Fréttablaðið - 09.08.2013, Side 17

Fréttablaðið - 09.08.2013, Side 17
LJÚFFENGT Úlfar Finnbjörnsson býður upp á girnilega kjúklingauppskrift sem vert er að prófa. MYND/GVA Matreiðslumaðurinn Úlfar Finn-björnsson sér um sjónvarps-þáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar eldar hann ljúffenga rétti úr Holta-kjúklingi fyrir áhorfendur. Hér færir Úlfar okkur uppskrift að saffran- kjúklingabringum. Hægt er að fylgjast með Úlfari elda þessa girnilegu máltíð í kvöld klukkan 21.30 á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Þættirnir verða svo endursýndir yfir helgina. Einnig er hægt að horfa á þá á heimasíðu ÍNN, inntv.is. ELDAÐ MEÐ HOLTA HOLTA KYNNIR Úlfar Finnbjörnsson er einn færasti kokkur landsins. Hann sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar fáum við að fylgjast með honum elda ljúffenga kjúklingarétti úr Holta-kjúklingi. FYRIR 4 800 g saffran- og límónulegnar kjúklinga- bringur frá Holta 300 g vatnsmelóna, skræld og skorin í 2 cm þykkar sneiðar 1 tsk. chili-pipar, smátt saxaður, hreinsið fræin úr 2 msk. olía 1 msk. hlynsíróp 2 msk. oreganó, smátt saxað eða 1 msk. þurrkað Hitið grillið vel og grillið kjúklingabringurnar í 14-18 mínútur eða þar til kjarnhiti sýnir 70°C. Snúið bringunum reglu- lega. Berið bringurnar fram með grillaðri vatns- melónu og til dæmis grill- uðum kartöflum, nípum og jógúrtkarrísósu frá Gott í kroppinn. Setjið saman í skál mel- ónusneiðar, chili-pipar, olíu, hlynsíróp og oreganó og blandið vel saman. Grillið á vel heitu grilli í eina mínútu á hvorri hlið. SAFFRAN- OG LÍMÓNULEGNAR KJÚKLINGABRINGUR MEÐ GRILLAÐRI VATNSMELÓNU, KARTÖFLUM OG NÍPUM RETRO STEFSON Á FAKTORÝ Hljómsveitin Retro Stefson heldur tónleika á Faktorý í kvöld kl. 23 en hljómsveitin byrjaði ferilinn á þessum vinsæla tón- listarstað sem nú er að hætta. Retro Stefson hefur spilað á tónlistarhátíðum og tónleikum beggja megin Atlantsála nær stanslaust frá áramótum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.