Fréttablaðið - 26.09.2013, Síða 22
26. september 2013 FIMMTUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Sara McMahon sara@frettabladid.is
VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
FRÁ DEGI
TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
Sjónarsviptir úr borginni
Nú er Gísli Marteinn barasta hættur
í pólitík og kominn yfir á RÚV til
þáttagerðar. Þetta er nú sennilega
ekki útspil til að kveða niður tal um
vinstri slagsíðu á RÚV, enda er Gísli
Marteinn ekki í miklum hávegum
hafður í þeim kreðsum sem hæst
hafa látið um stofnunina. Hins
vegar verður fróðlegt,
mögulega einkenni-
legt, að sjá hvernig
hann mun/mun
ekki tækla kom-
andi borgarstjórnar-
kosningar í vor.
Allir fái þátt
Nú ættu annars allir aðrir flokkar
– samkvæmt furðulega víðtekinni
skilgreiningu á hlutlægnishugtakinu–
að fá eins og einn sveitarstjórnarfull-
trúa í þáttastjórnun fyrir Sjónvarpið.
Gísli Marteinn er annálaður fyrir
hressleika og það hljóta að finnast
einhverjir slíkir í öðrum flokkum.
Augljóst val fyrir Framsóknar-
menn er Ómar Stefánsson
í Kópavogi, sem hefur
vakið athygli fyrir opinská
ummæli og hugmyndir
eins og að breyta nafni
bæjarins í Kópavogsborg og
að kanna hvort banna ætti
reykingar alfarið í landi
sveitar-
félagsins.
Athugasemd
Vegna þess sem fram kom í þessum
dálki í gær vill blaðamaðurinn
Ómar R. Valdimarsson taka fram að
hann hafi ekkert við það að athuga
að fjallað sé um fjármál fótbolta-
mannsins Eiðs Smára Guðjohnsen
opinberlega. Hins vegar telji hann
framsetningu fréttar DV á mánudag
rætna og ósmekklega, sérstaklega
að ónafngreindur heimildarmað-
ur sé fenginn til að tjá sig um
hugsanlegt gjaldþrot Eiðs Smára
og vangaveltur um að Eiður þurfi
mögulega í náinni framtíð að
spila á Íslandi „eða í annarri mjög
lágt skrifaðri deild í Evrópu“ fjár-
hagsstöðu sinnar vegna. Því er hér
með komið á framfæri.
thorgils@frettabladid.is,
stigur@frettabladid.is
Í aðsendum greinum á vefnum visir.is er
að finna athyglisverða grein frá 14.
september sl. eftir Benedikt Ó. Sveins-
son lækni, undir yfirskriftinni „Er
fákeppni að sliga Landspítalann?“. Þar
rekur Benedikt frá sínum sjónarhóli sögu
spítala sameininga og vekur á því athygli
að með sameiningunum hafi samkeppnis-
hvötum í spítalarekstri verið eytt. Færir
hann meðal annars rök fyrir því að
skortur á samkeppni kunni að vera rót
þess mannauðsvanda sem Landspítalinn
stendur frammi fyrir.
Grein Benedikts er allrar athygli
verð. Hún minnir okkur á að þær leiðir
sem yfirvöld hafa farið hér á landi í
þróun heilbrigðiskerfisins eru mjög frá-
brugðnar þeim leiðum sem frændur
okkar Svíar hafa farið.
Þarlend yfirvöld hafa lagt á það
áherslu að nýta krafta samkeppninnar
til þess að tryggja góða og hagkvæma
heilbrigðisþjónustu, t.d. með því að auka
valfrelsi sjúklinga. Uppbygging mennta-
kerfisins þar í landi er byggð á sömu for-
sendum. Þetta gera Svíar án þess að slá í
nokkru af norrænni velferðarstefnu.
Stjórnvöld hér á landi hafa því miður
ekki haft sömu stefnu að leiðarljósi.
Liggur við að sú litla samkeppni sem
finna má á þessum sviðum sé litin horn-
auga. Fyrir einhvern misskilning ber
hugtakið einkavæðingu fljótt á góma
þegar talið berst að þessu.
Samkeppnisyfirvöld hér á landi vilja
stuðla að umræðu um samkeppnishvata
í heilbrigðis- og menntamálum. Á ráð-
stefnu sem haldin verður föstudaginn 27.
september nk. verður fjallað sérstaklega
um þessi álitaefni.
Á meðal þátttakenda í vinnustofu um
þetta verða Illugi Gunnarsson, mennta-
og menningarmálaráðherra, Björn
Zoëga, forstjóri Landspítalans, Krist-
ina Geiger, aðstoðarforstjóri sænska
samkeppniseftirlitsins, Oddur Steinars-
son, læknir í Gautaborg, Viktor Norman,
prófessor við Norges Handelshöjskole
og Cristiana Vitale, hagfræðingur hjá
OECD. Vilhjálmur Egilsson, rektor á Bif-
röst, stýrir vinnustofunni.
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má
finna á vef Samkeppniseftirlitsins, www.
samkeppni.is.
Af samkeppnishvötum í
heilbrigðis- og menntamálum
SAMKEPPNI
Páll Gunnar
Pálsson
forstjóri Sam-
keppniseft irlitsins
H
ver er undirstaða velferðar og velgengni íslenzku
þjóðarinnar í framtíðinni? Að sjálfsögðu menntun
þjóðarinnar og þekking, sem mun bæði skapa velferð
og verðmæti. Mannauðurinn er ótakmörkuð auðlind og
ætti með réttu að standa undir hagvexti í framtíðinni.
Náttúruauðlindirnar okkar eru dýrmætar, en þær eru takmarkaðar
og við munum ekki ná mikið meiru út úr þeim með hefðbundinni
nýtingu. Með þekkingu og rannsóknum má hins vegar nýta þær
betur, hvort sem við horfum til orkunnar, fiskstofnanna, náttúru-
perlanna eða ræktarlandsins.
Samt er það svo að á Íslandi
nútímans tekst ekki að skapa
þær aðstæður að þekkingin sæki
inn í landið. Þvert á móti virðist
dýrmætasta þekkingin á hröðum
landflótta.
Þetta er áberandi í heilbrigðis-
kerfinu, þar sem starfsfólk með
dýrmæta þekkingu er eftirsótt á
alþjóðlegum vinnumarkaði og kýs að fara snemma til framhalds-
náms í útlöndum eða koma ekki heim úr slíku námi vegna óviðun-
andi kjara og starfsaðstæðna hér heima. Fyrr í vikunni var sagt frá
könnun meðal nemenda í heilbrigðisgreinum við Háskóla Íslands.
Aðeins 13 prósent þeirra sáu Landspítalann, stærsta þekkingar-
fyrirtæki landsins, fyrir sér sem framtíðarvinnustað sinn.
Vísindarannsóknir á Íslandi eru fjársveltar. Í gær skrifuðu
fjórtán kennarar við stærstu háskóla landsins grein í Fréttablaðið,
þar sem þeir lýstu áhyggjum af því að hugsanlega yrði engum
nýjum styrkjum úthlutað úr Rannsóknasjóði Rannís á næsta ári og
þarnæsta. Vísindamennirnir segja að þá sé fjöldi rannsóknarhópa
í hættu. Það muni bitna sérstaklega á ungu vísindafólki sem sé
að hasla sér völl við rannsóknir og geti ekki beðið í tvö ár eftir að
sjóðurinn rétti úr kútnum.
Hvað er líklegast að verði um þetta fólk? Jú, auðvitað að það snúi
aftur til útlanda þar sem eftirspurn er eftir starfskröftum þess
og vísindarannsóknir fjármagnaðar með styrkjum úr öflugum
samkeppnissjóðum. Framlag þess nýtist þá til framfara og atvinnu-
uppbyggingar í einhverjum öðrum löndum.
Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti, sagði líka
frá því í gær að Samtök iðnaðarins hefðu miklar áhyggjur af því
að þekkingar- og tæknifyrirtæki flýðu úr landi. Undanfarin ár
hafa sex slík flutt burt eða hætt starfsemi, sjö verið seld eða flutt
höfuðstöðvarnar til útlanda og hluti stjórnendateymis fimm til
viðbótar flutt úr landi. Lykilfólk sem hefur lagt mikið til þróunar
hátækniiðnaðar á Íslandi býr nú annars staðar. Gjaldeyrishöftin
eru helzti áhrifavaldurinn um þessa þróun. Flest fyrirtækin hafa
þó haldið áfram þróunarstarfi hér á landi og Davíð Lúðvíksson,
forstöðumaður hjá SI, segir að þróunarumhverfið hér á landi sé að
mörgu leyti gott.
Land, sem þarf að byggja upp eftir hrun, má ekki við því að
missa færustu vísindamennina og efnilegustu sprotafyrirtækin
úr landi. Hvernig er hægt að vinna á móti þeirri þróun? Til dæmis
með því að forgangsraða í þágu vaxandi greina og skera frekar
niður óhagkvæma styrki til staðnaðra frumframleiðsluatvinnu-
greina. Með því að efla samkeppnissjóði sem styrkja vísindarann-
sóknir en draga úr fjárveitingum beint til stofnana eftir atvinnu-
greina- eða byggðapólitískum sjónarmiðum. Með því að viðurkenna
að hæfasta fólkið með dýrmætustu þekkinguna er hreyfanlegast
og eftirsóttast á alþjóðavettvangi. Og með því að setja fram
trúverðugt plan um afnám gjaldeyrishaftanna. Þetta væri alltént
góð byrjun.
Þrengt að þekkingarfyrirtækjum og rannsóknum:
Þekking á flótta
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
BORG RESTAURANT
óskar eftir að ráða:
NORA MAGASIN
óskar eftir að ráða:
ÞÚ ÞARFT AÐ HAFA:
ÞÚ ÞARFT AÐ HAFA:
ERTU TIL? Hafðu þá samband og láttu ferilskrá fylgja með.
Netfangið er gudlaug.maria@borgrestaurant.is
BORG RESTAURANT & NORA MAGASIN
AUGLÝSA EFTIR FRAMÚRSKARANDI FÓLKI
lærða þjóna í 100% stöðu
hlutastarfsfólk í sal
barþjóna
barþjóna
starfsfólk í sal
reynslu
metnað, drifkraft og frumkvæði
hæfni í mannlegum samskiptum
reynslu
metnað, drifkraft og frumkvæði
hæfni í mannlegum samskiptum
-fullt starf og hlutastarf