Fréttablaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 16
FÓLK|HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 Ég er að keppa í fimm greinum á fjórum hestum,“ segir Þóra en hún hóf keppni í fjórgangi í gær og á eftir að keppa í tölti, fimmgangi, slaktauma- tölti og gæðingaskeiði. En stefnir hún á sigur? „Auðvitað vonast maður eftir sigri en keppendur eru rosalega margir og góðir, við erum allt upp í 40 í hverjum flokki,“ svarar Þóra, sem segist þó vera með mjög fína hesta á sínum snærum. „Ég gæti alveg unnið en þá þarf líka allt að smella saman og fer eftir dagsforminu hjá mér og hestinum. Þóra er mjög spennt fyrir mótinu en hún hefur ekki keppt á Íslandsmóti áður. „Mótið hefur ekki verið haldið á Akureyri lengi og það er dýrt að flytja marga hesta landshorna á milli,“ segir Þóra. Hún hefur þó keppt á fjölmörgum mótum frá unga aldri á Norðurlandi, enda hefur hún alist upp umkringd dýrum. „Pabbi er tamningamaður og mamma er dýra- læknir,“ upplýsir Þóra sem útskrifaðist úr grunnskóla í vor, ætlar í MA í haust og stefnir á dýra læknisfræði í fram- tíðinni. Hestamennskan á þó einnig hug hennar allan og í henni hefur hún kynnst góðum hópi vina, en í hestamanna félaginu Létti er þéttur hópur unglinga sem hefur keppt innbyrðis á innanfélagsmótum frá unga aldri. ■ solveig@365.is GÓÐIR FÉLAGAR Þóra með vini sínum, Steinari frá Sámsstöðum, sem hún keppti á í fjórgangi í gær. MYND/AUÐUNN NÍELSSON Á HESTAMÓTI Íslandsmót yngri flokka í hestaíþróttum er haldið á Hlíðar- holtsvelli á Akureyri um helgina. 99 krakkar keppa á mótinu á 242 hestum. Þeirra á meðal er Þóra Höskuldsdóttir, 16 ára Akureyrarmær. FIÐRILDI Í MAGA Salmo Silungaháfur Verð: 2.990,- kr Verð nú: 1.990,- kr A.Jensen Charon Kit Verð: 29.900,- kr Verð nú: 19.900,- kr Eyelevel Gleraugu Breakwater Verð: 7.990,- kr Verð nú: 5.990,- kr salmon tele set með hjóli og línu Verð: 5.990,- kr Verð nú: 3.990,- kr Ný veiðivöruverslun opnar í síðumúla 37 Gildir Akureyri og Reykjavík Allt að 40% Afsláttur! síðumúli 37 581 2121 Hafnarstræti 99 462 1977 Öflugir High Tech rafgeymar fyrir jeppa. Er bíllinn tilbúinn fyrir ferðalagið?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.