Fréttablaðið - 27.06.2013, Side 33
Kynningarblað Heilsuhótel Íslands, www.
sprengur.is, Belladonna og Femarelle.
KONUR
FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2013
Á BESTA ALDRI
Þegar dóttir Svanhildar Svavars dóttur stakk upp á því að þær mæðgurnar færu saman í frí átti Svanhildur von
á því að þær væru á leiðinni til Havaí. Hún
hefur búið í Bandaríkjunum í tvo áratugi og
taldi eðlilegt að dóttir hennar vildi skreppa
út í sólina. Dóttir hennar, Sigríður Björns-
dóttir, hafði þó aðrar hugmyndir og hvatti
móður sína til að koma með sér á Heilsu-
hótel Íslands í tvær vikur. Þar dvöldu þær
fyrrihluta júní í góðu yfirlæti að sögn Svan-
hildar. „Ég tilkynnti vinum og ættingjum
að ég myndi hefja fríið á Íslandi á Heilsu-
hótelinu og myndi hitta hópinn síðar. Upp-
haflega ætlaði ég að ferðast með dóttur
minni á heitari slóðir. Hún hvatti mig þó
til að koma hingað og ég sé ekki eftir því.
Þetta var stórkostleg dvöl, andrúmsloftið
var gott og starfsfólkið frábært, sérstaklega
notalegt og þægilegt.“
Sjálf þjáðist Svanhildur ekki af neinum
sérstökum kvillum en síðasta ár var henni
þó erfitt. „Ég missti manninn minn og í
hönd fór langur sorgartími. Ég glímdi við
þunglyndi og gekk í gegnum mikinn kvíða
og fannst erfitt að komast upp úr þessu
öllu saman. En dvölin breytti mjög miklu
og seinni vikuna hlakkaði ég til að fara á
fætur.“
Dagurinn var tekinn snemma alla daga
og byrjað á hressandi göngutúr um svæðið
en Heilsuhótel Íslands er á gamla Vallar-
svæðinu í Reykjanesbæ, sem nú gengur
undir nafninu Ásbrú. Svæðið er mjög sér-
stakt og gaman að labba þar um sem her-
inn var áður fyrr. Eftir göngur voru teygjur,
leikfimi og svo var morgunmatur snæddur.
„Næst tók við fræðsla um heilbrigt líf, nær-
ingu og hreyfingu og hvernig á almennt að
lifa betra lífi. Þarna lærði ég til dæmis 65
ára gömul að tyggja matinn almennilega
enda er aðalensímið í munnvatninu. Nú
skil ég betur hvað mamma átti við í gamla
daga þegar hún bað mig um að tyggja mat-
inn betur en þá var ég alltaf að f lýta mér
svo mikið.“
Reykjanes er fallegt
Seinni hluti dagsins fór í skemmtilegar ferð-
ir um Reykjanesið og segir Svanhildur það
hafa komið sér skemmtilega á óvart hvað
Reykjanesið geymir marga fallega staði. „Við
heimsóttum Vogana, Sandgerði, Garðinn og
fleiri staði. Síðan löbbuðum við upp á Þor-
björn við Grindavík og fórum í Bláa lónið.
Ég hef oft áður ferðast um Reykjanesið en
nú fékk ég alveg nýja sýn á svæðið og var í
raun alveg uppnumin yfir fegurð þess. Að
auki vorum við heppin með veður en það
var yndislegt þann tíma sem við mæðgurn-
ar dvöldum þarna.“
Á kvöldin var mikið spilað, til dæmis
félagsvist eða bingó eða hlustað á fyrirlestra.
„Gestir þurftu svo sem ekki að taka þátt í
öllu heldur gátu stýrt því sjálfir. Sumir slök-
uðu bara á, hugleiddu eða lásu góða bók.“
Hún segir dvölina á Heilsuhótelinu svo
sannarlega hafa verið besta frí sem hún
hafi farið í um ævina og ekki hafi verið verra
að eyða því með dóttur sinni. „Aðstaðan á
Heilsuhótelinu var svo sannarlega til fyrir-
myndar. Ég hef ferðast víða og séð margt og
get staðfest að engu var ábótavant þar. Ég get
svo sannarlega mælt með dvöl þarna fyrir
flest allt fólk. Lífsorkan mín endurnýjaðist
og lífsstíllinn breytist í kjölfarið, hvort sem
það snýr að mataræði eða hreyfingu.“
Áhugaverðara en Honolúlú
Svanhildur Svavarsdóttir hefur verið búsett í Bandaríkjunum í tvo áratugi. Hún ákvað að eyða hluta af sumarfríi sínu hérlendis
með dóttur sinni á Heilsuhóteli Íslands og sér ekki eftir því. Andrúmsloftið var gott og starfsfólkið var frábært.
Svanhildur Svavarsdóttir segir dvölina á Heilsuhótelinu hafa verið besta frí sem hún hafi farið í um ævina. MYND/ARNÞÓR
Fyrirlesarar og kennarar
HEILSUNÁMSKEIÐ
heilsa, hvíld og gleði
Ásdís Ragna
Einarsdóttir
grasalæknir
Chad
Keilen
BSc Heilsuvísindi
Sólveig Klara
Káradóttir
hjúkrunarfræðingur
Steinunn
Aðalsteinsdóttir
heilsumarkþjálfi
Góður lífsstíll
SUMAR
5. – 19. júlí
Heilsunámskeið 2 vikur
5 herbergi laus
HAUST
6. – 20. september
Pantið tímanlega,
vinsælasti tíminn