Fréttablaðið - 26.09.2013, Page 48

Fréttablaðið - 26.09.2013, Page 48
26. september 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 36 TÓNNINN GEFINN Freyr Bjarnason Þriðja plata kanadíska rapparans Drake, Nothing Was The Same, er nýkomin út. Fylgir hún í kjölfar tveggja annarra platna sem komu út í sumar sem flestir rappáhuga- menn biðu einnig spenntir eftir, Yeezus með Kanye West og Magna Carta Holy Grail með Jay Z. Nothing Was The Same kemur út á vegum Young Money Entertain- ment, Cash Money Records og Uni- versal Republic. Við upptökurnar fékk Drake til liðs við sig hóp gesta rappara, eða 2 Chainz, Big Sean, Jay Z, Jhené Aiko og Sampha. Einnig syngur Majid Jordan í smá- skífulaginu Hold On, We´re Going Home. Tvö önnur lög hafa komið út á smáskífum, Started From the Bottom og All Me, þar sem 2 Chainz og Big Sean syngja. Drake er frá borginni Toronto og verður 27 ára í næsta mánuð. Hann varð fyrst þekktur fyrir hlutverk sitt sem Jimmy Brooks í kana dísku unglingaþáttunum Degrassi: The Next Generation. Árið 2006 steig hann fram á sjónarsviðið sem rappari og R&B-söngvari, fyrst með laginu Replacement Girl. Brátt var hann orðinn einn um- talaðasti listamaðurinn í hip hop- bransanum án útgáfusamnings. Ekki skemmdi fyrir að hann naut stuðnings risanna Kanye West, Jay Z og Lil Wayne. Sumarið 2009 komst smáskífu- lag Drake, Best I Ever Had, í annað sæti Billboard-listans í flokki R&B- og hip hop-tónlistar. Útgáfu- fyrirtækið Universal Motown tryggði sér krafta hans og gaf út EP-plötuna So Far Gone sem fékk mjög góðar viðtökur. Enn betri hlaut fyrsta stóra platan, Thank Me Later, þar sem Alicia Keys, Jay Z og Lil Wayne voru á meðal gesta. Hún fór beint á topp Bill- board-listans í Bandaríkjunum. Sú næsta, Take Care, kom út 2011 og fór einnig á toppinn hjá Bill- board og tryggði Drake að auki Grammy-verðlaunin. Sú plata festi hann í sessi sem einn vinsælasta tónlistar mann Kanada. Platan Nothing Was The Same hefur fengið mjög góða dóma bæði hjá Rolling Stone og Pitchfork. Fyrrnefnda tímaritið gefur henni fjórar stjörnur af fimm mögu- legum en síðarnefnda vefsíðan gefur henni 8,6 af 10. freyr@frettabladid.is Í fótspor tveggja risa Hinn kanadíski Drake hefur gefi ð út sína þriðju plötu, Nothing Was The Same. Hún fylgir í kjölfar nýjustu verka kollega hans, rapparanna Jay Z og Kanye West. Drake fer með lítið hlutverk í gamanmyndinni Anchorman 2: The Legend Continues sem kemur í bíó um næstu jól. Rapparinn spurði aðalleikarann Will Ferrell hvort hann mætti leika í myndinni. Honum og leikstjóranum Adam Kay leist vel á það. Rapparinn Kanye West kemur einnig lítillega við sögu í myndinni. Leikur í gamanmyndinni Anchorman 2 DRAKE Rapparinn Drake hefur gefið út sína þriðju plötu, Nothing Was The Same. NORDICPHOTOS/GETTY Ekki veit ég hvernig To Be With You með Mr. Big síaðist inn í undir- meðvitund mína. Engu að síður hef ég vaknað með lagið á heilanum síðustu daga, alltaf jafn undrandi yfir hvernig það náði fótfestu. Einhverjir halda kannski að ég ætli að nota þennan pistil til að úthúða laginu en það er ekki ætlunin. Vissulega er það ekki í uppáhaldi en samt er það ekkert leiðinlegt, enda er viðlagið grípandi með afbrigðum. To Be With You kom út árið 1991 og er tekið af plötunni Lean Into It. Lagið er það fyrsta og eina með Mr. Big sem hefur komist á topp bandaríska Billboard-listans en alls fór það á toppinn í fimmtán löndum, hvorki meira né minna. Annars er Mr. Big starfandi enn þann dag í dag. Sveitin var stofnuð í Kaliforníu árið 1988, hætti störfum 2002 en sneri aftur 2009. Áður en To Be With You varð óvæntur hluti af mínu lífi var ég með Beyoncé-lag- ið Halo á heilanum á hverjum einasta morgni í ansi langan tíma. Ástæðan fyrir því er reyndar kunn því það var sungið óspart í steggjun sem ég var hluti af. Að sjálfsögðu frábærlega sungið lag (ekki af steggnum reyndar) sem grípur mann heljartökum. Lagið kom út 2009, eða átján árum á eftir To Be With You, og fór hæst í fimmta sæti Billboard-listans. Beyoncé kemst því ekki með tærnar þar sem Mr. Big hafði hælana, allavega í þessu tilfelli. Þegar ég hóf þennan pistil vissi ég ekkert hvert hann myndi leiða mig. En eftir að hafa rannsakað bæði lögin vel og vandlega kom í ljós að þau eiga eitt sameiginlegt, fyrir utan að þau eru ballöður og að ég hef verið með þau bæði á heilanum, og það er írska strákabandið Westlife. Þeir félagar eru miklir aðdáendur laganna, hafa flutt þau bæði opinberlega og vafalítið gert það af mikilli innlifun. Sem betur fer get ég ekki nefnt eitt lag með Westlife, þó svo að eflaust hafi ég heyrt þau nokkur, og ætti því að vera nokkuð „safe“ næstu morgna. Hvaða lag tekur við af To Be With You hjá mér verður því áfram ráðgáta, allt þar til það skýtur upp kollinum einn „góðan“ veðurdag. Með Mr. Big á heilanum Hallur Ingólfsson - Öræfi Mark Lanegan - Imitations Snorri Helgason - Autumn Skies Í spilaranum Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, K100,5, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/ Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, tonlist.is. LAGALISTINN TÓNLISTINN 19.9.2013 ➜ 25.9.2013 1 Lorde Royals 2 Katy Perry Roar 3 Dikta Talking 4 Lana Del Ray Summertime Sadness 5 Arctic Monkeys Do I Wanna Know? 6 Ellie Goulding Burn 7 Miley Cyrus We Can‘t Stop 8 Emiliana Torrini Speed Of Dark 9 Taylor Swift / Ed Sheeran Everything Has Changed 10 Naughty Boy / Sam Smith La La La 1 Ýmsir Pottþétt 60 2 Emilíana Torrini Tookah 3 Úr söngleik Borgarleikhússins Mary Poppins 4 Pálmi Gunnarsson Þorparinn 5 Ýmsir Inspired by Harpa 6 Ýmsir This Is Icelandic Indie Music 7 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn 8 Of Monsters And Men My Head Is An Animal 9 Sigur Rós Kveikur 10 Samaris Samaris *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Hafðu fjölpóstinn þinn inni í Fréttablaðinu. Það er áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða þjónustu beint inn á heimilin. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.