Fréttablaðið - 26.09.2013, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 26.09.2013, Blaðsíða 50
26. september 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38 Gamanmyndin Don Jon er frum- raun leikarans Josephs Gordons- Levitt sem leikstjóra. Myndin segir frá Jon Martello, ungum manni sem háður er netklámi og á í vandræðum með að upplifa nánd með öðrum. Gordon-Levitt skrif- aði einnig handrit myndarinnar. Það sem skiptir Martello mestu máli í lífinu er líkamsrækt, fjöl- skyldan, vinirnir, íbúðin hans, bíllinn, kærusturnar og síð- ast en ekki síst, net- k lámið sem ha nn horfir á dag hvern. Í vina hópnum gengur Martello undir nafninu Don Jon vegna kvenhylli sinnar. Líf hans tekur þó óvænta stefnu þegar hann kynnist Bar- böru og í kjölfarið ákveður hann að taka líf sitt fastari tökum og öðlast meiri lífsfyllingu um leið. Gordon-Levitt fer með hlutverk kvennabósans Jons Martello, en hann hafði í fyrstu ætlað vini sínum, Channing Tatum, hlut- verkið. Scarlett Johans- son fer með hlut- verk Barböru Sugar- man, kærustu Mar- tello, og Tony Danza fer með hlutverk föður söguhetj- unnar. Með önnur hlutverk fara Juli- anna Moore, Glenne Headly og Brie Larson. Gordon-Levitt skrifaði uppkast að myndinni árið 2008 og fékk ráðgjöf frá leikstjóranum Rian Johnson við skriftirnar. Johnson og Gordon-Levitt unnu saman að gerð myndanna Brick frá 2005 og Looper frá árinu 2012. Leikstjórinn Christopher Nolan, sem leikstýrði Gordon-Hevitt í The Dark Knight Rises, varaði leikarann við því að taka einnig að sér aðalhlutverkið í Don Jon vegna álagsins sem því mundi fylgja. Don Jon hefur fengið misjafna dóma í hinum ýmsu miðlum. Myndin fær 82 prósent í einkunn á Rotten Tomatoes en aðeins 57 prósent í einkunn á Metacritic. Myndin naut vinsælda á Sun- dance-kvikmyndahátíðinni og þótti gagnrýnanda Entertainment Weekly myndin vera sú besta á hátíðinni. Kvennabósi í leit að lífsfyllingu Kvikmyndin Don Jon verður frumsýnd annað kvöld. Myndin er í leikstjórn Josephs Gordon-Levitt sem skrifaði einnig handritið og fer með titilhlutverkið. KVENNABÓSI Joseph Gordon-Levitt fer með hlutverk Don Jon. Þetta er jafnframt hans fyrsta leikstjórnarverkefni. Joseph Gordon-Levitt vakti fyrst heimsathygli er hann tók að sér hlutverk Tommy Solomon í gamanþáttaröðinni 3rd Rock from the Sun. Þar lék hann á móti John Lithgow, Kristen Johnston og French Stewart en þættirnir fjöll- uðu um geimverur sem sendar voru í könnunarleiðangur til jarðarinnar. Gordon-Levitt var vinsæll meðal jafnaldra sinna á þessum tíma og tíður gestur í unglingablöðum, sem honum líkaði illa. Síðan þá hefur hann leikið í fjölda kvikmynda: ■ 10 Things I Hate About You, 1999 ■ Havoc, 2005 ■ (500) Days of Summer, 2009 ■ Inception, 2010 ■ The Dark Knight Rises, 2012 ■ Looper, 2012 ■ Sin City: A Dame to Kill For, 2014 Þoldi ekki frægðina T vær k v i k my nd i r ver ð a frumsýndar annað kvöld, önnur er Runner Runner með Ben Affleck og Justin Timberlake í aðalhlut- verkum, og hin er Welcome to the Punch með James McAvoy og Mark Strong í aðalhlutverkum. Runner Runner segir frá ungum námsmanni sem tapar aleigu sinni í netpóker. Hann grunar eiganda pókersíðunnar um að hafa svindlað á sér og ákveður að hitta hann undir fjögur augu. Þegar alríkis- lögreglan blandast í málið áttar ungi maðurinn sig á því að hann er fastur milli steins og sleggju og ætli hann að lifa af þarf hann að koma með krók á móti bragði. Welcome to the Punch fjallar um breskan glæpamann sem kemur úr felum þegar sonur hans verður fyrir byssuskoti. Um leið gefur hann lögreglumanninum Max Lewinsky enn eitt tækifærið til að handsama sig, en þegar þeir mættust síðast lá Lewinsky eftir óvígur en glæpa- maðurinn flúði til Íslands. Loks hefst kvikmyndahátíðin RIFF í dag en hún stendur til 6. október. Opnunarmynd hátíðarinnar er This is Sanlitun í leikstjórn Róberts Inga Douglas. Tveir á fl ótta Tvær spennumyndir verða frumsýndar annað kvöld. Á FLÓTTA Justin Timberlake og Ben Affleck fara með aðal- hlutverkin í Runner Runner sem frumsýnd er annað kvöld. „Við viljum með þessu verkefni hvetja sem flest kvikmyndahús á Íslandi til þess að nýta sér þessa tækni, svo hægt sé að auka þjón- ustu við blinda og sjónskerta í kvikmyndahúsum. Þetta felur auð- vitað í sér aukinn kostnað fyrir kvikmyndahúsin, en við erum viss um að þetta er mögulegt. Tæknin er mikið notuð í Bretlandi þar sem hún nýtur mikilla vinsælda,“ segir Ewa Marcinek, verkefna- stjóri menningarverkefnisins Ice- land and Poland Against Exclusion From Culture sem stendur til árs- ins 2016. Verkefninu verður ýtt úr vör í tengslum við Evrópska kvik- myndahátíð með myndinni Í myrkri eftir leikstjórann Agnieszku Holland. Hátíðin hefst á laugardag og fer fram í Bíói Paradís. Umrædd tækni er sjónlýsing og töluð þýðing á samtölum leikara yfir á íslensku í gegnum heyrnar- tól. Markmiðið með þessu er að gera kvikmyndina aðgengilegri fyrir blinda og sjónskerta einstak- linga. Þetta er í annað sinn sem boðið er upp á sjónlýsingu á kvik- mynd á Íslandi. Reglulegir menn- ingarviðburðir verða haldnir bæði á Íslandi og í Póllandi á meðan á verkefninu stendur. - áo Bíósýning fyrir blinda og sjónskerta Kvikmyndin Í Myrkri, eft ir Agnieszku Holland, verður sýnd á Evrópsrki kvikmyndahátíð á laugardag. AUKIÐ AÐGENGI Ewa Marcinek, verkefnastjóri menningarverkefnisins Iceland and Poland Against Exclusion From Culture. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ➜ Í Myrkri var tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokknum besta erlenda myndin árið 2012. Leikstjórinn Agniezka Holland hefur starfað mikið við sjónvarpsþáttagerð og leikstýrði meðal annars þáttum af Treme, The Wire og The Killing. PÓTEKIFÆST Í NÆSTA A HÁGÆÐA HÚÐVÖRUR FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Á FRÁBÆRU VERÐI. ENGIN ILM- EÐA LITAREFNI. ÚHL ÐU AÐ VIÐKVÆMRI HÚ ÍÐ FROSTINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.