Fréttablaðið - 27.06.2013, Síða 31

Fréttablaðið - 27.06.2013, Síða 31
 | FÓLK | 3 ■ ÖRUGGUR Karl Lagerfeld leitaði ekki langt yfir skammt þegar hann valdi fyrirsætu fyrir nýjustu auglýsing- arnar sínar. Lífvörður hans og aðstoðarmaður sem starfað hefur hjá honum í fjórtán ár, varð fyrir valinu. Sá heitir Sébastien Jondeau og er mikill boxiðkandi. Karl framleiddi einnig tveggja mínútna myndband þar sem Sébastien talar um hvernig er að vinna fyrir Lagerfeld. „Ég eyði öllum mínum tíma með honum,“ segir Jondeau. „Það eru engin takmörk fyrir því hversu langt ég myndi ganga til þess að halda honum öruggum.“ Þó svo að venjulegt fólk hafi ekki reynslu af líf- vörðum þá lítur út fyrir að Sébastien sé hæfur í starfi. LÍFVÖRÐUR SITUR FYRIR Karlatískan fyrir sumarið 2014 var kynnt á tískuvikunni í Mílanó á Ítalíu síðustu daga. Nokkrir hönnuðir léku sér með sólar- lagið í flíkum sínum. Þar má nefna Italo Zucchelli hjá Calvin Klein sem sýndi peysu sem virtist nánast logandi. Hug- myndina að flíkinni fékk Zucc- helli af því að fylgjast með sólarlaginu úr sumarhúsi sínu. Hann hafði einnig til hliðsjónar ljósaskúlptúra James Turrell sem vöktu mikla athygli í Guggenheim-safn- inu í New York nýverið. Vivienne Westwood sendi sínar fyrirsætur niður tískupall- inn í litríkum flíkum sem minntu á sól og sumar, meðan silkibolur frá Fendi minnti helst á sólsetur í eyðimörkinni. Þá lét Miuccia hjá Prada ekki sitt eftir liggja. Bolir með sólarlagi sem vísuðu í stríðið í Víetnam vöktu athygli tískuspek- úlanta. SÓLIN SEST Í MÍLANÓ Sólsetrið var nokkrum tískuhönnuðum innblástur á tískuvikunni í Mílanó. CALVIN KLEIN VIVIENNE WESTWOOD PRADA FENDI Sjá fleiri myndir á Útsöluforskot í FLASH Kjóll áður 14.990 Nú 7.990 30% afsláttur af flestum vörum Kjóll áður 18.990 Nú 14.990Jakki áður 14.990 Nú 7.990 af öllum vörum 40-70 % Útsalan er hafin

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.