir eru á
þessu litla svæði. Rekstraraðilar við Laugaveginn finna fyrir
auknum straumi ferðamanna sem þeir segja að sé einkar
þýðingarmikill fyrir reksturinn. Margar nýjar verslanir og
veitingahús hafa skotið upp kollinum á undanförnum mán-
uðum og þar má nefna kaffihúsið Bubble Tea, veitingastaðinn
Gló og íslensku herrafataverslunina JÖR. Lovísa Eiríksdóttir
kynnti sér starfsemi á Laugaveginum.
La
ug
av
eg
ur
H
ve
rfi
s
ga
ta
Sk
ól
av
ör
ðu
st
íg
ur