Fréttablaðið - 17.08.2013, Side 18

Fréttablaðið - 17.08.2013, Side 18
17. ágúst 2013 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 18 Rammaáætlun er langt og flókið ferli. Ferli sem hefur staðið árum saman með aðkomu vísinda- manna og faghópa þar sem fjölmargir þættir voru skoðaðir og þess var freist- að að ná sem bestri yfir- sýni áður en svæði yrðu loks flokkuð í vernd, nýt- ingu og biðflokk til nánari skoðunar. Það hefur verið afar mikilvægt, bæði fyrir verndarsjónarmiðin og nýtingarsjónarmiðin að ná sem mestri sátt um þessi mál. Sérstaklega þó um aðferðina, laga- rammann. Þetta tókst á árinu 2011 þegar allir flokkar á þingi samþykktu lög um rammaáætlun, lög um verk- færið, um aðferðina. Faghóparnir skiluðu forgangsröðun til iðnaðar- ráðherra í samræmi við lögin. Ráðherrann fól síðan formönnum faghópanna að gera tillögu um flokkun virkjanahugmynda þar sem flokkað var í nýtingu, vernd og biðflokk. Norðlingaalda var þá þegar í verndarflokki. Þessi flokk- un fór síðan í lögboðið tólf vikna kynningar- og umsagnar- ferli þar sem yfir 200 umsagnir bárust. Í samráði við umhverfis- ráðherra var tillagan því næst lögð fyrir þingið þar sem tekið hafði verið til- lit til röksemda sem fram komu. Virkjanahugmynd- ir í Neðri-Þjórsá og langt inni á hálendinu vestan Vatnajökuls voru fluttar úr nýtingarflokki í bið- flokk þannig að unnt væri að skoða nánar tiltekna þætti. Iðnaðarráðherra, í samráði við umhverfisráðherra, lagði tillöguna loks fyrir þingið sem samþykkti hana óbreytta. Í nefndaráliti meirihlutans eru útlínur lagðar fyrir næstu verkefnisstjórn, varn- aðarorð vegna jarðhitanýtingar ítrekuð og fjöldamörg önnur álita- mál dregin fram til að hafa í huga við næstu skref. Ný verkefnisstjórn hefur tekið til starfa og hefur tekið biðflokk- inn til skoðunar og mun gera til- lögu til ráðherra um flokkun þeirra hugmynda sem hann geym- ir. Allt þetta ferli var samkvæmt lögum, þótt öðru hafi ítrekað verið haldið fram. Verndarflokkurinn Það er hins vegar ekki sam- kvæmt lögum að taka svæði úr verndarflokki og hefja á því nýja skoðun í þágu nýtingar. Í 6. grein laga um rammaáætlun segir að stjórnvöldum sé: „… ekki heimilt að veita leyfi tengd orkurannsókn- um eða orkuvinnslu vegna virkj- unarkosta sem eru í verndarflokki eða eru á svæðum sem ástæða er talin til að friðlýsa gagnvart orku- vinnslu. Þá eru aðrar orkurann- sóknir sem ekki eru leyfisskyldar einnig óheimilar.“ Þannig eru svæði í verndar- flokki komin í skjól ef svo má segja og ekki í samræmi við lögin að kalla svæðið nýju nafni eða pakka því inn í nýjan búning séu stjórn- völd á hverjum tíma ekki sátt við niðurstöðuna. Þetta er lykilatriði. Lög um náttúruvernd Burtséð frá rammaáætlun hafa verið í gildi náttúruverndarlög í landinu um áratugaskeið. Yfir 100 svæði hafa verið friðlýst á grund- velli þeirra þar sem um hefur verið að ræða ótvírætt verndargildi. Þar er um að ræða búsvæði plantna, dýra, sérstakar jarðmyndanir og fleira og fleira, sem stefnt er að að myndi heildstætt net verndar- svæða í samræmi við stefnumörk- un Íslands í náttúruvernd og alþjóð- lega samninga. Samkvæmt náttúruverndarlögum hafa náttúruverndaráætlanir verið lagðar fyrir þingið með reglubundn- um hætti og sú síðasta (2009-2013) var samþykkt 2010. Á þessari nýj- ustu áætlun er stækkun friðlandsins í Þjórsárverum, sem raunar hefur verið á dagskrá náttúruverndar- fólks í rúm 40 ár. Friðlýsingar ferlið í þágu stækkunar friðlandsins í Þjórsárverum var því löngu hafið áður en rammaáætlun lá fyrir. Umhverfisstofnun leitaði samráðs við hagsmunaaðila og sveitarfélög sem vildu bíða niðurstöðu ramma- áætlunar til að tryggja að ekki yrðu árekstrar milli þessara sjónarmiða. Þegar niðurstaða rammaáætlunar lá svo fyrir var þráðurinn tekinn upp og öll gögn lágu fyrir til undir- ritunar í samræmi við fyrri áform þegar skyndilega var kippt í spotta eins og fram hefur komið í fréttum. Þannig er Alþingi tvisvar búið að ákveða að stækka friðlandið í Þjórs- árverum og slá áform um Norð- lingaölduveitu út af borðinu. Bæði með náttúruverndaráætlun 2009- 2013 og rammaáætlun frá í janúar 2013. Viljinn er skýr og þar með umboðið sem ráðherrunum ber að virða. Náttúruverndaráætlun er í gildi og þar eru skilgreind útmörk stækkunar friðlandsins. Ramma- áætlun er líka í gildi, þar sem Norð- lingaalda er sérstaklega tiltekin í verndarflokki. Þetta eru staðreynd- ir málsins. Fingraför? Samþykkt rammaáætlunar á síð- asta þingi er án efa stærsta einstaka skrefið sem stigið hefur verið í þágu náttúruverndar á Íslandi. Stóriðju- flokkarnir ömuðust við málinu og gerðu það tortryggilegt með því að tala um pólitísk afskipti og inngrip. Þó var farið að lögum í hverju skrefi og tekið tillit til radda almennings í samræmi við Árósarsamninginn og góða stjórnsýslu. Nú boða iðnaðar- og umhverfis- ráðherra pólitíska aðför að ramma- áætlun. Rammaáætlun er ónýt ef áform Ragnheiðar Elínar og Sigurð- ar Inga ganga eftir. Orðið fingraför dugar ekki til að lýsa því sem þar er á ferð. Pólitísk aðför STJÓRNMÁL Svandís Svavarsdóttir fyrrverandi umhver- fi sráðherra ➜ Rammaáætlun er ónýt ef áform Ragnheiðar Elínar og Sigurðar Inga ganga eftir. „Ég á vini sem eru samkyn- hneigðir og þykir mjög vænt um þá. En mér finnst þetta verið að ganga of langt.“ Tónlistarmaðurinn Gylfi Ægisson varaði við því að samkynhneigðum yrði sýnt of mikið umburðarlyndi en sá ástæðu til að geta þess í framhjáhlaupi að hann hefði sko enga fordóma. „Ég neita því ekki að það hefur verið talað við mig.“ Þingmaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson hefur ekki ákveðið hvort hann tekur slaginn um sæti í borgarstjórn á næsta ári. Hins vegar hafi margir komið að máli við sig og hvatt sig til framboðs. „Ég er náttúrulega í þessum hagræðingarhópi.“ Vigdís Hauksdóttir segist alls ekki hafa verið að hóta einum eða neinum þegar hún sá ástæðu til að nefna það í viðtali á Bylgjunni að hún sæti í niðurskurðarhópi ríkisstjórnarinnar, strax í kjölfar umræðu um meinta hlutdrægni fréttastofu RÚV. „Mér þykir miður að gjörðir mínar særðu fólk og hafa sært Bandaríkin.“ Uppljóstrarinn Bradley Manning sýndi í fyrsta sinn iðrun við réttarhöld yfi r honum í byrjun viku. „Ég ætla ekki að drekka aftur í bráð.“ Julian Hlynur Parry sér mjög eft ir því að hafa valdið skemmdum á borðum og stólum á Ingólfstorgi um liðna helgi. Hann lofar bót og betrun. 817 FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST Vigdís á að víkja Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri 614 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST Skemmandi ofb eldi venjulega fólksins Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri 605 MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST Steldu.net Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur 564 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST Í orðastað háttprúðrar konu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona 486 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST „Skoðanir“ á hinsegin fólki Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Sam- takanna 78 443 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST Hæfust? Ingibjörg Gréta Gísladóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Reykjavík Runway ehf. 437 MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST Pottadólgurinn Haukur Viðar Alfreðsson blaðamaður 280 ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST Framhaldsskólanám á Íslandi er ekki gjaldfrítt Anna María Gunnarsdóttir framhaldsskóla- kennari Skoðun visir.is UMMÆLI VIKUNNAR 10.08.2013 ➜ 16.08.2013 Óska eftir að kaupa enskt english course tungumálnámskeið. Vantar 2 námskeið. Ég borga 30.000 fyrir námskeiðið Upplýsingar í 865-7013 Nánari upplýsingar og skráning í síma 483 0300 og á www.hnlfi.is Námskeið í gjörhygli tengir saman hugræna atferlismeðferð og hugleiðsluæfingar. Gjörhygli er kerfisbundin þjálfun í að vera í núinu og vera meðvitaður um líkama, hugsanir og tilfinningar, augnablik eftir augnablik. Námskeiðið hefst 5. september á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Kennt er á fimmtudögum kl.16:45 - 19:00. Verð 49.000 kr. Átta vikna námskeið í gjörhygli (Mindfulness based cognitive therapy/stress reduction) Berum ábyrgð á eigin heilsu Hafðu hjartað heima Kennari er Bridget „Bee“ Ýr McEvoy RPN en hún hefur kennt gjörhygli á Heilsustofnun NLFÍ frá 2006.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.