Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.07.2013, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 11.07.2013, Qupperneq 18
11. júlí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 18 Staða íslenskra neytenda á fjár- málamarkaði er bágmorin saman- borið við önnur Norðurlandaríki, að mati nefndar um málið sem skipuð var af forsætisráðuneytinu. Nefndin leggur til að samkeppnis- umhverfi á fjármálamarkaði verði styrkt, meðal a n na rs með því að afnema stimpilgjöld og bæta upplýs- ingagjöf neyt- enda á markaðn- um, en slíku er afar ábótavant. „Við teljum að stimpilgjöld og almenn lán- tökugjöld séu samkeppnisleg hindrun á fjár- málamarkaði þar sem þau koma í veg fyrir að fýsilegt sé fyrir viðskipta- vini bankastofn- ana að skipta um lánveitanda sem býður betri kjör,“ segir Guðbjörg Eva Baldurs- dóttir, formaður nefndarinnar, og bætir við að mikilvægt sé að stjórn- völd fari í endurskoðun á slíkum gjöldum. „Stimpilgjöld eru fáheyrð öðrum Evrópuríkjum enda koma þau í veg fyrir eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði.“ Nefndin leggur einnig til að sett verði á fót einhvers konar saman- burðarverðsjá þar sem allar upp- lýsingar um fjármálaþjónustu eru veittar á skýran og aðgengilegan hátt og að stofnað verði nýtt emb- ætti sem reki slíka þjónustu ásamt því að halda utan um neytendamál á þessu sviði. „Það er lykilatriði að veita neyt- endum samanburð á kjörum fjár- málastofnana, sem er erfiðleikum háð í dag. Eins og staðan er núna er ógjörningur að fara í samanburð á kjörum en slíka þjónustu er að finna í öllum hinum Norðurlanda- ríkjunum,“ segir Guðbjörg Eva og bætir við að bankarnir þrír séu allir með sama lántökugjald sem gripið er úr lausu lofti. „Fjármálaafurðir eru flóknari í eðli sínu en aðrar vörur en það verður að tryggja að neytendur á þeim markaði fái sömu vernd og á öðrum mörkuðum.“ Ásgeir Jónson hagfræðingur tekur undir tillögur nefndarinnar og segir gríðarlega mikilvægt að auka gegnsæi á markaðnum. „Það ríkir nokkurs konar ein- okun á íslenskum bankamarkaði sem þarf að vinna gegn og það er meðal annars gert með því að gefa neytendum greiðari aðgang að upp- lýsingum um fjármögnunarleiðir og að halda lántökugjöldum í lágmarki til þess að auðvelda þeim að færa sig á milli fjármálastofnana,“ segir Ásgeir. „Til dæmis eru stimpilgjöld gjöld sem þarf að greiða fyrir enga þjón- ustu, slík gjaldtaka hindrar sam- keppni og hana þarf að afnema,“ segir Ásgeir og leggur áherslu á að lykilatriði sé að auka upplýsinga- flæði til neytenda um mismunandi fjármögnunarleiðir. - le Efla þarf stöðu íslenskra neytenda á fjármálamarkaði Nefnd sem skipuð var til að kanna vernd neytenda á fjármálamarkaði leggur til að stimpilgjöld verði afnumin og ríkisstjórnin beiti sér fyrir samanburðarverðsjá. Auðvelda þarf neytendum að færa sig á milli fjármálastofnana. Í RÁÐANDI STÖÐU Þrír stærstu bankar á Íslandi eru í sameiginlegum yfirráðum á markaði, sem setur íslenska neytendur í slæma stöðu. SAMSETT MYND Tillögur nefndarinnar voru samþykktar á ríkisstjórnarfundi í apríl á þessu ári. Þau svör bárust frá fjármálaráðuneytinu að mikilvægt sé að bregðast við slæmri stöðu neytenda á fjármálamarkaði og að efla verði samkeppnis umhverfi á markaðnum. Stefnt er að því að vinna að bættri stöðu neytenda í þessum málaflokki í haust og verða tillögur skýrslunnar lagðar til grundvallar ásamt öðrum gögnum. Unnið verður að tillögum í haust ÁSGEIR JÓNSSON GUÐBJÖRG EVA BALDURSDÓTTIR Tæknifyrirtækið Apple hefur verið dæmt til að greiða sekt vegna markaðssamráðs. Fyrir- tækið á að hafa haft samráð við bókaútgefendur um verðlagningu á rafbókum. Bandarískur dómari segir að Apple hafi gerst sekt um að hafa reynt að hefta frjáls viðskipti og verðlagningu og þannig náð að halda uppi verði á rafbókum. Bókaútgefendurnir sem eiga að hafa tekið þátt í samráðinu eru fimm talsins og hafa þeir allir fallist á að greiða sektir vegna málsins. Dæmt fyrir markaðssamráð: Apple sektað TÆKNIRISINN BROTLEGUR Apple hafði samráð við bókaútgefendur. LÍFEYRISSJÓÐIR Draga þarf úr halla Lífeyrissjóðirnir eru stórir í efnahags- legu tilliti en umtalsverður halli er enn á tryggingafræðilegri stöðu þeirra, að því er fram kemur í upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu, fyrir stöðu sjóðanna á árinu 2012. Fjármálaeftirlitið segir að til að draga megi úr halla í lífeyris- kerfinu þurfi að hækka iðgjöld, skerða réttindi eða hækka lífeyrisaldur. MERK JAVAR A Á G ÓÐU V ERÐI SPORTÍS LAGE RHRE INSUN ! ÓTRÚLEG VERÐ - NÝJAR VÖRUR DAGLEGA! SPOR TÍS 30 - 70% AFSLÁTTUR! MÖRKIN 6 108 REYKJAVÍK S:520-1000 SPORTIS.IS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.