Fréttablaðið - 26.09.2013, Side 42
26. september 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 30
„Það er kannski dálítið skrýtið að
skrifa hlutina aftur á bak en bókin
Frá hestum til hestafla, sem er að
koma út hjá Uppheimum núna,
lýsir tímanum áður en dráttar-
vélarnar komu til sögunnar,“ segir
Bjarni Guðmundsson, verkefnis-
stjóri á Landbúnaðarsafni Íslands
á Hvanneyri, sem áður hefur
skrifað dráttarvélabækurnar Og
svo kom Ferguson og Alltaf er
Farmal fremstur. Þar með hefur
hann gert skil tímanum frá því
menn hófu að nota dráttarhesta
við túnrækt og heyskap fram til
nútímans, þar sem allt er í raun
gert með vélum.
Nú er hægt að fá bækurnar
þrjár í einni öskju sem ber titilinn
Vinnur meira vit en strit. „Hugs-
unin á bak við þetta er að halda
til haga sögulegum fróðleik og
vekja athygli á tækniþróunarsögu
landbúnaðarins, sem er í raun
sagan um það hvernig losað var
um vinnuafl sem vaxandi sérhæf-
ingarsamfélag þurfti á að halda,“
segir höfundurinn.
Bjarni rekur fyrstu kynni
bænda af vélaraflinu til „hins sæla
þúfnabana“ sem kom til landsins
árið 1921. Nýja bókin endar á því
hvernig jeppar voru notaðir sem
aflgjafar innan túngarðsins, við
plægingu, heyskap og fleira, að
sögn Bjarna. Hann kveðst ala með
sér þá kenningu að Íslendingar
eigi heimsmet í jeppanotkun við
jarðvinnslu og slátt. „ Jepparnir
voru sterkur samkeppnisaðili
hefðbundinna dráttarvéla á tíma-
bili en svo tóku þær yfir bústörfin
en jepparnir urðu samgöngutæki
og síðan leiktæki.“
Bjarni kveðst hafa verið kennari á
Hvanneyri frá því í fornöld! Tengsl
við fyrrverandi nemendur hafi nýst
honum vel við efnisöflun vegna bók-
anna og töluvert hafi streymt til hans
bæði af fróðleik og myndum. „Um 30
manns hafa líka lagt mér til minn-
ingarkafla til að varpa ljósi á hvernig
sam félagið tók tæknibreytingunum.
Það efni er ekki síður merkilegt en
það sem ég hef verið að tína saman,“
segir hann.
Útgáfuhóf vegna nýju bókar-
innar verður í Árbæjarsafni í dag
klukkan tvö. Á staðnum verða
gamlir jeppar eins og fjallað er
um í nýju bókinni.
gun@frettabladid.is
Jeppar voru afl gjafar
innan túngarðsins
Frá hestum til hestafl a er síðasta bókin í þríleik um vélvæðingu landbúnaðarins
á Íslandi eft ir Bjarna Guðmundsson á Hvanneyri. Hún fj allar bæði um hesta sem
dráttardýr og hvernig jeppar voru notaðir við jarðvinnu og slátt.
Í LANDBÚNAÐARSAFNINU Bókarhöfundurinn Bjarni á Herkúles-hestasláttuvél.
MYND/ÁSDÍS HELGA BJARNADÓTTIR
Diskurinn kom reyndar út í júlí en við
vorum öll úti um hvippinn og hvappinn
þannig að við náðum ekki að halda neina tón-
leika þá,“ útskýrir Sunna Gunnlaugs spurð
hvað valdi því að tríó hennar er að leggja
upp í tónleikaferð um landið til að kynna
diskinn Distilled, sem hlotið hefur mikið lof
í erlendum tónlistartímaritum undanfarið.
Fyrstu tónleikarnir eru í Hannesarholti
í kvöld og þar verður tríóið aftur annað
kvöld, en síðan liggur leiðin út á land og við-
komustaðirnir eru Grindavík, Akureyri
og Ísafjörður. „Við spilum svo sjaldan hér
heima,“ segir Sunna. „Ég man ekki einu
sinni hvenær tríóið var seinast með tónleika
á Íslandi, þannig að það var kominn tími til
að leyfa fólki að heyra í okkur.“
Sunna bjó lengi í New York, en flutti heim
fyrir nokkrum árum ásamt manni sínum
Scott McLemore, sem er trommuleikari
tríósins. Með þeim í tríóinu er Þorgrímur
Jónsson bassaleikari.
Þið eruð samt alltaf með annan fótinn úti,
ekki satt? „Jú, við spilum miklu meira úti
heldur en hérna heima. Við erum einmitt að
fara til Þýskalands og Danmerkur í mars til
að kynna nýja diskinn og svo erum við að
vinna í að komast á kanadískar djasshátíðir
næsta sumar.“
Distilled hefur eins og áður sagði hlotið
einróma lof gagnrýnenda, til dæmis valdi
djassgagnrýnandi Rhapsody hann sem einn
af tíu bestu diskum septembermánaðar.
Diskurinn fékk einnig nýlega umfjöllun
hjá London Jazz News sem segir Sunnu
vera „sérlega smekklegan píanista“ og
diskinn vera „ferskan og óaðfinnanlega
fram settan af þéttu tríói, stútfullu af hug-
myndum.“ Jazznytt í Noregi mælir með
Distilled í nýjasta tölublaði sínu og Jazz
Japan gefur honum einnig frábæra dóma og
segir „stemningu disksins ná hæðum sem
einungis topp-tónlist nær.“ Áheyrendur á
væntanlegum tónleikum ættu því að eiga
von á góðu. fridrikab@frettabladid
Kominn tími til að spila á Íslandi
Tríó Sunnu Gunnlaugs hefur í kvöld tónleikaferð um landið til að fagna útkomu disks síns Distilled, sem hlotið hefur einróma lof í
erlendum tónlistartímaritum. „Sérlega smekklegur píanisti” segir gagnrýnandi London Jazz News til dæmis um Sunnu.
TRÍÓ SUNNU GUNNLAUGS Áfangastaðirnir í
túrnum eru Reykjavík, Grindavík, Akureyri og
Ísafjörður. MYND/HÖRÐUR SVEINSSON
Síðasta laugardag hvers mánaðar
flytur Café Lingua sig í Gerðu-
bergssafn. Laugardaginn 28.
september verður þar dagskrá
um 1001 nótt í samstarfi við rit-
höfundana Mazen Marouf og Juan
Román. Meðal annars velta þeir
félagar því fyrir sér hver sé höf-
undur þessa fræga sagnasafns.
Mazen Maarouf, sem er frá
Palestínu, og Juan Roman, sem
kemur frá Kólumbíu, spjalla
fram og aftur um sagnasafnið.
Þeir munu leiða gesti í gegnum
sögu þess og merkingu bæði í
vestrænni og austrænni menn-
ingu og velta fyrir sér örlögum
þess. Stuttir valdir kaflar úr verk-
inu verða lesnir og gestum boðið
að taka þátt í opinni umræðu
um textann. Dagskráin fer að
langmestu leyti fram á ensku
en einnig að hluta á spænsku,
arabísku og íslensku.
Hver er höfundur
1001 nætur?
Rithöfundarnir Mazen Marouf og Juan Román skoða
hið heimsfræga sagnasafn 1001 nótt í Gerðubergi á
laugardaginn klukkan 14.
1001 NÓTT Mazen Maarouf, sem er frá Palestínu, og Juan Roman, sem kemur frá
Kólumbíu, spjalla fram og aftur um sagnasafnið.
„Blekking hins sjálfssprottna
og fleiri munir úr safni sak-
leysisins“ nefnist málþing sem
Reykjavíkur akademían býður
til á laugardaginn. Málþingið
snýst um skriðrætur og sakleysi
og þar munu Njörður Sigurjóns-
son, Viðar Halldórsson, Margrét
Elísabet Ólafsdóttir og Þorgerður
Þorvaldsdóttir kynna rannsóknir
sínar, ræða kenningalegar undir-
stöður og aðferðafræðilega nálgun.
Málþingið snertir á hugmyndum
um stjórnun menningar og menn-
ingu stjórnunar, listasögu og staf-
rænum veruleika samtímans, mis-
munarbreytum og tengslum þeirra
við sjálfsmyndarhópa og grasrótar-
hreyfingar. Einnig verður boðið
upp á umræður um þekkingu,
færni og félagslegt umhverfi.
Umræðustjóri verður Davíð
Ólafsson og málþingið stendur
frá klukkan 11 til klukkan 15 í sal
Reykjavíkurakademíunnar í JL-
húsinu við Hringbraut.
Skriðrætur og sakleysi
Reykjavíkur Akademían boðar til málþings.
Í tilefni 60 ára afmælis Brautarinnar - bindindisfélags
ökumanna er félagsmönnum boðið í móttöku í
Brautarholti 4a á afmælisdaginn, 29. september,
á milli kl. 15 og 17.
Skráning er á brautin.is og í síma 588 9070.
60 ára Allir nemendur í hverjum árgangi taka einn tónbókmenntaáfanga á önn þar sem
þau eru að stúdera ákveðin tímabil í tón-
listarsögunni,“ útskýrir Sigurður Hall-
dórsson, fagstjóri í tónlistardeild LHÍ,
spurður hvað liggi að baki tónleikunum í
dag. „Hluti af þessum tímum er verk-
legur þannig að nemendur komist í betra
samband við tónlistarsöguna með því að
flytja hana og æfa hana og upplifa hana
á eigin líkama.“
Uppistaða tónleikanna er hluti af
katalónska tónlistarhandritinu Llibre
vermell - eða Rauðu bókinni frá Mont-
serrat-klaustrinu skammt frá Barcelona.
Handritið er frá 14. öld og inniheldur keðju-
söngva á latínu og pílagrímasöngva á kata-
lónsku. Hópurinn, sem telur um 25 manns,
hefur undanfarnar vikur einbeitt sér að
bæði fræðilegum og verklegum þáttum tón-
listar frá miðöldum og endurreisn.
Tónleikarnir hefjast klukkan 12.30.
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.
- fsb
Syngja upp úr Rauðu bókinni
Hópur nemenda úr tónlistardeild LHÍ mun í hádeginu í dag fl ytja efnisskrá frá
miðöldum til upphafs 17. aldar í Hallgrímskirkju.
RAUÐA BÓKIN Upphaflega handritið að
Llibre vermell. Handritið er frá 14. öld.
MENNING