Fréttablaðið - 17.08.2013, Qupperneq 97
LAUGARDAGUR 17. ágúst 2013 | MENNING | 53
Stuðmenn ásamt Björgvin Halldórssyni,
Diktu, Valdimar og Á móti sól spila á stór-
tónleikum Bylgjunnar sem verða á Ingólfs-
torgi á menningarnótt 24. ágúst. Tónleikar
þessir hafa fyrir margt löngu fest sig í sessi
sem einn stærsti viðburður menningarnæt-
ur. Þeir hefjast stundvíslega klukkan 20.30
og lýkur rétt áður en flugeldasýningin hefst.
Tónleikarnir verða sendir út beint á Bylgj-
unni. Hægt er að hlusta á þá í nýlegu appi
Bylgjunnar sem hlaðið hefur verið niður í
um 50 þúsund snjallsíma að undanförnu.
Tjúllum og tjei, fjölskylduskemmtun
Bylgjunnar, verður á Ingólfstorgi um miðjan
daginn. Bylgjan hefur farið með þáttinn
Tjúllum og tjei um landið á laugardögum
í sumar og ferðinni lýkur á Ingólfstorgi á
menningarnótt. Þátturinn verður sendur
út frá kl. 12.20 til 16 og umsjónarmenn
eru Valtýr Björn Valtýsson og Jóhann
K. Jóhannsson. Fram koma Sveppi
og Villi, Friðrik Dór og Glaðasti
hundur í heimi, Einar Mikael
töfra maður, Björgvin Halldórs-
son, Matti Matt, Sigga Beinteins
og Rokka billy-bandið, auk þess sem
Dans & Jóga verður með zumba-
partí.
Stuðmenn og Tjúllum og tjei
Bylgjan býður upp á stútfulla dagskrá á Ingólfstorgi á menningarnótt.
Hjónaband Khloe Kardashian
og Lamars Odom mun vera á
bláþræði þessa dagana en sögur
um framhjáhald Lamars hafa
farið eins og eldur í sinu undan-
farið. Nú hafa tvær konur sagst
hafa sofið hjá körfuboltastjörn-
unni þrátt fyrir að hann sé heit-
bundinn Khloe.
Önnur kvennanna, Polina
Polonsku, heldur því fram að
þau Lamar hafi átt í sex vikna
ástarsambandi sem mun hafa
byrjað sama kvöld og haldið
var steypiboð fyrir Kim, systur
Khloe, eða þann 2. júní síðast-
liðinn.
Khloe og Lamar segja sög-
urnar ekki sannar og að þau séu
ekki á leiðinni að skilja. - hó
Sakaður um
framhjáhald
KHLOE KARDASHIAN Segir hjónaband
þeirra Lamar Odom ekki vera í hættu
vegna sögusagna um framhjáhald hans.
NORDICPHOTOS/GETTY
Hljómsveitin Buff heldur dans-
leik á Hótel Örk í kvöld í tilefni
af bæjarhátíðinni Blómstrandi
dagar, sem hefur verið haldin í
Hveragerði um árabil. Þetta verð-
ur í fyrsta sinn sem Buff spilar á
Blómstrandi dögum.
Hljómsveitin hefur verið mjög
iðin við spilamennsku í sumar
og má þar helst nefna viðburði
eins og Sjómannadaginn á Patró,
Markaðsdagana á Bolungar-
vík, Neistaflug í Neskaupstað
og Þjóðhátíð í Eyjum. Hugsan-
lega kemur út nýtt efni með
Buffi í haust en nokkuð langt er
liðið síðan nýtt lag kom út með
sveitinni. - fb
Buff á Blómstr-
andi dögum
BUFF Hljómsveitin spilar á Hótel Örk
í kvöld.
STUÐ Á BYLGJU-
TÓNLEIKUM
Stuðmenn spila á
stórtónleikum Bylgjunn-
ar á menn ingarnótt
ásamt Björgvin
Halldórs, Diktu, Valdi-
mar og Á móti sól.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Lambabógsteik
Í SVEPPAMARINERINGU
GÓMSÆT NÝJUNG!
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
51
0
89