Fréttablaðið - 09.08.2013, Page 38

Fréttablaðið - 09.08.2013, Page 38
Lífi ð FRÉTTABLAÐIÐ Spjörunum úr og helgarmaturinn. HELGAR MATURINN UXAHRYGGJAHALANEGRABLÓMKÁLSSVEPPASÚPA ...SPJÖ RU N U M Ú R Hvern faðmaðir þú síð- ast? Son minn í morgun. En kysstir? Ætli það sé ekki best að hafa það fyrir mig. Hvaða galla í eigin fari ertu búin að um- bera allt of lengi? Ég er frekar fljótfær, ef mér dett- ur eitthvað í hug þá verður það að gerast strax og helst í gær. Ertu hörundsár? Nei, ég er hreinskilin sjálf svo ég tek því sem sagt er við mig og reyni vanalega að nýta það. Ef ég væri mjög hörundsár þá væri ég líklegast ofan í einhverri holu í fýlu að eilífu. Dansarðu þegar enginn sér til? Dilla mér gjarnan við uppvaskið og tek sporið með syni mínum. Það verð- ur gert þar til honum fer að finnast það asnalegt að dansa með mömmu! Hvenær gerðirðu þig síðast að fífli og hvern- ig? Ég var eitt sinn að labba inn í Hagkaup voða fín í opnum skóm. Renn svo harkalega rétt við inn- ganginn í bleytu á gólfinu og bandið á skónum slitn- aði. Ekki nóg með að ég datt kylliflöt á gólfið heldur varð ég að gera innkaupin í einum skó og hinn fékk að liggja ónýtur í körfunni. Hringirðu stundum í vælubílinn? Sjaldan fyrir sjálfa mig en það fer aga- lega í taugarnar á mér þegar fólk kvartar yfir kvefi eða þess háttar og þá gjarn- an býðst ég til að hringja á bílinn góða. Tekurðu strætó? Nei, hef ekki gert það síðan áður en ég fékk bílpróf, þá tók ég strætó í skólann. Hvað eyðirðu mikl- um tíma á Facebook á dag? Allt of miklum. Vinnan krefst þess svolítið að vera á Facebook. Svo er það tengt í símanum mínum svo ég fæ skilaboð og slíkt þangað. Ferðu hjá þér þegar þú hittir fræga eða heils- arðu þeim? Ég heilsa oft þó að ég þekki fólkið ekki en þá finnst mér ég oft þekkja það því ég hef séð það í sjónvarpi eða annars staðar. Hvað ætlarðu alls ekki að gera um helgina? Fara á Gay pride í karl- mannsdraggi, verða dauða- drukkin og enda heima með konu. Kristrún Ösp Barkardóttir ALDUR 23 ára STARF Vinn á frábærum vef, hún.is. Lísbet Harðardóttir Ólafardóttir Húsamálari og þúsundþjalasmiður á Ísafi rði lumar á uppskrift að súp- unni sem alla lands- menn dreymir um að smakka. Heill blaðlaukur Askja af sveppum Poki af villtri sveppablöndu Blómkál, eins og maður vill Hvítlauksgeiri, karrí, pipar Engifer Alls konar dýrateningar sem leynast í skápnum Tvær dósir kókosmjólk Uxahalasoð Töfradropar úr pólsku búð- inni Þessa súpu hefur sjálf Ragga Gísla sungið um og hver einasti Íslending- ur hefur rembst við að segja nafn hennar hratt en örugg- lega í tónvissum takti í gegnum árin. Byrjið á að mýkja lauk og sveppi upp úr hvítlauk, karrí og engi- fer. Skorinn blaðlaukur og önnur kókosmjólkurdósin er sett í pottinn ásamt jafn- miklu magni af vatni. Því næst er best að hringja í vin og taka ágætt trúnó á meðan súpan mallar í um 15 mínútur Þá eru ten- ingarnir settir í pottinn og hin kókosdósin og slatti af vatni. Þótt súpan sé töfrum gædd er hún ekki svo merki- leg að smá svartur pipar geti ekki lyft henni ofar. Að lokum eru töfradroparn- ir dregnir fram. Þeir heita Przyprawa og fást í einni búð hérna á Ísafirði. Ég veit ekki hvað er í þeim, ábyggi- lega fullir af einhverju eitri en gera allan mat að lost- æti.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.