Fréttablaðið - 09.08.2013, Side 35

Fréttablaðið - 09.08.2013, Side 35
AUGLÝSING: JSB KYNNIR Bára leggur mikla áherslu á að konur stundi líkamsrækt sér til heilsubótar á einfaldan hátt. Hún er á móti ofþjálfun og segir betra að æfa stöðugt tvisvar í viku í lengri tíma undir handleiðslu kennara en að vera í púli fimm sinnum í viku í stuttan tíma. „Við hjá JSB bjóðum upp á okkar hefðbundnu tíma sem konur þekkja, opna tíma og lokaða hópa. Stöðin opnar klukkan sex á morgnana og er starfandi fram til tíu á kvöldin. Allir geta því fundið tíma við hæfi,“ segir Bára. Æfingar fyrir konur „Lokaðir tímar hafa verið vinsæl- ir en þar er aðhald mikið og stefnt að ákveðnum markmiðum. Þá er hægt að stunda markvissa hreyf- ingu tvisvar í viku með þjálfuðum kennurum sem leiða konurnar í gegnum heildrænt þjálfunarkerfi. Með því að vera í lokuðum tíma opnast einnig möguleiki á að nýta opna tíma og frábæran tækjasal. Lokuðu tímarnir eru ýmis nám- skeið, eins og það hefur verið kall- að. Í haust verðum við til dæmis með hlýtt jóga í stað hot jóga. Það verða jógaæfingar á breiðu sviði í hlýjum sal,“ útskýrir Bára sem segir að JSB leggi fyrst og fremst áherslu á að þjálfa kvenlíkamann eins og hentar honum best. „Það er margt í boði hjá okkur, tímar sem leggja áherslu á mótun líkamans, þar sem lögð er áhersla á æfingar á gólfi og upphitun í tækjasal. Það hefur verið sleg- ist um þessa tíma hjá okkur, enda ekki mikið hopp. Þá verð- um við með fit-pilates, sem legg- ur áherslu á jafnvægisæfingar, sem er afar gott fyrir líkamann. Síðan er zumba-dansinn til að skvetta úr klaufunum og svitna. Það mætti líkja því við að dansa í góðu partíi alla nóttina,“ segir Bára sem hefur verið dugleg að taka inn nýjungar og vinsæl æfingaprógrömm. Frá toppi til táar „Vinsælustu hópnámskeiðin okkar eru fyrir konur sem vilja grenna sig. Það eru TT-námskeiðin en í þeim hafa konur náð mjög mikl- um árangri. Í TT, eða Frá toppi til táar, bjóðum við átta mismunandi hópa eftir því sem hentar hverri og einni. Þær yngstu, 16-25 ára, eru í sérhópi með annarri tónlist en þær eldri og tækjasalurinn er meira not- aður. Þær fá að auki fund einu sinni í viku um rétt mataræði. Allir þurfa að taka sig í gegn og þess vegna hafa TT-námskeiðin verið svona gríðarlega vinsæl. Ungar konur sem nýlega hafa gengið í gegnum barnsburð og vilja koma sér í form koma á þessi námskeið. Ef konum er alvara með því að koma sér í form er TT frábær kostur og allir ná árangri.“ Stór hluti kvenna hefur komið líkamsrækt inn í hið daglega líf og er hún orðin ákveðinn lífsstíll. „Hjá JSB er stór hópur kvenna sem kemur í hverri viku og hefur gert í fjölmörg ár. Við leggjum áherslu á slagorðið: Leggðu rækt við sjálfa þig og lifðu góðu lífi. Það þarf engar öfgar til að vera í góðu formi,“ ítrek- ar Bára. „Það er heilbrigði að vera í réttu holdafari og konur hugsa öðruvísi séu þær í góðu formi. Það eru engin forréttindi að vera vel á sig kominn. Það geta allir gert og það er gaman,“ segir Bára. Allar upplýsingar um tíma hjá Dansrækt JSB má finna á heima- síðunni jsb.is og á Facebook. JSB er í Lágmúla 9 og síminn er 581 3730. ALLIR GETA VERIÐ Í GÓÐU FORMI Bára Magnúsdóttir hefur rekið Dansrækt JSB frá árinu 1967. Hún hefur því mikla reynslu að baki og hefur komið þúsundum íslenskra kvenna í gott form. Bára Magnúsdóttir hefur komið þúsundum kvenna í gott form í gegnum árin. Hún er með námskeið sem hentar líkams- byggingu kvenna. Inga Sjöfn Sverrisdóttir sjúkraþjálfari hefur snúið heim eftir tveggja ára siglingu með skemmtiferðaskipi hring- inn í kringum heiminn. Hún starfaði sem líkamsræktar- þjálfari um borð en ætlar nú að aðstoða konur sem vilja efla heilsu og kraft hjá JSB. „Ég verð með fitform-tíma hjá JSB en ég hef sérhannað prógramm fyrir konur sem eru 50+ þótt þær yngri séu velkomnar líka. Það er mjög gefandi og hvetjandi að vera í lokuðum hópi. Skemmtileg stemning myndast og konurnar fá aðhald og stuðning,“ segir Inga Sjöfn. „Þar sem ég er sjúkraþjálfari þá nýtist sú menntun vel í starfinu. Við verðum með morguntíma og þetta er lokaður hópur. Þetta verður alhliða þjálfun fyrir líkamann og ég vonast til að skvísurnar verði flott- ar, í góðu formi og vel á sig komnar eftir smá tíma. Það er mikið atriði að þjálfa líkamann til að halda heilsunni í lagi,“ segir Inga Sjöfn enn fremur. „Þetta eru ekki námskeið til að léttast, enda býður JSB upp á sérhönnuð TT-námskeið til þess. Hins vegar getur hver og ein kona sett sér sín markmið, hvort sem það er að styrkja sig eða koma sér í gott form. Í lok- uðum hópi kynnist maður konunum betur og hefur tök á að leiðbeina þeim með betri árangri. Sumum hent- ar vel að ráða sér sjálfar í tækjasal en aðrar þurfa að- hald í lokuðum hópi.“ Inga Sjöfn er nýkomin heim úr ævintýrasiglingunni og hlakkar til að kenna Íslendingum aftur. Hún kenndi dans hjá JSB í nokkur ár og ætlar að halda því áfram í vetur. „Ég verð með yngstu stelpurnar í dansinum.“ FIT-FORM FYRIR 50+ Inga Sjöfn Sverrisdóttir og Anna K. Guðmundsdóttir koma ferskar inn í hauststarfið hjá JSB með nýja flotta tíma fyrir konur. Anna K. Gunnarsdóttir hefur kennt fit-pilates hjá JSB auk þess að vera með öfluga styrktar- og þol- tíma og zumba. „Ég hef verið að bæta við mig námi til að koma enn betur til leiks í haust,“ segir hún. „Í fit-pilates er æft á stórum boltum. Þetta eru frábær- ar æfingar sem styrkja og þjálfa alla grunnvöðva lík- amans og jafnvægi. Æfingarnar styrkja stoðkerfi lík- amans, sérstaklega kvið og bak. Þessi þjálfun er fyrir konur á öllum aldri og er til dæmis mjög góð fyrir þær sem finna fyrir gigt eða eru með stoðkerfisvandamál,“ segir Anna. „Ég legg áherslu á einstaklingsmiðaða þjálfun þann- ig að konurnar æfa eftir vissum stigum, sumar eru með auðvelda útgáfu en aðrar erfiðari, allt eftir getu hverr- ar og einnar. Tímarnir eru í 50 mínútur tvisvar í viku á þriðjudögum og fimmtudögum,“ segir Anna sem er að klára annað árið í íþróttafræði auk þess að vera mennt- aður fit-pilates- og zumba-kennari. Anna hefur þjálfað fólk í pilates í nokkur ár. Hún hóf störf hjá JSB síðast- liðinn vetur. MJÖG GOTT FYRIR JAFNVÆGIÐ Leggðu rækt við þig og lifðu góðu lífi ■ Tækjasalurinn opinn frá morgni til kvölds. ■ Einkaþjálfun eftir samkomulagi. Vertu velkomin í okkar hóp! MótunTT1 TT3 FIT pilates FIT form SS Yoga Rope Yoga Vertu með okkur í vetur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.