Fréttablaðið - 26.09.2013, Blaðsíða 32
KYNNING − AUGLÝSINGSparneytnir bílar FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 20132
Magnús N. Reykdalsson hjá metanbill.is, sem sérhæfir sig í að breyta bílum í
metanbíla, svarar hér nokkrum
algengum spurningum er varða
breytinguna.
Er hægt að breyta öllum bílum í
metanbíla?
Já, það má segja að langflestir
bílar séu breytanlegir. Þó eru alltaf
undantekningar.
Hvernig er ferlið – hvernig berið
þið ykkur að við að breyta bíl?
Það fer þannig fram að þú kemur
á bílnum þínum til okkar í Gufu-
nesið og við förum saman yfir það
hvernig þú vilt hafa kútinn/kútana
þar sem hentar best fyrir þig og er
framkvæmanlegt. Svo gerum við
þér tilboð í breytinguna og bókum
tíma ef svo ber undir.
Hvað tekur breytingin langan
tíma?
Við erum yfirleitt að gefa okkur
tíu virka daga.
Hvaða ávinning hefur það í för
með sér að breyta í metanbíl?
Ávinningurinn er sá að þú ert
að nota eldsneyti sem kostar 149
krónur lítrinn og er innlent. Þetta
er ótrúlega fljótt að borga sig upp.
Eins fá metanbílar að leggja frítt í
stæði í borginni, auk þess sem allir
metanbílar borga lægstu mögu-
legu bifreiðagjöld sem eru í dag
um 5.600 krónur hvort tímabil. Það
getur munað mjög miklu á stærri
bílum, sem eru jafnvel að borga hátt
í hundrað þúsund á ári í bifreiða-
gjöld. Ef bíllinn er yngri en sex ára
þegar við breytum honum færðu
endurgreiðslu á vörugjöldum upp
á 20% af verði breytingarinnar en
þó að hámarki 100 þúsund.
Hver er kostnaðurinn?
Kostnaðurinn er mjög misjafn,
fer eftir fjölda sílindra bílsins sem
á að breyta og fjölda kúta sem fara í
bílinn. Ódýrasta breytingin kostar
498 þúsund og svo alveg upp úr.
Hvar er hægt að dæla?
N1 Ártúnshöfða og Olís í Álfa-
bakka eins og staðan er núna en
það opna fleiri stöðvar á næstunni,
meðal annars er stefnt á opnun á
Akureyri og að því að fjölga stöðum
í Reykjavík.
Hvað eru margir metanbílar á
landinu?
Ég þori nú ekki að segja alveg
til um það en ég gæti trúað að það
séu um 1.500 metanbílar á landinu
núna.
Hvað hafið þið breytt mörgum
bílum?
Við höfum breytt í kringum 500
bílum.
Hvernig virkar bíllinn eftir
breytingu?
Bíllinn virkar þannig að hann fer
alltaf í gang á bensíni og skiptir svo
yfir á metan þegar hann er orðinn
um 40 gráðu heitur. Hann sér sjálf-
ur um þetta og lætur þig svo vita
þegar metanið er búið. Við komum
fyrir takka í bílnum þar sem þú
getur fylgst með hve mikið er eftir
af metani og þar sem þú getur slökkt
á metankerfinu. Við breytum í raun
engu í bílnum sjálfum þar sem þetta
er alveg „stand alone“ kerfi, sem
sagt viðbót, þú getur áfram keyrt
eins langt og þig lystir þar sem við
minnkum ekkert bensíntank eða
þess háttar. Þú getur alltaf slökkt á
metankerfinu og þá er bíllinn eins
og óbreyttur bíll.
En er hægt að fá alla nýja bíla sem
metanbíla?
Já, það má segja það, svo fremi
að það sé bensínbíll. Það sem
meira er, ef þú ræðir það um leið
og þú ert að kaupa nýjan bíl færðu
endur greiðslu af vörugjöldum allt
að 1.250.000 krónum þannig að
stundum kemur það þannig út
að bíllinn er ódýrari með metan-
breytingu en án hennar. Þetta þarf
að gera í nýskráningarferlinu.
Ótrúlega fljótt
að borga sig
Magnús N. Reykdalsson, sölustjóri metanbreytinga hjá metanbill.is, segir
mikinn ávinning fólginn í því að breyta bíl í metanbíl. Lítrinn af metani kostar
149 krónur, metanbílar leggja frítt í stæði og bifreiðagjöld lækka.
Magnús segir hægt að breyta langflestum bílum. MYND/AÐALHEIÐUR
Það má gera margt skemmtilegt fyrir allan aurinn sem streymir í
vasa bíleiganda sem stundar sparakstur. Hér fyrir neðan eru fáein
hollráð fyrir sparakstur. Gott er að æfa sig smátt og smátt til að
verða meistari.
● Hafið bílinn beinskiptan. Með því næst betri stjórn á öku-
tækinu og auðveldara er að fínstilla sparakstur.
● Látið hraðakstur eiga sig. Því fastar sem stigið er á bensín-
gjöfina því meiri verður eldsneytisnotkun. Hraðakstur
sparar stundum tíma en sóar peningum. Best er að aka rétt
undir leyfilegum hámarkshraða.
● Látið bílinn renna í stopp í stað þess að bremsa. Takið fót-
inn af bensíngjöfinni þegar stöðvunarskylda er fram undan
og látið bílinn hægja á sér. Sé beðið með að bremsa fram á
síðustu stundu er dýrmætu eldsneyti eytt að óþörfu.
● Setjið bílinn í hlutlausan þar sem hann rennur vel. Með því
er nær engu bensíni eytt.
● Léttið farminn. Því þyngri sem bíll er því meira þarf hann
að erfiða. Út með óþarfa farangur og hafið skott og baksæti
auð.
● Veljið léttu leiðina í stað fallegri leiða sem liggja í gegnum
hæðir og dali. Finnið frekar vegi með færri umferðarljósum
og traffík. Jafnvel þótt sú leið sé lengri getur hún sparað um-
talsvert eldsneyti.
● Leggið í sólinni. Það heldur bílnum heitum og eyðir minna
eldsneyti en kaldur bíll.
● Hafið gluggana opna og fáið ferskt loft í bílinn í stað þess að
eyða eldsneyti í loftkælinguna.
● Drepið á vélinni og sparið bensínlítra. Bíll í lausagangi eyðir
mun meiru en það tekur að ræsa hann aftur.
Brunað án samviskubits
Arnþór Jón Þorvarðarson hefur lengi reynt að aka skynsamlega til að spara
bensíndropann. Raunverulegur
áhugi á sparakstri vaknaði hins
vegar ekki fyrr en hann ákvað fyrir
nokkru að skipta út gamla bílnum
fyrir nýjan. „Bílaframleiðendum
hefur orðið mikið ágengt síðustu ár
í smíði á sparneytnum bílum og því
umhugsunarefni hvort ekki borgi
sig í sumum tilfellum að yngja upp,“
segir Arnþór sem átti áður gamlan
VW Golf sem eyddi kringum tíu til
ellefu lítrum á hundraðið. Nýi bíll-
inn, sem einnig er VW Golf, hefur
aftur á móti uppgefna eyðslu upp á
fimm lítra á hundraðið. „Ef ég keyri
þúsund kílómetra á mánuði spara
ég 12.500 krónur í hverjum mánuði.
Sú upphæð fer langt til að vega upp
á móti fjármagns kostnaðinum sem
felst í því að yngja upp,“ lýsir hann.
Arnþór segir sparakstur skila
sér vel í veskið. „Ég hef reyndar
ekki gert sparaksturstilraunir með
nýja bílinn en hér áður fyrr tókst
mér að lækka eyðsluna um tvo
lítra á hundraðið með því einu að
aka skynsamlega,“ segir hann og
nefnir nokkrar viðmiðunarreglur
sem hann hefur í akstrinum.
„Þegar ég tek af stað reyni ég að
fara mjúkum fótum um bensín-
gjöfina í stað þess að botna hana,
og eyk hraðann jafnt og þétt,“ segir
Arnþór og minnist einnig á að þeir
sem aki beinskiptum bílum ættu
að kynna sér í hvaða snúningi sé
best að aka honum. „Oftast er betra
að vera með hann í lágum snún-
ingi.“
Ef Arnþór sér rautt ljós fram
undan byrjar hann að hægja á sér
með góðum fyrirvara og lætur bíl-
inn renna í mark. „Ef allt gengur
að óskum er komið grænt ljós áður
en maður stöðvar að fullu sem er
mjög gott enda eyðir maður heil-
miklu bensíni á því að taka af stað.
Síðan hef ég reynt að halda mig í
góðri fjarlægð frá næsta bíl, þá get
ég haldið mínum hraða og er ekki
í stöðugum hraðabreytingum.
Fyrir utan að það dregur úr mögu-
leikum á aftanákeyrslu,“ segir
Arnþór. Hann bendir á að best sé
að vera sallarólegur í umferðinni,
jafnvel þó fólk sé orðið of seint.
„Hér innan bæjar eru fjarlægðirn-
ar svo litlar að ekki skiptir höfuð-
máli að vera á tíu til tuttugu kíló-
metra meiri hraða, það breytir ekki
miklu á endanum.“
Arnþór segist ekki ala með sér
draum um sparaksturskeppni.
„Nei, ég sá þetta frekar sem
tækifæri til að kaupa nýjan bíl án
slæmrar samvisku,“ segir hann.
Sparakstur er góður
fyrir budduna
Arnþór Jón Þorvarðarson hefur mikinn áhuga á sparakstri. Áhuginn vaknaði
þegar hann ákvað að skipta út gamla bílnum fyrir nýjan eyðslugrennri.
„Ef ég keyri þúsund kílómetra á mánuði spara ég 12.500 krónur í hverjum mánuði. Sú
upphæð fer langt til að vega upp á móti fjármagnskostnaðinum sem felst í því að yngja
upp,“ lýsir Arnþór Jón sem keypti nýjan bíl sem eyðir umtalsvert minna en gamli bíllinn.
MYND/GVA