Fréttablaðið - 17.08.2013, Síða 36

Fréttablaðið - 17.08.2013, Síða 36
KYNNING − AUGLÝSINGSkólar & námskeið LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 20132 Spjaldtölvur hafa verið nýttar í nokkrum grunnskólum landsins undan farin tvö ár með góðum árangri. Norðlinga- skóli í Reykjavík hefur verið í farar- broddi við innleiðingu spjaldtölva í kennslu og verður næsta önn sú f jórða í röðinni þar sem spjaldtölvur eru notaðar markvisst í kennslu á unglingastigi. Ragnar Þór Pétursson, umsjónarkennari í 8. og 10. bekk, hefur leitt innleið- inguna í skólanum. Hann segir að þegar kennarar deildarinnar hafi velt fyrir sér skólaþróun hafi þeir komist að þeirri niðurstöðu að spjaldtölvur yrðu líklega veru- lega góður kostur. „Það gekk þó ekki baráttulaust að fá sam- þykki f yrir því á sínum tíma en á endanum tókst að spjaldtölvuvæða ei n n á rga ng. Í vetur ættu allir nemendur þriggja árganga unglinga- deildar skólans að hafa iPad.“ Spjaldtölvu- væðingin hefur gert nemendur mun sjálfstæðari að sögn Ragnars og þeir leita fjölbreyttari leiða við að ná markmiðum sínum. „Ábyrgð þeirra á eigin námi er mun meir i og þetta frelsar kennara frá því til dæmis að vera málpípur og túlkar í efnum þar sem það er í raun og veru óþarft. Námið er miklu inni- haldsríkara og betra og sá tími sem fer í samskipti og samveru er betur nýttur.“ Hann segir einnig mikið hagræði hljótast af þessu fyrir nemendur, kennara og foreldra. „Mér sýnist að notkun spjaldtölvanna muni spara foreldrum unglingastigsins tæpar tvær milljónir í innkaup fyrir skólann.“ Fyrir kennara er að sögn Ragnars mesti munurinn sá að þeir eru farnir að sjá fram á að geta sinnt hverjum nemanda betur og þurfi ekki lengur að nálgast námshópa sem hjarðir sem mata þarf allar í einu. „Auk þess er gaman að geta undir búið kennslu og unnið úr henni með öðrum kennurum í stað þess að vera mikið til fastur inni í faginu sínu, einn með ábyrgðina og alla vinnuna. Við vinnum mikið meira saman.“ Spjaldtölvurnar komnar til að vera Norðlingaskóli í Reykjavík er í fararbroddi grunnskóla sem hafa innleitt spjaldtölvur í kennslu hérlendis. Næsta vetur munu allir nemendur unglingadeildar nota iPad. Mikil hagræðing felst af innleiðingu þeirra fyrir nemendur, kennara og foreldra. Ragnar Þór Pétursson, umsjónarkennari í Norðlingaskóla. Notkun spjaldtölva hefur aukist mikið í grunnskólum landsins. MYND/GETTY Með skiptinámi gefst tækifæri til að stunda nám í dýrum háskólum erlendis. „Það er mikil lífsreynsla að fara erlendis og þurfa að standa algjörlega á eigin fótum í nýju landi,“ segir Harpa Sif Arnarsdóttir, verkefnastjóri á skrifstofu alþjóðasamskipta Háskóla Íslands. „Skiptinemarnir tala um að reynslan sé þroskandi, auki víðsýni og síðar í lífinu finnst þeim þeir hafa grætt á skiptináminu. Í okkar alþjóðavædda samfélagi er mikils virði að hafa reynslu úr erlendum háskólum.“ Harpa bætir við að skiptinám tryggi að vissu leyti jafnrétti til náms, því skiptinámið sé endurgjaldslaust ef frá er talið skráningargjald í Háskóla Íslands sem er 60.000 krónur. „Boðið er upp á skiptinám í mjög flottum skólum erlendis þar sem árið eða önnin getur kostað fleiri milljónir. Þarna fá nemendur tækifæri til að stunda nám í allt að ár, án þess að þurfa að hafa áhyggjur af þessum gjöldum. Þetta er góður kostur fyrir þá sem hafa ekki efni á að fara í nám erlendis en dreymir um það.“ Um 250 einstaklingar fara árlega í skiptinám frá Háskóla Íslands. Flestir sækjast eftir að fara til Norðurlandanna, Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Japan. Umsóknarfrestur í skiptinám til Evrópu vorið 2014 er 16. september. Skiptinám og jafnrétti Global Citizens Made at ISI Alþjóðaskólinn er einkarekinn grunnskóli sem býður upp á alþjóðlega menntun fyrir grunnskólabörn á aldrinum 5 –12 ára. Áhersla er lögð á alþjóðlega vitund og jákvæðan aga í tvítyngdu umhverfi. Tvær námsleiðir eru í boði. Annarsvegar námsbraut þar sem kennsla fer eingögnu fram á ensku og hinsvegar tvítyngd námsbraut þar sem kennsla fer fram á íslensku og ensku. The International School of Iceland offers a dynamic learning environment for primary school children (K-7). Our emphasis is on international mindedness and positive discipline in a bilingual environment. For more information please visit our website at: www.internatonalschool.is Alþjóðaskólinn á Íslandi / Lönguhlið 8 / 210 Garðabæ Sími 590-3106 / admin@internationalschool.is / www.internationalschool.is Great Learning Great Teaching Great Fun
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.