Fréttablaðið - 09.08.2013, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.08.2013, Blaðsíða 10
9. ágúst 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Lifðu, lærðu, leiktu með Sony Vaio Borgartún 37, Reykjavík / Kaupangi, Akureyri / netverslun.is Fislétt orkubúnt 13,3" snertiskjár Intel Core i7 örgjörvi 4 GB minni 24 GB SSD og 500 GB diskar Verð: 159.990 kr. UMHVERFISMÁL Talsmaður hrefnu- veiðimanna segir límmiðaátak IFAW-samtakanna og Hvalaskoð- unarsamtaka Íslands fela í sér atvinnuróg gegn fámennri starf- semi hrefnuveiðimanna. Fulltrúi IFAW á Íslandi vill stöðva hval- veiðar og segir að það verði komið að þeirri baráttu úr öllum áttum. Nú eru 54 veitingastaðir sem hafa yfirlýsta stefnu um að selja ekki hvalkjöt komnir með lím- miða við innganga sína. Gunnari Bergmann Jónssyni, talsmanni hrefnuveiðimanna, þykir þetta átak harkalegt og ganga lengra en fyrri mótmæla- aðgerðir hvalafriðunarsinna. „Þetta eru kaffihús, pitsustaðir og núðluhús og mér finnst for- kastanlegt að þessir staðir séu að mótmæla hvalveiðum með þess- um hætti,“ segir hann. Hann segir þetta atvinnuróg. „Af hverju er meirihlutinn af veitingahúsum að bjóða upp á hrefnukjöt? Er það af því að þau eru svo fylgjandi hvalveiðum? Nei, þetta er ekki spurning um það,“ spyr og svarar Gunnar. „Þetta snýst bara um viðskipti.“ Sigursteinn Másson, fulltrúi IFAW á Íslandi, segir að auk lím- miðanna hafa samtökin haft frá byrjun um 200 sjálfboðaliða alls staðar að úr heiminum. „Þeir hafa verið að tala við ferðamenn og gera þeim grein fyrir því að ef þeir smakka hval- kjöt á veitingastöðum séu þeir þar með að ýta undir hvalveiðar.“ Sigursteinn hefur eindreginn vilja til þess að hvalveiðum verði hætt. „Við komum að þessari bar- áttu, að hvalveiðarnar hætti, úr ýmsum áttum sem við þurfum til þess að ná árangri. Meðal annars með nánu samstarfi við ferða- þjónustuna og veitingastaði.“ Hann segir staðina 54 vera full- gilda veitingastaði. „Menn geta ekkert gert lítið úr þessum veit- ingahúsum af því að þau hafa kosið að gera rétt. Þessir staðir eiga það allir sameiginlegt að vera með à la carte-matseðil. Þannig að þetta eru ekki bara sjoppur. Pitsustaðir eru fullgildir veitingastaðir hvað sem hrefnu- veiðimönnum finnst.“ nannae@365.is Kalla límmiðaátak IFAW atvinnuróg Hrefnuveiðimönnum þykir nýlegt átak IFAW ganga lengra en áður. Veitingastaðir, eru merktir þannig að ekki fari á milli mála að þar séu menn andvígir hvalveið- um. Talsmaður IFAW vill stöðva hvalveiðar og segir veitingastaðina í fullum rétti. SIGURSTEINN MÁSSON GUNNAR BERG- MANN JÓNSSON FERÐAMÁL „Þetta hefði hljómað eins og skrýtla fyrir nokkrum árum,“ segir Gísli Már Gíslason, formað- ur Bjargtanga sem er félag land- eigenda á Látrum, um þá þungu bílaumferð sem fer gegnum sumar- bústaðabyggðina á Látrum. Hákon Ásgeirsson landvörður segir nýlega talningu sýna að um 120 bílar að meðaltali á dag keyri í gegnum sumarbústaðabyggðina áleiðis að Látrabjargi. Um ellefu þúsund manns fóru að bjarginu í júlí síðastliðnum. „Við í bústöðunum erum bara í reykmekkinum,“ segir Gísli Már. Gert er ráð fyrir nýjum vegi fyrir ofan sumarbústaðabyggðina á vega- áætlun en þó er töluverð vinna eftir til að hægt sé að hefjast handa við gerð hans. Eins er verið að kanna áhuga landeigenda á því hvort vilji standi til þess að gera svæðið að þjóðgarði. Þar ber að ýmsu að hyggja. Gísli Már segir að ef það verði til þess að landeigendur, ásamt öðrum, geti ekki nýtt landið eins og til dæmis til eggjatöku verði sú vegferð ekki farin til enda. - jse Bílaumferðin að Látrabjargi leikur landeigendur og dvalargesti á Látrum illa: Umferðarþungi á Látrum FJÖR Á BJARGBRÚNINNI Margir leggja leið sína gegnum sumarbústaðabyggð- ina á Látrum til að komast að bjarg- brúninni. MYND/HÁKON ÁSGEIRSSON SÝRLAND, AP Sýrlensk stjórnvöld sögðu í gær ekkert hæft í fullyrðing- um uppreisnarmanna um að þeir hefðu gert árás á bílalest Bashars al Assad forseta. Uppreisnarmenn sögðust hafa gert árás á bílalestina í Malki- hverfinu í höfuðborginni Damaskus. Hann hefði verið þar á ferð til að taka þátt í bænastund í mosku í tilefni af Eid al fitr, lokahátíð föstumánaðarins ramadan. Hvort sem Assad slapp ómeiddur eða ekki sýnir árásin fram á getu uppreisnarmanna til að ráðast á hverfið, en þar er bæði heimili og skrifstofa forsetans, ásamt nokkrum sendiráðum og fleiri mikil- vægum byggingum. Íbúar í hverfinu hafa staðfest að sprengjur hafi sprungið þar, þótt stjórnvöld segi þessar fréttir „algerlega tilhæfulausar og endur- spegla ekkert annað en óskir og draumóra sumra fjölmiðla og þeirra stjórnvalda sem standa að baki þeim“. Stjórnarhernum hefur undanfarið orðið nokkuð ágengt í að hrekja uppreisnarmenn frá útjöðrum höfuðborgarinnar. - gb Uppreisnarmenn gerðu árás í Malki-hverfinu í Damaskus: Assad sagður hafa sloppið VIÐ VEIÐAR Hrefnuveiðimenn segja forkastanlegt að veitingamenn taki afstöðu í deilum um hrefnuveiðar. ASSAD SÝRLANDSFORSETI Á BÆNASAM- KOMU Þetta er í þriðja skiptið á fáeinum vikum sem Assad kemur fram opinberlega. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.