Fréttablaðið - 19.07.2013, Side 18

Fréttablaðið - 19.07.2013, Side 18
FRÉTTABLAÐIÐ Fólk og Listir. Áslaug Magnúsdóttir. Litríkt hár. Helgarmaturinn og Spjörunum úr. 2 • LÍFIÐ 19. JÚLÍ 2013 HVERJIR HVAR? Umsjón blaðsins Marín Manda Magnúsdóttir marinmanda@frettabladid.is Umsjón Lífsins á Vísir.is Ellý Ármanns elly@365.is Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Lífið Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 www.visir.is/lifid Lífi ð Hamingja, fólk og annað frábært Diskógoðið Nile Rodgers hélt tónleika í Silfur- bergi í Hörpunni á miðvikudagskvöldið. Hann hélt uppi stuðinu með hljómsveitinni Chic en Moses Hightower og Sísý Ey spiluðu einnig á tónleikunum. Þar sást til Elínrósar Líndal fatahönnuðar dilla sér í takt við hressa tóna. Stemningin var vægast sagt stórkostleg. Jakob Frímann lét sig ekki vanta og Rakel Garðars- dóttir, framkvæmdastjóri Vesturports, skemmti sér einnig vel í góðra vina hópi. „Ég er ótrúlega glöð og lán- söm að hafa fengið þetta tækifæri nánast upp í hendurnar. Ég setti bara teikningar sem ég var að gera á Facebook og fólk tók svo vel í þetta. Máttur inter- netsins er ótrúlegur,“ segir Heiðdís Helgadóttir sem er með BA-próf í arkitektúr frá Listaháskólanum. Á dögunum ferðaðist Heiðdís til London til að læra meiri tækniteikningu og segir hafa sótt námskeiðið til þess að víkka sjóndeildarhringinn og teikna eitt- hvað annað en uglur. Uglurnar hafi verið áhugamál og óvart orðið vinsælar. Nám- skeiðið mun hafa verið mjög lærdómsríkt en hún segist hafa lært heilmikla tækni af kennaranum í myndskreytingu frá Central Saint Martins sem fræddi nemendur sína um borgina í leiðinni. „Ég fór á námskeið þar sem við löbbuðum um borgina í róleg- heitum og teiknuðum byggingar en ég elska Hafnarfjörð og mig langar svo að teikna litlu fallegu húsin þar. Hús heilla mig enda lærði ég arkitektúr.“ Krefjandi vinna Heiðdís segir litla vinnu að fá í þessum geira og því sé hún þakklát fyrir áhugann á mynd- unum. Hún segist þurfa að vera öguð og vakna snemma á morgnanna til að byrja að teikna. „Þetta er alveg 300% vinna. Ég þarf eiginlega fleiri klukkustundir í sólarhringnum núna því það er brjálað að gera hjá mér og ég hef ekki undan við að teikna til að anna eftir spurninni. Ég er raunverulega farin að vanrækja vini og vandamenn,“ segir hún hlæjandi. Spennandi tímar fram undan Það er margt í deiglunni á næstunni. Meðal annars, samstarf við skartgripahönnuðina Siggu og Timo. Þau hafa sýnt áhuga á að fá Heiðdísi til að teikna myndir sem þau nota sem hugsmíðaafl í hönnun sína. „Mér skilst að Sigga hafi séð einhvern pakka inn mynd eftir mig í blómabúð og henni fannst þetta svo nýtt og ferskt. Mér finnst þetta ótrúlega spennandi tækifæri en þau hafa aldrei áður fengið utanaðkomandi í svona samstarf.“ LIST UGLUR VEKJA ATHYGLI OG GÆÐA SKARTGRIPAHÖNNUN SIGGU OG TIMO LÍFI Heiðdís Helgadóttir arkitekt er þakklát fyrir áhugann. Teikniblokkin var alltaf nálægt. Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir keppti á sjö módelfitness- mótum á síðasta ári og varð meðal annars heims- meistari í Búdapest. Hún hugsar vel um heilsuna með mikilli hreyfingu og segir að mataræðið skipti öllu máli. „Til að ná árangri í fitness eða einfaldlega til að kom- ast í form þá skiptir mataræði alveg 80% máli. Mér þykir rosalega gaman að baksa með hollar uppskriftir. Stundum útbý ég ferska frostpinna sem er svo sniðugt að eiga heima til að grípa í til að svala þörfinni án þess að fá samviskubit.“ Aðalheiður Ýr segist vera dug- leg að búa til ýmiss konar búst daglega en hún mælir eindregið með Froosh-drykkjunum því þeir innihalda tvo ávexti í hverri flösku og það eru engin viðbætt efni í drykkjunum. Þeir eru einfaldir og mjög sniðugir í partý og barna- afmæli. Hægt er að fylgjast með Aðalheiði á iFitness.is. HOLLUR OG GÓÐUR FROSTPINNI Aðalheiður Ýr, einkaþjálfari í World Class og módelfi tnesskeppandi, mælir með heimatilbúnum frostpinna. Froosh-drykk hellt í íspinna- form og sett í frysti (best að gera kvöldið áður en á að nota). Hægt er að bæta við ferskum ávöxtum til að gera þá litríkari. Gríska jógúrt má einnig nota með til að lag- skipta pinnanum. Skreyta með 74% bræddu súkkulaði og kókos. FROOSH FROSTPINNAR Abstrakt línuteikningar eru hennar hugarfóstur. Víkingur með fjaðraskegg.Heiðdís teiknaði ýmiss konar hús í London. vörumerkið hættir 50-70% afsláttur! Eikjuvogur 29 - 104 Rvk S:694-7911 . Opið: Mán. - fim: 12 - 18 og fös. 12-16 www.facebook.com/spennandi MC PLANET Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.