Fréttablaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 37
KYNNING − AUGLÝSING Konur á besta aldri27. JÚNÍ 2013 FIMMTUDAGUR 5
ÞVAGBLÖÐRUVANDAMÁL
KVENNA
Þvagblöðruvandamál eru
mjög algeng og tíðni þeirra
eykst með hækkandi aldri fólks.
Þau eru hins vegar ekki eðlilegur
þáttur öldrunar og því eiga konur
ávallt að leita sér hjálpar ef þær
finna fyrir einkennum frá þvag-
blöðru. Vandamálin geta verið
af ýmsum toga. Algengast er að
konur séu með áreynsluþvagleka,
sem verður þegar þrýstingur
eykst á kvið líkt og við hopp
eða hósta, bráðaþvagleka, þar
sem kona missir þvag þar sem
hún hefur mjög nauman tíma til
að ná á salerni og síðan ofvirka
þvagblöðru, en reikna má með
að um það bil einn af hverjum
sex einstaklingum eftir fertugt sé
með ofvirka þvagblöðru.
OFVIRK ÞVAGBLAÐRA
Ef þú færð oft þvaglátsþörf, ferð
oft á salernið og missir jafnvel
þvag, þá er hugsanlegt að þú
sért með ofvirka þvagblöðru.
Ekki er alltaf vitað hvað veldur en
ofvirk þvagblaðra getur stafað af
truflun á taugaboðum. Blaðran
sendir boð til heilans um að
þurfa að tæma sig þrátt fyrir að
vera ekki orðin full og fólk þarf að
hlaupa í tíma og ótíma á salernið.
Einnig eru margir þættir sem
geta haft áhrif. Til dæmis getur
það haft neikvæð áhrif á þvag-
blöðruna ef fólk fer oft á salernið
„bara svona til öryggis“. Þetta
veldur því að þvagblaðran venst
því að vera tæmd óhóflega oft,
skreppur saman og geymslugeta
hennar minnkar sem kallar á
tíðari þvaglát en eðlilegt er.
Mikil vökvaneysla hefur einnig
áhrif, því blaðran venst því að
vera tæmd oft. Almennt er mælt
með því að vökvaneysla sé ekki
meiri en 1,5-2,5 lítrar á sólarhring,
eftir því hversu þung konan er.
Allar frekari upplýsingar má
finna á heimasíðunni www.
sprengur.is
Heimasíðan www.sprengur.is er
fræðslusíða fyrir almenning og
ætluð bæði konum og körlum sem
þjást af einhvers konar þvagfæra-
vandamálum. Síðunni er ætlað
að veita fólki upplýsingar um slík
vandamál enda eiga fjölmargir við
þau að glíma en eiga erfitt með að
ræða það. Í nýlegri rannsókn sem
gerð var á Norðurlöndunum kom í
ljós að tæplega 60 prósent einstak-
linga með þvagleka leita sér ekki að-
stoðar læknis. Því er ljóst að vanda-
málið er mjög viðkvæmt og mikil-
vægt að opna umræðu og fræðslu
um það.
Á sprengur.is má finna gagnlegar
upplýsingar um allt það helsta sem
við kemur blöðrunni. Þar er að finna
fræðslu um þau vandamál sem upp
geta komið, hvaða úrræði eru í boði
og hvernig er best að leita sér hjálp-
ar. Á síðunni er einnig hægt að panta
fræðsluefni og kennslubæklinga
þar sem kennd er blöðruþjálfun og
grindarbotnsþjálfun, sem bæði eru
mjög mikilvæg atriði til að viðhalda
heilbrigði í neðri þvagvegum.
Fræðslusíðan Sprengur.is
Á sprengur.
is má fá
upplýsingar
um allt það
helsta sem
við kemur
blöðrunni.