Fréttablaðið - 26.09.2013, Síða 52

Fréttablaðið - 26.09.2013, Síða 52
26. september 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 40 Það var á köldu mánudagskvöldi er mávabjargið hittist á velvöldu kaffihúsi miðbæjarins. Latte- lepjandi læður báru saman bækur sínar um móðurhlutverkið, eigin- mennina og kynlífið. „Stelpur, hversu oft sofiði hjá? Æ, þið vitið, í mánuði“. Nú er öldin önnur og tölfræðin hefur breyst. Ekki er lengur talað um daglegar sam- farir, né vikulegar, kynlíf glímir nú við skipulagsvanda og tíma- frekt uppeldi og heimilisþrif. Eftir miklar umræður komumst við að því að við kysum gæði fram yfir tíðni. Það nennir enginn að sofa hjá bara til að tikka í eitthvert box. Við viljum njóta ásta og njóta þess í botn, ein fullnæging fyrir mig og ein fyrir hann. Ekki annað hægt á heimilum þar sem jafn- ræði ríkir. Við sammæltumst um að það ríkti aukinn heimilisfriður ef hinu gullna samfaralágmarki væri viðhaldið. Nú voru flest sambönd komin með reikniformúlu um hversu oft væri ákjósanlegast að vera innileg til að viðhalda góðri stemmingu og nánd. Ef kynlífið „gleymdist“ var ástin fljót að súrna og þráðurinn styttist til muna. Ef hins vegar allt skipulag gekk upp, og jafn- vel fékkst ein næturpössun fyrir börnin, þá jókst gleðin og þolin- mæðin í garð hvors annars og barnanna. Sem sönnum kynfræð- ingi sæmir þá gat ég ekki látið staðar numið við umræður um samfarir og vildi vita nákvæm- lega hvað þær meintu með að sofa hjá, þýðir það alltaf inn-út? Ég sá spurningarmerki í augum þeirra og þær virtust hugsa hvort þær hefðu misst af einhverju, á maður að vera gera eitthvað meira og annað en að sofa hjá? Gleymdi ég að segja þeim frá nýjasta kynlífsæðinu? Ég áréttaði að ég meinti bara hvort þau kel- uðu aldrei. Svona eins og í gamla daga þegar maður var unglingur og vildi bara vera í sleik og kela. Þetta þótti nokkuð framúr- stefnulegt eða kannski öllu heldur öfugt. Af hverju ætti einhver sem er byrjaður að stunda samfarir að fara til baka og bara kela? Til að viðhalda nándinni og eiga saman smá sexí stund, þegar tími er af skornum skammti, þá getur verið kósí að kela smá. „Ertu að meina að strjúka og sleikja?“ Einmitt. Stundum getur smá kelerí verið eins og að fara í nudd. Þú bara hallar þér aftur og þiggur, eða gefur, allt eftir hvort við á. Þetta gleymist oft. Til að senda þær heim með enn eina hugleiðinguna þá lagði ég til að við reyndum að finna okkar eigin kósístund þar sem við myndum sinna okkur sjálf- um. Það féll í misgrýttan jarðveg en við sammæltumst um að væn- legast til vinnings væri að fá að fara ein í sturtu. Þær okkar sem virðast bara fjölga baðfélögunum sáu í hillingum lás á baðherbergis- dyrnar og smá stund, bara einar. En, koma tímar, koma ráð, og allt eru þetta jú bara tímabil. Reynum að kela aðeins og splæsa í einn sleik af og til, það getur gert kraftaverk fyrir alla fjölskyldu- meðlimi. KYNLÍF TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is Hversu oft er nógu oft ? „Þetta er stærsti íþóttaleikurinn hér á landi, á ári hverju. Fyrstu þrjá til fjóra dagana seljast að jafnaði svona 600 til 700 stykki,“ segir Ágúst Guðbjarts- son, framkvæmdastjóri Skíf- unnar og Gamestöðvarinnar. Knattspyrnuleikurinn vinsæli verður fáanlegur í Game- stöðinni frá deginum í dag en leikur inn er talinn einn sá allra vinsælasti hér á landi. „Allra hörðustu aðdáendurnir gátu tryggt sé leikinn í forsölu í gær. Sama dag fór einnig fram Íslandsmeistaramót Game- stöðvarinnar í Fifa,“ segir Ágúst en um 150 manns tóku þátt í mótinu. Sigurvegari mótsins hlaut að launum tvo miða á leik með sínu uppáhaldsliði í ensku úrvals- deildinni, ásamt flugi og hóteli. - glp Vinsælasti íþróttaleikur landsins Mikil eft irvænting er eft ir fótboltaleiknum Fifa 14 sem þykir ákafl ega vandaður. FIFA 14 FLOTTUR Ágúst Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Skífunnar og Game- stöðvarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Nýja norðrið: hvernig mótar fólkið sjálft samfélög norðurslóða? Vísindakaffi «81 GREEN BULL FYRIR NAUTNASEGGINA AMERICAN STYLE MEÐ SALATI «94 HEALTHY «82 GAGGALA—GÓMSÆTUR SLICK CHICK SALATI MEÐ «95 CHICKEN HEALTHY STYLE «91 SÝNDU HOLLUSTU

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.