Fréttablaðið - 27.06.2013, Page 58
27. júní 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 42
„Að stunda jóga úti í náttúrunni
er yndislegt. Grasið verður
grænna, himinninn blárri, það er
eins og það komi aðeins meira líf
í allt, “segir Emil Tsakalis, annar
aðstandenda Healing Nature sem
bjóða upp á jógagönguferðir og
nudd í mongólsku hringtjaldi í
Þórsmörk í sumar.
Emil og félagi
hans, Magn-
ús Andri Páls-
son, eru báðir
jógakennarar
og nuddarar og
hafa komið upp
aðstöðu í Þórs-
mörk í sam-
starfi við Volc-
ano Huts. Þar hefur fólk val um
að gista í eigin tjaldi eða leigja
kofa. „Við erum með margs konar
dagskrá en allt miðast við að fá
kraftinn beint úr náttúrunni.
Við leggjum mikið upp úr jóga-
gönguferðum og þá byrjum við að
taka smá power-jóga áður en við
leggjum af stað til þess að undir-
búa líkamann fyrir það sem er í
vændum. Svo stoppum við nokkr-
um sinnum á leiðinni og tökum
æfingar. Þá leggjum við sérstaka
áherslu á vöðva og líkams parta
sem við erum að nota í göng-
unni.“
Tjaldið sem þeir félagar nota
er eftir mongólskri fyrirmynd
og segir Emil það henta íslensku
veðurfari mjög vel. „Það er ekk-
ert yndislegra en að fara í nudd
í heitu tjaldinu og hlusta á fugla-
sönginn sem hljómar fyrir utan
og vindinn ef svo ber við.“
Að sögn Emils hefur fyrirtæk-
ið farið vel af stað og Íslending-
ar jafnt sem erlendir ferðamenn
notið þjónustunnar. „Við erum
tveir í þessu núna en það kemur
til greina að fjölga kennurum og
nuddurum þegar líður á sumarið
ef vel gengur. Við finnum fyrir
miklum áhuga en fólk þarf ekki
að vera vant jógaiðkun til að
koma til okkar.“
Stefnan er að bjóða upp á
jóga og nudd á fimmtudögum til
sunnudags fram í miðjan septem-
ber.
Hægt er að panta tíma á síð-
unni volcanohuts.com.
hanna@frettabladid.is
Jóga setur aðeins
meira líf í náttúruna
Bjóða upp á jógagönguferðir og nudd í mongólsku tjaldi í Þórsmörk í sumar.
EMIL TSAKALIS
TEKIÐ Á Emil Tsakalis nuddar þreyttan ferðalang úti í guðsgrænni náttúrunni.
MYND/INGRID KARIS
Nú sem áður hafa fantasíur kvenna
verið mér hugleiknar. Það eru ekki
mínar eigin fantasíur sem hring-
snúast í kollinum á mér heldur
þessar sem „rómantískar ástar-
sögur“ eru skrifaðar um. Fantas-
ía er í formi sínu tilbúningur sem
krefst engrar tengingar við raun-
veruleikann né löngunar um að
slíkar hugsanir verði að raunveru-
leika. Þær geta verið hvað sem er,
með hverjum sem er og hvernig
sem er. Niðurstöður rannsókna
hafa sýnt fram á að konur sem
fantasera lifa betra kynlífi.
Eins og hefur komið fram í
öðrum pistli les ég erótík á sumr-
in. Söluhæstu bækurnar eru með
skuggalega líkt þema; gaur er til-
finningalega heftur, einfari og
vinafár, ógeðslega ríkur, myndar-
legri en grískt goð, yfirnáttúru-
lega gáfaður, sver eins og stóð-
hestur og með óseðjandi kynþörf,
en stelpan er týnd og í stöðugu til-
finningalegu ójafnvægi. Hún fær
fullnægingu við minnstu áreynslu
og verður ástfangin af hundleiðin-
legri frekjudollu við það eitt að
ganga framhjá henni. Rómansinn
er flóknari en grískur harmleikur
og þau hætta saman á einni síðu
en sofa svo saman á þeirri næstu.
Ég set einlægt spurningarmerki
við þessa fléttu. Nú eru þessar
bækur oft titlaðar sem konubæk-
ur en ég velti fyrir mér: viljum
við svona mikið drama? Ætli ást-
ina, og lausn frá fortíðardraugum,
sé ávallt að finna djúpt í skauti
okkar? Og ef stungið er nógu oft
í samband, og nógu djúpt, verður
viðkomandi betri maður og við öðl-
umst hjarta(f)ró?
Vissulega er þetta langt í
frá eina þemað sem hægt væri
að vinna með og auðvitað eru
skrifaðar fleiri bækur, en ég
miða pistil inn út frá mest seldu
bókunum. Mér finnst leiðinlegt
að þetta þema stuðar mig og pirr-
ar. Ég vildi að ég gæti bara lesið
þessar ofsafengnu kynlífslýsing-
ar og skundað í rosa stuði upp í
rúm, en því miður er það ekki svo.
Ég skil að góð skáldsaga er fant-
asía sem getur fært mann langt
frá raunveruleikanum, en kveik-
ir letilegt og rólegt kynlíf með
manni í meðalstærð ekki á neist-
anum? Stundum er bara erfitt að
fara úr hlutverki kynfræðings
sem vill nýta slíkar bókmenntir
til hugmyndaauðgi innan sam-
banda samhliða því að fræða les-
andann. Kannski tapar sagan líka
sjarma sínum við raunveruleika-
tengingu enda vitum við að það
er nógu erfitt að kveikja á gredd-
unni í hversdagslegu sambandi
þegar reikningar og uppvask bíða
manns. Kannski er þetta bara bull
í mér. Hvað segja strákarnir, hvað
finnst þeim um svona bækur? Eru
týndar stelpur sem þurfa á björg-
un að halda sexí?
Vinafátt grískt goð
KYNLÍF TAKTU ÞÁTT!
Sendu Siggu Dögg póst og
segðu henni frá vandamáli
úr bólinu. Lausnin gæti
birst í Fréttablaðinu.
kynlif@frettabladid.is
HVERT ER
HLUTVERK
FANTASÍA?
Sigga Dögg
veltir fyrir
sér tilgangi
fantasíu-
bókmennta.
NORDICPHOTOS/
GETTY
Ásdís Halla Bragadóttir, stjórnar-
formaður Sinnum, er meðvituð
um hvað heilsusamlegt líferni er
mikil vægt. Við spurðum Höllu
hvað hún kýs að borða og komumst
að því að hún
leggur áherslu
á prótein ríkan
morgunverð.
„Undanfarin ár
hef ég smám
saman dregið úr
því að borða kol-
vetnaríka fæðu
og aukið hlutfall próteinríkrar
fæðu án þess þó að borða of mikla
fitu. Ég borða meira af græn-
meti, kjúklingi og fiski en áður
en mesta breytingin síðustu mán-
uði felst í því að ég byrja daginn
núna á prótein ríkari morgunverði.
Morgun verðurinn núna er yfirleitt
annað hvort nokkur egg á brauð-
sneið eða próteinríkur smoothie
með banana og bláberjum,“ segir
Ásdís Halla og bætir við: „Ég finn
að eftir því sem árin færast yfir
þeim mun mikilvægara er að pæla
í næringunni og prótein ríkari fæða
gefur mér betri líðan og kraft auk
þess sem þyngdar stjórnunin verð-
ur auðveldari og eðlilegri partur af
daglegu lífi.“ - eá
Byrjar daginn
á próteinríkri fæðu
Ásdís Halla Bragadóttir segir heilsusamlegt líferni
mikilvægt. Leggur áherslu á próteinríka fæðu.
HOLLT Ásdís Halla fær sér oft prótein-
ríkan smoothie með banana og blá-
berjum í morgunmat.
KEVIN
BACON
STJÖRNUM PRÝDDUR MATSEÐILL
«78
VELDU AF OSTGÆFNI
«80
«82
«93
GAGGALA—GÓMSÆTUR