Fréttablaðið - 26.09.2013, Page 4

Fréttablaðið - 26.09.2013, Page 4
26. september 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 LEIÐRÉTT Rangt var farið með tölur um fjölgun heimafæðinga hér á landi síðastliðin tíu ár í frétt blaðsins í gær. Hið rétta er að slíkum fæðingum fjölgaði um 296 prósent milli 2002 og 2012. Þá var heimafæðingaljósmóðirin Arney Þórarinsdóttir rangnefnd í fréttinni. STJÓRNSÝSLA Heimsótti Þjóðminjasafnið Forsætisráðherra heimsótti Þjóðminja- safnið í byrjun vikunnar. „Dagskrá forsætisráðherra lauk með kynningu í Þjóðmenningarhúsi á áformum safnsins varðandi uppbyggingu þar í næstu fram- tíð,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Málefni tengd varðveislu menningar- arfsins og minjavernd heyra undir for- sætisráðuneytið. STJÓRNSÝSLA Sigurður Már Jóns- son hefur verið ráðinn upplýsinga- fulltrúi ríkisstjórnarinnar og hefur störf 1. október næst- komandi. Sigurður, sem fæddur er 1960, hefur starfað við blaðamennsku síðan 1985, þar á meðal sem aðstoðarrit- stjóri og rit- stjóri Viðskiptablaðsins. Sigurður sagði í samtali við Fréttablaðið að ráðningin hefði ekki átt sér langan aðdraganda. - hg Réðu Sigurð Má Jónsson: Nýr upplýsinga- fulltrúi ríkisins SIGURÐUR MÁR JÓNSSON. SVÍÞJÓÐ Steinn úr ólífu varð til þess að upp komst um þjófa í Svíþjóð sem taldir eru tilheyra alþjóðlegu þjófagengi. Fjórir menn eru nú í haldi grun- aðir um fjölda innbrota í íbúðir í Stokkhólmi, Eskilstuna og Upp- sölum í sumar. Meðal sönnunar- gagna er steinn úr ólífu sem lá á eldhúsgólfinu í einu húsanna sem brotist var inn í. Erfðaefni fannst á steininum, sem var úr ólífu sem einn þjófanna hafði gætt sér á. Við handtöku mannanna fann lögreglan tvo stóra geymslustaði með þýfi úr um þrjátíu innbrotum. -ibs Innbrot í Svíþjóð: Steinn úr ólífu sönnunargagn ÓLÍFUR Erfðaefni úr þjófi fannst á steini úr ólífu. NORDICPHOTOS/GETTY NEYTENDUR Bónus karríkrydd, framleitt í síðasta mánuði, hefur verið innkallað vegna gruns um salmonellumengun. Í tilkynningu frá Matvæla- stofnun kemur fram að Salmo- nella muenchen hafi greinst í einni dós af vörunni við innra eftir lit hjá Kötlu matvælaiðju sem framleiðir kryddið. Þeim sem hafa keypt vöruna þar sem síðasti söludagur er 13.08.2014 er bent á að skila henni til framleiðanda. - þj Vara frá Kötlu innkölluð: Salmonella í karríkryddi INNKALLAÐ Bónus karríkrydd hefur verið innkallað. MYND/MAST 84% Íslendinga segjast oftast nota olíu við matargerð en hlutfall þeirra sem nota smjörlíki er aðeins um 8%. Í elsta aldurshópnum nota 73% oftast olíu, 14% smjörlíki og 10% smjör, en í öðrum aldurshópum er hlutfallið 88% olía, 6% smjörlíki og 4% smjör. Heimild: Hvað borða Íslendingar. Könnun á mataræði Íslendinga, 2011. ORKUMÁL Sala á raforku frá Íslandi til útlanda í gegnum sæstreng gæti skilað þjóðarbúinu 40 milljörðum króna á ári. Þetta kemur fram í skýrslu sem fjármálafyrirtækið GAMMA vann fyrir Landsvirkjun um áhrif sæstrengs á hag íslenskra heimila. Í skýrslunni kemur fram að lagning sæstrengs auki öryggi og skilvirkni í orku- vinnslu. Ásgeir Jónsson, efnahagsráðgjafi GAMMA, segir viðbúið að raforkuverð muni hækka hér á landi með tilkomu sæstrengs en hægt væri að bregðast við því með því að nota hluta af hagnaði raforkusölunnar til að niðurgreiða verð til heimila. „Raforkuverð á Íslandi er mun lægra en þekkist í Evrópu. Það gæti ein- hver hækkun átt sér stað en óvíst er hversu mikil hún kynni að verða. Raforkuverð á Íslandi verður alltaf lægra en í útlöndum. Bara flutningskostnaður í gegnum strenginn þýðir að við verðum með lægra raforkuverð en úti,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir hagkvæmast að leggja sæstreng til Bretlands. „Það er töluverður skortur á grænni orku í Bretlandi. Bretar eru lengst frá því að uppfylla markmiðin um nýt- ingu grænnar orku og þeir eru því tilbúnir að bjóða hátt verð,“ segir Ásgeir. - hks Raforkuverð gæti hækkað með tilkomu sæstrengs til Bretlands en ábati er sagður gríðarlegur: Strengur gæti skilað 40 milljörðum árlega FUNDAÐ UM SÆSTRENG Hörður Arnarson var meðal gesta á fundinum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sigurður Helgi Grímsson sigurdurhg@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Laugardagur 5-10 m/s. ÚRKOMULÍTIÐ SYÐRA Það verður norðlæg átt ríkjandi á landinu næstu daga með úrkomu norðan og austan til en annars úrkomulítið. Gengur í suðlæga átt um helgina og léttir víðast hvar til. 4° 7 m/s 5° 5 m/s 10° 3 m/s 10° 2 m/s Á morgun 3-8 m/s. Gildistími korta er um hádegi 7° 3° 6° 4° 2° Alicante Basel Berlín 28° 25° 14° Billund Frankfurt Friedrichshafen 14° 20° 24° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 13° 13° 27° London Mallorca New York 19° 28° 21° Orlando Ósló París 31° 13° 24° San Francisco Stokkhólmur 20° 9° 8° 2 m/s 8° 3 m/s 7° 2 m/s 6° 4 m/s 5° 3 m/s 6° 5 m/s 3° 2 m/s 7° 2° 9° 5° 2° KJARASAMNINGAR „Við viljum nýja þjóðarsátt um betri lífskjör með lækkun verðbólgu og vaxta,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, þegar samtökin kynntu áherslur sínar í komandi kjarasamningum. Samtökin telja að betra efnahagsumhverfi leiði til aukinna fjárfestinga fyrirtækja og kröftugri hagvaxtar. Þau telja að aukin fjárfesting skili 10 til 15 þúsund störfum á næsta ári. Samtökin telja ekki mikið svigrúm til launahækkana. Þorsteinn segir að samtökin líti til Norðurlandanna í því sam- bandi. Þar hafi mönnum tekist að halda verðbólgu í skefjum en þar hafa launabreytingar á ári verið hálft til tvö prósent. Reynslan frá Norðurlöndunum sýni að hægt sé að auka kaupmátt með hófstilltum launahækkunum yfir lengri tíma og það hafi gerst á tímum þjóðarsáttarsamninganna hér á landi. Björgólfur Jóhannsson, formaður samtakanna segir að þau vilji semja til eins árs. Á þeim tíma ætti að vera komin skýrari mynd af stefnu ríkis- stjórnarinnar í ríkisfjármálum næstu ár og áform um afnám gjaldeyrishafa ætti að liggja fyrir. Samtökin telja að á næsta ári verði að huga að því að breyta vinnulagi við gerð kjarasamninga. Þeir verði að byggjast meira á getu hverrar atvinnugreinar til að greiða laun. „Það yrði samið um kostnaðarsvigrúm kjarasamnings en ekki hin eiginlegu laun í heildarkjarasamningi,“ segir Þorsteinn. Samningar um laun myndu færast inn í fyrirtækin. johanna@frettabladid.is Lítið svigrúm sagt til launahækkana Samtök atvinnulífsins telja að í nýjum kjarasamningum verði að nást sátt um lækkun verðbólgu og vaxta. Samtökin vilja ekki semja lengur en til eins árs. Stefna verði að „þjóðarsátt“. Kallað á breytt vinnulag við gerð kjarasamninga. NÝ ÞJÓÐARSÁTT Samtök atvinnulífsins vilja nýja þjóðarsátta- samninga. Aðildarfyrirtæki SA eru um tvö þúsund. Hjá félags- mönnum SA starfar um helmingur launamanna á almenna vinnumarkaðnum hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Samtök atvinnulífsins segja að skuldir heimilanna nemi tvö þúsund milljörðum króna. Hver prósenta í verðbólgu leggi 20 milljarða króna byrði á heimilin í formi vaxta og verðbóta. Heildarlaun landsmanna nema 800 milljörðum króna og því hækka tekjur heimilanna um 8 milljarða þegar laun hækka um eina prósentu og um fimm milljarða eftir greiðslu tekjuskatts. Ávinningur heimilanna af eins prósents hjöðnun verðbólgu sé að minnsta kosti fjórfalt meiri en af eins prósenta launahækkun. Skulda tvö þúsund milljarða Samtök atvinnulífsins segja að nærri níu þúsund manns hafi flutt af landi brott umfram aðflutta á árunum 2009 til 2012. Þrátt fyrir það vanti enn um átta þúsund störf fyrir fólk á Íslandi sem er án vinnu. Ef vel ætti að vera þyrfti því að skapa 10-15 þúsund störf hér á landi á næstu árum en á hverju ári bætast allt að tvö þúsund manns við vinnumarkaðinn. Vantar átta þúsund störf H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA pizzaostur á tilboði Þú finnur girnilegar uppskriftir á gottimatinn.is tilboð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.