Fréttablaðið - 19.07.2013, Page 15

Fréttablaðið - 19.07.2013, Page 15
Matreiðslumaðurinn Úlfar Finn-björnsson sér um sjónvarps-þáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar eldar hann ljúffenga rétti úr Holta-kjúklingi fyrir áhorfendur. Hér færir Úlfar okkur skemmtilega upp- skrift að lárperufylltum kjúklinga- bringum með tómatsalsa og bygg- salati. Hægt er að fylgjast með Úlfari elda þessa girnilegu máltíð í kvöld klukkan 21.30 á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Þættirnir verða svo endursýndir yfir helgina. Einnig er hægt að horfa á þá á heimasíðu ÍNN, inntv.is. ELDAÐ MEÐ HOLTA HOLTA KYNNIR Úlfar Finnbjörnsson er einn færasti kokkur landsins. Hann sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar fáum við að fylgjast með honum elda ljúffenga kjúklingarétti úr Holta-kjúklingi. BRINGUR Fylltar með lárperu og bornar fram með tómatsalsa og byggsalati. 4 kjúklingabringur 2 msk. olía 1 msk. McCormick- kjúklingakrydd Fylling 2 lárperur, stein- og hýðislausar í bitum ½ chili-aldin, steinlaust og smátt saxað 1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður 2 msk. oreganó eða kóríander, smátt saxað 1 msk. sítrónusafi Salt og nýmalaður pipar Skerið vasa inn í kjúklingabringurn- ar. Setjið allt sem á að vera í fyll- ingunni í skál og blandið vel saman. Fyllið bringurnar, penslið með olíu og kryddið með kjúklingakryddinu. Grillið á vel heitu grilli í 10-15 mín. Snúið reglulega. Tómatsalsa 4 dl smátt saxaðir tómatar 2/3 laukur, smátt saxaður 1/3 chili-aldin, steinlaust og smátt saxað 1 msk. brodd- kúmen, má sleppa 1 msk. kóríander, smátt saxað 1 msk. oreganó, smátt saxað 1 msk. olía 1 msk. sítrónusafi Salt og nýmalaður pipar Allt sett í skál og blandað vel saman. Byggsalat 6-8 dl soðið íslenskt bankabygg 1 laukur, smátt saxaður 2 tóm- atar, smátt saxaðir 3 msk. steinselja, smátt söxuð 3 msk. minta, smátt söxuð 3 msk. lime- eða sítrónusafi 1 msk. olía Salt og nýmalaður pipar Allt sett í skál og blandað vel saman. LÁRPERUFYLLTAR KJÚKLINGABRINGUR MEÐ TÓMATSALSA OG BYGGSALATI FYRIR 4 AFMÆLI Á HÁAFELLI Geitfjársetrið á bænum Háafelli í Hvítársíðu í Borgarfirði fagnar eins árs afmæli á sunnudaginn. Gestir og gangandi geta heimsótt þetta eina ræktunar bú geita á Íslandi og fengið kaffi og pönnsur milli 13 og 18. www.geitur.is Útsalan fullum gangi Nýtt kortatímabil. GIRNILEGT Úlfar eldar ljúffenga kjúklingarétti í þættinum Eldað með Holta. Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Flott föt fyrir flottar konur Stærðir 38-58

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.