Fréttablaðið - 09.08.2013, Page 12

Fréttablaðið - 09.08.2013, Page 12
9. ágúst 2013 FÖSTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Naut og fílar, postulín og glervara Orðatiltækið „að vera eins og naut í postulínsbúð“ er orðið nokkuð rótgróið í íslensku máli og var notað hér alla síðustu öld. Það þýðir að menn höndla mál klunnalega sem þyrfti að fara um mýkri höndum og valda tjóni án þess endilega að ætla sér það. Það virðist dregið úr ensku, enda er það eina málið sem notar nautið eins og við höfum gert. Síðla á öldinni fór fíllinn að ryðja sér til rúms í orða- tiltækinu, en hann nota reyndar allar aðrar þjóðir en enskumælandi í sams konar líkingu. Í gær heyrðist svo enn eitt afbrigðið, þegar Árni Páll Árnason líkti ríkis- stjórninni við fíl í glervöruverslun. Sem er reyndar líka notað erlendis, sérstaklega á Ítalíu og Spáni. Önnur tillaga Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar býður reyndar upp á að menn útfæri þetta líkingamál enn frekar. Næst væri til dæmis hægt að segja að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs sé eins og viljugur stóðhestur í þröngri sérverslun með viðkvæma íslenska hönnunarvöru. Notist að vild. Hátíð vonar Öll kristin samtök á Íslandi, eðli máls- ins samkvæmt með Þjóð- kirkjuna í farar- broddi, hyggjast halda hátíð í sept- emberlok. „Hátíð vonar“ heitir hún. Þar verður í forgrunni bandarískur klerkur, Franklin Graham að nafni, sem hefur býsna umdeildar skoð- anir. Í ljósi afstöðu hans til sam- kynhneigðra var til dæmis vægast sagt óheppilegt af Þjóðkirkjunni að birta frétt um hátíðina á vef sínum í upphafi Hinsegin daga. Hann er ekki bara harður and- stæðingur samkyn- hneigðar heldur hefur hann líka sagt að íslam sé mjög ill trú og efast um að Barack Obama Bandaríkjaforseti sé kristinn. Sannarlega forvitnilegur náungi. stigur@frettabladid.is Nokkur ár í röð hefur umhirðu og gras- slætti ekki verið sinnt í Reykjavík sem skyldi. Ástandið hefur verið sérstaklega slæmt í sumar og hvað verst á opnum svæð- um og við umferðargötur í eystri hverfum borgarinnar. Endurskoða þarf allt fyrirkomulag frá grunni varðandi umhirðu og grasslátt hjá borginni. Með endurskipulagningu má bæta verklag og nýta fjárveitingar betur. Hér er um verðugt úrlausnarefni að ræða fyrir yfirstjórnendur verklegra fram- kvæmda hjá borginni; borgarstjóra og for- mann borgarráðs. Þegar fjölmiðlar hafa fjallað um málið hefur hins vegar gengið ótrúlega illa að ná í þessa sómamenn eða þeir verið ófáanlegir til að tjá sig. 29. júlí sl. segir t.d. eftirfarandi í frétt Morgunblaðs- ins: „Dagur B. Eggertsson, formaður borg- arráðs, vildi ekki tjá sig um málið og benti á embættismenn innan borgarkerfisins sem ýmist voru í sumarleyfi eða vildu ekki tjá sig um málið. Þá náðist ekki í Jón Gnarr borgarstjóra vegna málsins.“ Sambandsleysi eða feimni virðist þó ekki hrjá oddvita Besta flokksins og Samfylk- ingarinnar þegar um er að ræða mál sem eru nær áhugasviðum þeirra en borgarmál. Þannig hafa fjölmiðlar ekki átt í vandræð- um með að fá yfirlýsingar frá borgarstjór- anum um alþjóðleg málefni eða kynhneigð Jesú Krists. En er til of mikils mælst að borgarfulltrúar láti þau málefni í forgang sem útsvarsgreiðendur í Reykjavík kusu þá til að sinna? Áhugalaus meirihluti Lýsandi dæmi um verkstjórn borgar- stjórnarmeirihlutans er hvernig hann hefur hunsað fram komnar tillögur um úrbætur í umhirðumálum. 3. júlí sl. lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipu- lagsráði Reykjavíkur til að ráðist yrði í átak í umhirðu og grasslætti í ljósi óviðunandi ástands. Fulltrúar meirihlutans treystu sér ekki til að styðja tillöguna heldur frestuðu afgreiðslu hennar fram yfir sumarleyfi. Við sjálfstæðismenn lögðum því fram til- lögu um málið á fundi borgarráðs 25. júlí en þar fór á sömu leið. Fulltrúar Samfylking- ar og Besta flokksins höfðu engan áhuga á slíkri tillögu og frestuðu afgreiðslu hennar fram yfir sumarleyfi ráðsins. Ef að líkum lætur verða tillögurnar teknar fyrir um eða upp úr miðjum ágúst eða um það leyti sem farið verður að draga úr sprettu í borginni. Vanrækt borg REYKJAVÍK Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálf- stæðisfl okksins F orystumenn ríkisstjórnarinnar hafa barmað sér yfir því að erfitt verði að ná hallalausum fjárlögum á næsta ári. Í nýrri skýrslu um efnahagshorfur á Íslandi tekur Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn (AGS) undir það og bendir á ýmis hættumerki í ríkisrekstrinum á þessu ári. AGS segir hins vegar að það sé alls ekki útilokað að ná mark- miðinu um hallalaus fjárlög og telur upp nokkrar leiðir til þess; að skera niður styrki til landbúnaðar, hrista upp í almannatrygg- ingum þannig að þær hjálpi aðallega þeim sem þurfa mest á því að halda og hækka lægsta þrep virðisaukaskatts, en grípa á móti til aðgerða til að hjálpa tekjulágum hópum. Þetta þrennt gæti skilað um 34 milljarða bata í ríkisrekstrinum. Hvort ríkisstjórnin hefur pólitískt þor til að ráðast í aðgerðir sem þessar er önnur saga. Til næstu ára leggur AGS til að ríkisstjórnin finni varanlegri sparnaðarleiðir og nefnir þar sérstaklega mennta- og heilbrigðis- kerfið. Þetta eru kostnaðarsöm- ustu útgjaldaliðir ríkisins og í rauninni segir það sig sjálft að stóru upphæðunum í sparnaði verður ekki náð nema að hreyfa við þeim. Í sérstakri úttekt leitast sér- fræðingar AGS við að leggja mat á hversu mikið mætti spara og byggja á gögnum sem sýna að þótt heilbrigðisþjónusta á Íslandi sé góð og útkoman úr menntakerfinu í meðallagi kostar rekstur beggja kerfa mun meira en í OECD-ríkjunum að meðaltali. AGS bendir þannig á að þótt dreifbýlið á Íslandi valdi einhverri óhag- kvæmni virðist bæði heilbrigðis- og menntakerfið ofmannað í alþjóðlegum samanburði. Hægt sé að lækka kostnað við bæði menntun og heilbrigðisþjónustu gríðarlega og engu að síður halda óbreyttum gæðum þjónustu. Flestar eru tillögurnar kunnuglegar; til dæmis að draga úr áherzlu á spítalarekstur og efla þess í stað heimaþjónustu við sjúklinga, auka samkeppni til að lækka lyfjakostnað og stytta nám til stúdentsprófs, með tilheyrandi fækkun kennara og aukinni kennsluskyldu í grunnskólum. Sérfræðingar sjóðsins meta það svo að ef skilvirkni í opinberri þjónustu á Íslandi væri á við það sem bezt gerist mætti spara allt að 111 milljörðum króna á ári. AGS bendir á að þótt ekki næðist nema helmingurinn af þeim sparnaði gæti það skipt sköpum. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segist í Fréttablaðinu í dag telja útreikninga AGS fráleita. Auðvitað má deila um þá og sjálfsagt eru einhverjar aðstæður á Íslandi þannig að við náum ekki sömu skilvirkni og ríkin sem standa sig bezt. Úttekt AGS segir okkur samt nokkra mikilvæga hluti. Í fyrsta lagi að raunverulegum sparnaði í ríkisrekstrinum verður ekki náð með því að halda áfram að skera niður fjárveit- ingar til óbreyttra verkefna. Það þarf róttæka uppstokkun á því hvernig þjónustan er veitt. Í öðru lagi að við hljótum að þurfa að horfa í eigin barm, þegar okkur er sýnt fram á að bæði heilbrigðisþjónusta og menntun kosti skattgreiðendur mun meira en að meðaltali í OECD. Við erum að gera eitthvað vitlaust og þurfum þá að breyta því. Og í þriðja lagi er það ekki alltaf lausnin, ef við viljum betri opinbera þjónustu, að heimta meiri peninga og fleira fólk. Við þurfum að horfa á skipulag þjónustunnar og læra af öðrum. Mikið mun mæða á ráðherrum heilbrigðis- og menntamála á næstunni. Það er í rauninni á þeirra herðum að ná fram stóru tölunum í sparnaði ríkisins, en til þess þurfa þeir að þora að hrista upp í stöðnuðu kerfi og leggja til atlögu við rótgróna sérhagsmuni. Er hægt að veita sömu þjónustu fyrir minna fé? Stóru tölurnar Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is ➜ Er til of mikils mælst að borgar- fulltrúar láti þau málefni í forgang sem útsvarsgreiðendur í Reykjavík kusu þá til að sinna?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.