Fréttablaðið - 06.09.2013, Side 18

Fréttablaðið - 06.09.2013, Side 18
6. september 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | Viðskiptatækifæri Áhugasamir aðilar hafi samband við Guðna Halldórsson sími 414 1200, gudni@kontakt.is Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is Stórt þvottahús og efnalaug Glæsilegt og vel tækjum búið þvottahús og efnalaug með móttökustaði víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Góður rekstur í miklum og hröðum vexti. Tækifæri til enn meiri vaxtar án frekari tækjakaupa, sérstaklega á fyrirtækjamarkaði. Góð lán geta fylgt. H a u ku r 0 9 .1 3 MENNTUN „Þetta er búið að vera fjör og keyrsla en auðvitað skemmtilegt líka,“ segir Atli Steinn Bjarnason, formaður Nemendafélags Fjöl- brautaskólans í Breiðholti, en þar fór fram busavígsla í gær. „Við skiptum busunum upp í fjóra hópa og einn þeirra málaði meðal annars nemendafélagsherbergið,“ segir Atli Steinn um busavígsluna sem nýnemarnir máttu þola í gær. „Síðan var sett upp bootcamp- braut hér á lóðinni,“ segir Atli Steinn en það voru bootcamp-þjálf- arar sem settu brautina upp fyrir utan skólann. Atli Steinn segir að busarnir hafi ráðið sjálfir hvort þeir tækju þátt í busuninni. Ari Eldjárn fór svo með gaman- mál og hljómsveitin Dorian Grey spilaði fyrir nemendur. „Svo verður busaball á Rúbín,“ segir Atli Steinn en ballið fór fram í gærkvöldi. Þá spilaði glysrokks- veitin Diamond Thunder fyrir dansi ásamt rappsveitinni Úlfur Úlfur. „Þetta verður bara konfettí og snilld,“ segir Atli Steinn. Það voru ekki bara nýnemar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti sem voru busaðir í gær. Nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík buðu nýnema velkomna með marg- víslegum hætti, meðal annars með hinni klassísku tolleringu. -vg Glitpappír, tollering og þrautabraut Það var mikið fjör hjá nemendum Fjölbrautaskólans í Breiðholti og hjá nemum í Menntaskólans í Reykjavík. Nýnemar voru tolleraðir í MR eins og hefðin segir til um en nemarnir í FB voru látnir mála nemendafélagsherbergið. ÞRAUTABRAUT Nýnemar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti þurftu að fara í gegnum þrautabraut. ÓGIRNILEG BRAUT Busarnir höfðu frjálst val um að taka þátt í brautinni. BLÓÐUGIR BÖÐLAR Þeir voru ófrýnilegir nemarnir sem tóku á móti nýjum nemum í MR. LÍFLEGIR UPPVAKNINGAR Menntaskólanemarnir sýndu spariandlitið í busuninni. GÆGÐUST ÚT UM GLUGGANN Nýnemum leist illa á aðstæður. KLASSÍSK TOLLERING Það er gömul hefð að tollera nýnema í Menntaskólanum í Reykjavík. Í MYNDUM | 18 BUSAVÍGSLUR Í FRAMHALDSSKÓLUM LANDSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.