Fréttablaðið - 17.08.2013, Qupperneq 63
| ATVINNA |
Auglýsing um próf til
viðurkenningar bókara
Með vísan til laga nr. 145/1994 um bókhald, er fyrirhugað
að halda próf til viðurkenningar bókara 2013 sem hér
segir:
• Reikningshald 14. október – prófið hefst kl. 15 og stendur
til kl. 18
• Skattskil og upplýsingatækni 2. desember - prófið hefst
kl. 15 og stendur til kl. 18
• Raunhæft verkefni 9. desember - prófið hefst kl. 14
og stendur til kl. 19
Um efnissvið prófanna vísast til 3. gr. reglugerðar nr.
535/2012 um próf til viðurkenningar bókara og prófefnislýs-
ingu sem birt er á heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunar-
ráðuneytisins www.anr.is
Próftökugjald fyrir hvert próf er kr. 25.000.
Próftökugjald skal greiða í síðasta lagi fjórum vikum fyrir
hvern auglýstan prófdag. Við skráningu skal staðfest að
fullnægt sé skilyrðum 43. gr. laga nr.145/1994 um að próf-
tökumaður sé lögráða og hafi forræði á búi sínu.
Væntanlegir prófmenn skulu skrá sig til prófs á heimasíðu
atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins www.anr.is
(http://www.atvinnuvegaraduneyti.is/verkefni/malaflokkar/
vidurkenndir-bokarar/)
Reykjavík 17. ágúst 2013.
Prófnefnd viðurkenndra bókara
ALARK arkitektar ehf. óska eftir að leigja út vinnuaðstöðu
fyrir litla verkfræðistofu í samliggjandi rými með arkitekta-
stofunni.
Af praktískum ástæðum er helst óskað eftir burðarþols-
hönnuðum eða annari skyldri byggingahönnun.
Um er að ræða 1-2 herbergi með 2-3 vinnuaðstöðum hvort.
Sameiginleg er móttaka, aðgangur að fundarherbergi,
prentherbergi, snyrting og kaffistofa.
Skrifstofan er vel staðsett að Dalvegi 18 , í sama húsi og
sýslumaður,lögregla, Pósturinn og Föndra.
Gluggar snúa undan sólu, í vestur, að Kópavogsdalnum.
Nánari upplýsingar gefa:
Jakob í síma 664-8801 og Jakob@alark.is
og Kristján í síma 664-8808 og kristjan@alark.is
Dalvegur 18
- laust rými fyrir litla verkfræðistofu.
ÚTBOÐ
Fangelsi á Hólmsheiði -
Hús og lóð
Útboð NR.15507
Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h.innanríkisráðu-
neytisins, óskar eftir tilboðum í framkvæmdir við
fangelsi á Hólmsheiði. Húsið er steinsteypt og
klætt að hluta og skal ganga frá því að utan og
innan ásamt lóðarfrágangi.
Helstu magntölur eru:
• Mótafletir 17.200 m²
• Steinsteypa 3.300 m³
• Þakflötur 3.500 m²
• Málun 21.900 m²
• Gólfdúkur 2.500 m²
Vettvangsskoðun verður haldin 2. september í
framhaldi af kynningarfundi að viðstöddum full-
trúa verkkaupa ef þess er óskað.
Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en
1. desember 2015.
Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 3.500 hjá
Ríkiskaupum, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík frá
og með þriðjudeginum 20. ágúst. Tilboðin verða
opnuð hjá Ríkiskaupum 5. desember 2013 kl. 11.00
að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
__________ Útboð ___________
Faxaflóahafnir sf. óska eftir tilboðum í verkið:
Grandagarður 16
Lóðarframkvæmdir
Verkið felur m.a. í sér upprif á núverandi yfirborði,
endurnýjun á regnvatnslögnum, lagningu á
snjóbræðslu, gerð hellulagðrar gangstéttar ásamt
ýmsum öðrum yfirborðsfrágangi.
Umfang verks:
Framkvæmdasvæði 1000 m2
Regnvatnslagnir 150 m
Snjóbræðslulagnir 807 m
Fræsing 150 m2
Hellulögn: 405 m2
Malbikun 160 m2
Útboðsgögnin verða afhent hjá Hnit verkfræðistofu
h.f., Háaleitisbraut 58-60, 108 Reykjavík frá og með
þriðjudeginum 30. júlí n.k. Gjald fyrir prentuð
útboðsgögn er 3000 kr.
Tilboðum skal skila til Hnit verkfræðistofu h.f.,
Háaleitisbraut 58-60, 108 Reykjavík fyrir klukkan
11:00, þriðjudaginn 27. ágúst 2013. Tilboð verða
opnuð á sama stað og tíma.
Verklok eru 15. nóvember 2013.
Hvalfjarðarsveit
ÚTBOÐ
Ljósleiðaravæðing
Hvalfjarðarsveitar.
Hvalfjarðarsveit óskar eftir tilboðum í röralagnir, blástur
ljósleiðara og tengingar. Verklok eru eigi síðar en 15.6.2014.
Verkið felur í sér að plægja eða grafa niður blástursrör frá
dreifistöðvum kerfisins inn á lögheimili Hvalfjarðarsveitar,
setja niður tengiskápa og brunna ásamt frágangi lagnaleiðar,
blástur ljósleiðarastrengja og tengingar ljósleiðaranets
Hvalfjarðarsveitar.
Helstu magntölur eru:
- Plæging blástursröra 165.000 m
- Blástur stofnstrengja 112.000 m
- Blástur heimtaugastrengja 97.000 m
Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með
mánudeginum 19. ágúst 2013.
Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband
við Kristinn með tölvupósti, kristinn.hauksson@efla.is og
gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá í kjölfarið
útboðsgögnin send í tölvupósti.
Tilboðum skal skila á Verkfræðistofuna EFLU,
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík (1.hæð gengið inn á suðurhlið)
fyrir kl. 11:00 mánudaginn 2 september 2013, en þá verða þau
opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar
mþykkt
Innkaupadeild
Ný útboð í auglýsingu hjá Reykjavíkurborg:
• Rammasamningur
„Eldsneyti fyrir Reykjavíkurborg”
EES útboð nr. 13091.
Nánari upplýsingar er að finna á www.reykjavik.is/utbod
Fulbright stofnunin auglýsir styrki
til Bandaríkjanna 2014-2015
Námsstyrkir: Fulbright styrkir til að hefja masters- eða
doktorsnám, Cobb Family Fellowship og Frank Boas
styrkur.
Rannsóknarstyrkur: til vísinda- og fræðimanna
Frekari upplýsingar um styrkina og umsóknareyðublöð
má nálgast á vefsíðunni www.fulbright.is.
Skilafrestur allra umsókna er
föstudaginn 18. október 2013 kl. 16:00.
WWW.FULBRIGHT.IS
Innritun nýrra nemenda fyrir skólaárið
2013-2014 er hafin.
Innritaðir eru nemendur á aldrinum 8-10 ára sem eru teknir
beint í hljóðfæranám, án undangengins forskólanáms.
Hægt er að komast að á eftirfarandi hljóðfæri:
Strengjahljóðfæri, þ.e. fiðlu, víólu, selló og gítar.
Einnig er til takmarkað pláss á píanó og harmóníku.
Einnig er innritað í fiðluforskóla (5-6 ára börn)
Einnig er til takmarkað pláss á þverflautu, klarinett og
saxófón sem og ásláttarhljóðfæri (slagverk).
ATHUGIÐ AÐ FRAMBOÐ Á SKÓLAVIST ER TAKMARKAÐ.
Skrifstofa skólans á Lindargötu 51 er opin frá kl. 13:00-16:00
virka daga. Síminn er 562-8477.
Það skal tekið fram að nauðsynlegt er fyrst að skrá nem-
endur í skólann með því að hafa samband við skrifstofuna.
Til að tryggja endanlega að innritun sé frágengin er
nauðsynlegt að innrita nemandann einnig í Rafræna
Reykjavík á heimasíðunum www.reykjavik.is eða
www.grunnskolar.is á sama tíma og setja
Tónmenntaskólann í 1. val.
Skólastjóri
LAUGARDAGUR 17. ágúst 2013 19