Fréttablaðið - 11.07.2013, Síða 18

Fréttablaðið - 11.07.2013, Síða 18
11. júlí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 18 Staða íslenskra neytenda á fjár- málamarkaði er bágmorin saman- borið við önnur Norðurlandaríki, að mati nefndar um málið sem skipuð var af forsætisráðuneytinu. Nefndin leggur til að samkeppnis- umhverfi á fjármálamarkaði verði styrkt, meðal a n na rs með því að afnema stimpilgjöld og bæta upplýs- ingagjöf neyt- enda á markaðn- um, en slíku er afar ábótavant. „Við teljum að stimpilgjöld og almenn lán- tökugjöld séu samkeppnisleg hindrun á fjár- málamarkaði þar sem þau koma í veg fyrir að fýsilegt sé fyrir viðskipta- vini bankastofn- ana að skipta um lánveitanda sem býður betri kjör,“ segir Guðbjörg Eva Baldurs- dóttir, formaður nefndarinnar, og bætir við að mikilvægt sé að stjórn- völd fari í endurskoðun á slíkum gjöldum. „Stimpilgjöld eru fáheyrð öðrum Evrópuríkjum enda koma þau í veg fyrir eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði.“ Nefndin leggur einnig til að sett verði á fót einhvers konar saman- burðarverðsjá þar sem allar upp- lýsingar um fjármálaþjónustu eru veittar á skýran og aðgengilegan hátt og að stofnað verði nýtt emb- ætti sem reki slíka þjónustu ásamt því að halda utan um neytendamál á þessu sviði. „Það er lykilatriði að veita neyt- endum samanburð á kjörum fjár- málastofnana, sem er erfiðleikum háð í dag. Eins og staðan er núna er ógjörningur að fara í samanburð á kjörum en slíka þjónustu er að finna í öllum hinum Norðurlanda- ríkjunum,“ segir Guðbjörg Eva og bætir við að bankarnir þrír séu allir með sama lántökugjald sem gripið er úr lausu lofti. „Fjármálaafurðir eru flóknari í eðli sínu en aðrar vörur en það verður að tryggja að neytendur á þeim markaði fái sömu vernd og á öðrum mörkuðum.“ Ásgeir Jónson hagfræðingur tekur undir tillögur nefndarinnar og segir gríðarlega mikilvægt að auka gegnsæi á markaðnum. „Það ríkir nokkurs konar ein- okun á íslenskum bankamarkaði sem þarf að vinna gegn og það er meðal annars gert með því að gefa neytendum greiðari aðgang að upp- lýsingum um fjármögnunarleiðir og að halda lántökugjöldum í lágmarki til þess að auðvelda þeim að færa sig á milli fjármálastofnana,“ segir Ásgeir. „Til dæmis eru stimpilgjöld gjöld sem þarf að greiða fyrir enga þjón- ustu, slík gjaldtaka hindrar sam- keppni og hana þarf að afnema,“ segir Ásgeir og leggur áherslu á að lykilatriði sé að auka upplýsinga- flæði til neytenda um mismunandi fjármögnunarleiðir. - le Efla þarf stöðu íslenskra neytenda á fjármálamarkaði Nefnd sem skipuð var til að kanna vernd neytenda á fjármálamarkaði leggur til að stimpilgjöld verði afnumin og ríkisstjórnin beiti sér fyrir samanburðarverðsjá. Auðvelda þarf neytendum að færa sig á milli fjármálastofnana. Í RÁÐANDI STÖÐU Þrír stærstu bankar á Íslandi eru í sameiginlegum yfirráðum á markaði, sem setur íslenska neytendur í slæma stöðu. SAMSETT MYND Tillögur nefndarinnar voru samþykktar á ríkisstjórnarfundi í apríl á þessu ári. Þau svör bárust frá fjármálaráðuneytinu að mikilvægt sé að bregðast við slæmri stöðu neytenda á fjármálamarkaði og að efla verði samkeppnis umhverfi á markaðnum. Stefnt er að því að vinna að bættri stöðu neytenda í þessum málaflokki í haust og verða tillögur skýrslunnar lagðar til grundvallar ásamt öðrum gögnum. Unnið verður að tillögum í haust ÁSGEIR JÓNSSON GUÐBJÖRG EVA BALDURSDÓTTIR Tæknifyrirtækið Apple hefur verið dæmt til að greiða sekt vegna markaðssamráðs. Fyrir- tækið á að hafa haft samráð við bókaútgefendur um verðlagningu á rafbókum. Bandarískur dómari segir að Apple hafi gerst sekt um að hafa reynt að hefta frjáls viðskipti og verðlagningu og þannig náð að halda uppi verði á rafbókum. Bókaútgefendurnir sem eiga að hafa tekið þátt í samráðinu eru fimm talsins og hafa þeir allir fallist á að greiða sektir vegna málsins. Dæmt fyrir markaðssamráð: Apple sektað TÆKNIRISINN BROTLEGUR Apple hafði samráð við bókaútgefendur. LÍFEYRISSJÓÐIR Draga þarf úr halla Lífeyrissjóðirnir eru stórir í efnahags- legu tilliti en umtalsverður halli er enn á tryggingafræðilegri stöðu þeirra, að því er fram kemur í upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu, fyrir stöðu sjóðanna á árinu 2012. Fjármálaeftirlitið segir að til að draga megi úr halla í lífeyris- kerfinu þurfi að hækka iðgjöld, skerða réttindi eða hækka lífeyrisaldur. MERK JAVAR A Á G ÓÐU V ERÐI SPORTÍS LAGE RHRE INSUN ! ÓTRÚLEG VERÐ - NÝJAR VÖRUR DAGLEGA! SPOR TÍS 30 - 70% AFSLÁTTUR! MÖRKIN 6 108 REYKJAVÍK S:520-1000 SPORTIS.IS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.