Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.08.2013, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 09.08.2013, Qupperneq 33
FRÉTTABLAÐIÐ LÍFIÐ 9. ÁGÚST 2013 • 7 Myndaalbúmið Uppáhaldsmyndin úr Kron by KronKron-myndatökunni - Bak við tjöldin á Kron by KronKron - Verk eftir Sögu Sig og Hildi Yeoman - Kolfinna fyrir JÖR - Edda fyrir Galvan. af hlutum, þarf að kanna þá til botns og fara alla leið, enda þarf að hafa brennandi áhuga og ást til að láta drauma sína rætast.“ Hvernig hefur verið að kynn- ast fólki í bransanum og tísku- heiminum? „Mér hefur þótt auðvelt að kynn- ast og tengjast fólki í bransan- um. Ég vissi líka að ég þyrfti að gera það þegar ég kom út. Ég not- aði samfélagsmiðla eins og blogg og Facebook til að koma mér á framfæri. Fyrstu verkefnin mín fékk ég út á bloggið mitt. Tengsl- anetið stækkar eftir því sem maður gerir fleiri verkefni og ef maður stendur sig vel í einu og kemur vel fram við annað fólk fær maður annað verkefni kannski út á það. Fólkið sem ég vinn með er yfirleitt ekki með mikla útlitsdýrkun heldur list- rænt fólk sem hefur áhuga á að skapa og búa til fallega mynd og hefur áhuga á fallegri hönnun.“ Sambandsslit og nýtt upphaf Nú slitnaði upp úr sambandi ykkar Ella Egilssonar úr Steed Lord fyrir stuttu. Hvernig geng- ur þér að taka sambandsslit- unum? „Ég var 19 ára þegar við Elli kynntumst og við vorum saman í sjö ár. Ég er ótrúlega þakklát fyrir tímann sem við vorum saman, enda vorum við mjög samstíga, hjálpuðumst að í vinnunni og vorum líka bestu vinir. Auðvitað eru þetta breyt- ingar, enda bjuggum við og unnum saman, en við höfðum bara þroskast hvort frá öðru. Ég held að það sé samt mjög mikil- vægt að vera ein á einhverjum tímapunkti í lífinu og ég er mjög tilbúin til þess núna. Ég hef aldrei verið hrædd við að vera ein eða við að taka stórar ákvarðanir, breyta hlutum eða aðlagast nýjum aðstæðum. Hvernig er hefðbundinn dagur í lífi Sögu Sig? Það er enginn hefðbundinn dagur. Ég er svo heppin að engir dagar er eins. Þá daga sem ég er að taka myndir hefst vinnu- dagurinn snemma og þá fer allur dagurinn í það. Aðra daga ferðast ég um London eða und- irbý sett fyrir myndatöku, fer á fundi með fólki, sit við tölv- una, svara tölvupósti og vinn myndirnar. Ég hreyfi mig svo á hverjum degi, syndi, hleyp, fer í ræktina eða jóga og borða mjög hollt. Svo inn á milli hitti ég vini mína og ég elska að horfa á heimildarmyndir, fara á lista- söfn og í bókabúðir. Hefur þú fylgst eitthvað með íslenskum hönnuðum? „Já mjög mikið! Ég versla eigin lega bara heima á Íslandi og fataskápur- Mér finnst ég vera ótrúlega heppin að hafa alist upp á þessum sögu- frægu og fallegu stöðum því það hefur mótað mig sem einstakling.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.