Fréttablaðið - 17.08.2013, Page 82

Fréttablaðið - 17.08.2013, Page 82
17. ágúst 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 38 KROSSGÁTA VEGLEG VERÐLAUN LAUSNARORÐ Ef bókstöfunum í skyggðu reitunum er raðað rétt saman birtist gamalkunnug íslensk bygging. Sendið lausnarorðið í síðasta lagi 21. ágúst næstkomandi á krossgata@frettabladid.is merkt „17. ágúst“. Vikulega er dregið er úr inn- sendum lausnarorðum og fær vinningshafi eintak af bókinni Ærlegi lærlingurinn eftir Vikas Swarup frá Forlaginu. Vinnings- hafi síðustu viku var Ómar Árnason, Hafnarfirði. Lausnarorð síðustu viku var H A F N A R F J Ö R Ð U R 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 Ú T H A F S K A R F I N N G Ö A R Á E Ð O A H A L I F A X H Ó L P I N N I R F A Í U L E O L L A N D N Á M S M A N N A L A F H R Æ D D F K R U D R L T E I Á E A V E N S I S I A I A N I L Í N I Ð I V I S Ö N G K O N A E N I N N L E G G R N N D Á G Æ T I R V R I E F A S A M L E G T Ð D Í Ó Ð A N G Y E R E I S U M G R N A F N L E Y S I Þ K B I Ð U N A F D S P L A K A T I Ð A S T R A N G I I R S T S R U F R A N G I S T A R S T U N A B R Í A R Í I Ð E K A R E H L M K R O F N S K Ú F F A F J A L L S T O P P A R T T J Ó I E M I P O K A B U X U R B L Ó Ð S Y K U R S A R R M LÁRÉTT 1. Rennisleip og ræktanleg í Norður-Noregi (11) 6. Óvirða manneskjur, einkum börn (7) 12. Vopn fyrir harðjaxla og smiði (10) 13. Ekki typpið heldur hnúðurinn (9) 14. Tregar bóka tíma fyrir áætlun um sjálfbærni (13) 15. Borðaðir uppáhalds (6) 17. Hinn spreyti sig á spurningum í misserislok (10) 18. Skúmgalli er klassísk yfirhöfn leynilöggunnar (9) 19. Ef birtist móður skamma hríð (14) 21. Lipur lúka leikur sjö hálftóna (7) 23. Brothætt barnið brosir svo glampar á varnar- hjúpinn (10) 24. Uppflettirit almættisins? (11) 25. Líkir dramadís við hjólkerlingu (5) 27. Elskaði loðnu á vorboðanum (8) 29. Smjörkista er rætin hlíð eða spjót Gísla Súrs- sonar (7) 33. Gilda þessar umdeildu reglur um heitavatn? (8) 34. Steikja lið með aðlaðandi augabrúnir (11) 35. Lendum að lokum hjá rössum sem fyrr (10) 36. Frysta lóð fyrir Frón (7) 37. Hani og heimskingi fúlsar við kræsingum (6) 38. Skil áverka, enda fljótari að læra (6) 39. Set saman nefnd um réttar byggingaaðferðir (8) LÓÐRÉTT 1. Drattast til að finna einstakt hundaæðistil- felli (9)* 2. Smávaxin borga mót gírugra vinnuveitenda (14) 3. Rauðfætlingarugl er heilnæm jurtahræra (12) 4. Faldar telja að laumuspil sé rétt stefna (13) 5. Sveifluórói fer um geggjarann er dixílandið dunar (14) 7. Leyfist að nota afl (4) 8. Segja rennslisstuð ráðast af flóði og fjöru (10) 9. Er drulluterta illa ort bakkelsi? (8) 10. Höggstaður árstíðarinnar kallar á keðjur og þrúgur (11) 11. Ertu klikk, krakki, heyrirðu ekki brestina? (7) 16. Ét ofan í mig pár linda og húsgagna (10) 20. Hleð niður formum í fannferginu (12) 22. Lenda við snögga hreyfingu Presleys (11) 23. Fegra veislurnar og fögur fyrirheitin (10) 25. Aðlaga atburð (8) 26. Hugsum í jörðum (8) 28. Hin sanna tá míns besta og ruglaðasta vinar (7) 30. Kjaftæðið í afa og ömmu leiðir til mín (7) 31. Hefur afnot af broddstaf (7) 32. Burt með brellu, það er stórfínt (7) *Já, með d-i! Þið kærið þá bara annaðhvort mig eða ykkur kollótt. DÝR VIKUNNAR MARA Mörur eru stór nagdýr sem finnast víða í sunnanverðri Suður-Ameríku. Þær líkjast stórum hérum eða kanínum með langar lappir og lítil eyru, og eru fjórða stærsta nagdýr veraldar, á eftir flóðsvínum, bjórum og puntsvínum. Fullvaxin getur maran orðið 45 sentimetrar á hæð og allt að ellefu kíló að þyngd. Til eru tvær tegundir af mörum, annars vegar sú smærri sem kennd er við Chaco-svæðið í Bólivíu, Paragvæ, norðanverðri Argentínu og hluta Brasilíu. Hins vegar Patagóníu-maran, sem er stærri og lifir syðst í álfunni, á svæði sem kallað er Patagónía. Mörur eru nokkuð fráar á fæti– geta hlaupið á upp undir 30 kílómetra hraða– og stokkið býsna hátt, allt að 1,8 metra. Þær velja sér maka fyrir lífstíð og skipta ekki nema ef sá fellur frá. Þær eru hins vegar líka hópdýr, sem er allsérstök blanda í spendýraríkinu. Ung- arnir eru mjög þroskaðir við fæðingu og geta byrjað að ganga, eða öllu heldur hoppa, um nánast strax og þeir eru komnir úr móðurkviði. Mörur búa í holum sem þær grafa sér í jörðina og eru fljótar að forða ungunum þar niður ef hætta steðjar að. Þær eru talsverðar mannafælur og breyta jafnvel lifnaðarmynstri sínu verulega til að forðast samskipti við mannfólk, hætta til dæmis að ferðast um á daginn og gerast næturdýr. Á hinn bóginn er auðvelt að hæna þær að mannfólki frá unga aldri ef vilji er til þess, þótt ekki séu þekkt mörg dæmi þess að þær séu beinlínis gæludýr. Og maran á ekkert skylt við óvættina sem við Íslendingar köllum möru. Sagan segir að hún leggist á fólk í svefni og valdi því martröðum. Ekki er vitað til þess að suður-ameríska maran hafi orðið uppvís að því. - sh Mannfælið en trygglynt risanagdýr MEÐ MIKINN STÖKKKRAFT Maran getur stokkið mannhæðarhátt þótt hún sé tiltölulega letileg á þessari mynd. Hreysti – Gleði – Vellíðan – Hreyfing – Styrkur – Samhæfing – Tækni – Túlkun Vilt þú læra á listskauta? Listskautanámskeið Fyrir 5 – 16 ára Fríir prufutímar! Námskeiðin hefjast laugardaginn 31. ágúst og eru ætluð bæði strákum og stelpum. Hægt er að velja 8 vikna námskeið (31. ágúst - 23. október) eða 15 vikna námskeið (31. ágúst - 15. desember). Æfingar fara fram í Egilshöllinni / Kennt er í litlum hópum þar sem skipt er eftir bæði getu og aldri. Liðleiki, jafnvægi, þol, styrkur, snerpa, túlkun, samhæfing og tækni Stundatafla • Laugardagar: Svell kl. 12:20 – 13:00 • Miðvikudagar: Svell kl. 16:20 – 17:00 / Þrek kl. 17:20 – 18:00 Nánari upplýsingar varðandi námskeiðin veita: • Berglind Rós Einarsdóttir, yfirþjálfari s: 899-3058 • Erlendína Kristjánsson, skautastjóri s: 697-3990 • Kristrún Elva Jónsdóttir, gjaldkeri s: 849-6746 Skráning www.bjorninn.com/Listskautar Skráningardagar verða í Egilshöll (við skautasvellið á 2. hæð) laugardaginn 24. ágúst og laugardaginn 31. ágúst kl. 10 - 13 þar sem hægt verður að fá frekari upplýsingar varðandi námskeiðin, s.s. þjálfun, skráningu og annað sem viðkemur íþróttinni. Einnig má senda tölvupóst á gjaldkerilist@bjorninn.com Þjálfarar listskautadeildar: Erlendína Kristjánsson, skautastjóri og þjálfari Clair Wileman, yfirþjálfari A og B deilda Andrew Place, ólympíufari, yfirþjálfari C deildar Berglind Rós Einarsdóttir, yfirþjálfari skautaskóladeildar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.