Fréttablaðið - 26.09.2013, Síða 34
KYNNING − AUGLÝSINGSparneytnir bílar FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 20134
ÁHUGI EYKST Á RAFBÍLUM
Þýskir bílaframleiðendur hafa
upplýst að þeir muni koma með
á markað sextán nýja rafbíla
fyrir árið 2016. Að auki komi
Audi, BMW, Ford, Mitsubishi og
Mercedes og jafnvel fleiri með
nýja tvinnbíla strax á næsta ári.
Bílaframleiðendur eru meðvitaðir
um að umhverfisvænir bílar eru
framtíðin og mátti sjá glæsilega
rafbíla á bílasýningu í Frankfurt
nú í september.
Evrópubandalagið hefur lagt
til að bílar losi ekki meira en sem
svarar 95 grömmum af koltvíildi
árið 2020. Margir telja að því
markmiði verði einungis náð með
aukningu á rafbílum og síðan
tvinnbílum. Á bílasýningunni
í Frankfurt, sem er sú stærsta í
Evrópu, mátti sjá aukinn áhuga
framleiðenda á umhverfisvænni
bílum og að það er margt að
gerast í þeim efnum.
FYRSTU RAFBÍLARNIR
Ólíkt því sem margir halda er rafbíllinn alls ekki nýleg uppfinning. Fyrsti rafbíllinn er talinn vera frá árinu
1888 og var smíðaður í Þýskalandi. Rafbílar nutu talsverðra vinsælda í lok 19. aldar og á fyrstu áratugum
þeirrar tuttugustu, þá helst í Bandaríkjunum. Rafmagnið þótti þægilegur og hentugur kostur til að knýja
bíla á þessu tímabili, sérstaklega í innanbæjarakstri. Þeir gáfu auk þess frá sér mun minni hávaða en
bensínbifreiðar og voru lausar við þann mikla óþef sem barst frá bensíninu. Ekki þurfti heldur að skipta um
gíra á rafbílum, ólíkt bensínknúnum bifreiðum, og eigendur rafbíla þurftu ekki að snúa þeim í gang með
handafli eins og nauðsynlegt var á bifreiðum sem gengu fyrir bensíni. Fyrir aldamótin 1900 áttu ýmsar teg-
undir rafbíla bæði hraða- og lengdamet. Þannig rauf rafbíllinn Jamais Contente 100 kílómetra múrinn árið
1899 þegar hann náði 106 kílómetra hraða. Fram á þriðja áratug síðustu aldar áttu rafbílar í fullu tré við
bensínknúna bíla þegar kom að almennu notagildi. Það breyttist þó upp úr 1930 þegar framleiðsla bensín-
knúinna bifreiða jókst hratt á sama tíma og olíuiðnaðurinn hóf einnig að vaxa að umfangi. Á stuttum tíma
varð rafbíllinn nær úreldur en bensínknúnar bifreiðar kostuð þá um helmingi minna en rafbílar.
AUKAFARANGUR EYKUR
ELDSNEYTISEYÐSLU
Farangursbox sem fest eru á
toppgrind bílsins auka geymslu-
plássið til muna svo fjölskyldan
kemst jafnvel af með minni og
eyðslugrennri bíl.
Boxið eykur þó vindmótstöðu
bílsins og fullhlaðið eykur boxið
þar að auki eldsneytiseyðslu
bílsins um allt að fimm prósent.
Farangursboxið skal því skilja
eftir í bílskúrnum þegar það er
ekki í notkun. Eins ætti að forðast
að aka um með óþarfa farangur
og dót í bílnum því 45 kíló í skott-
inu auka eldsneytiseyðslu um eitt
til tvö prósent.
Heimild: www.fueleconomy.gov
www.adalskodun.is og www.adal.is
Aðalskoðun, faggiltur skoðunaraðili í 19 ár
Reykjavík
Grjóthálsi 10
Sími 590 6940
Reykjavík
Skeifunni 5
Sími 590 6930
Hafnarfjörður
Hjallahrauni 4
(við Helluhraun)
Sími 590 6900
Kópavogur
Skemmuvegi 6
(bleik gata)
Sími 590 6935
Reykjanesbær
Holtsgötu 52
(við Njarðarbraut)
Sími 590 6970
HJÁ AÐALSKOÐUN ER BÍLLINN
Í GÓÐUM HÖNDUM
VERIÐ VELKOMIN Á GRJÓTHÁLSINN
Þaulreyndir fagmenn taka vel á móti þér þegar þú lætur skoða
bílinn þinn hjá Aðalskoðun. Nýjasta skoðunarstöðin okkar er að
Grjóthálsi 10. Hlökkum til að sjá þig, það er alltaf heitt á könnunni.
Opið kl. 8-17 virka daga – sími 590 6900