Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.09.2013, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 26.09.2013, Qupperneq 56
26. september 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 44 Mörkin: 0-1 Gary Martin (61.), 1-1 Jón Vilhelm Ákason (69.), 2-1 Jorge Corella Garcia (86.), 3-1 Andri Adolphsson (88.). ÍA (4-4-2): *Árni Snær Ólafsson 7 - Hector Pena Bustamante 6, Kári Ársælsson 5, Ármann Smári Björnsson 4, Thomas Sörensen 5 - Eggert Kári Karlsson 4, Jóhannes Karl Guðjónsson 6, Joakim Wrele 5, Hafþór Ægir Vilhjálmsson 6 (71., Andri Adolphosson -) - Jón Vilhelm Ákason 6 (85., Alexander Már Þorláksson -), Garðar Gunnlaugsson 4 (76., Jorge Garcia -). KR (4-3-3): Rúnar Alex Rúnarsson 6 - Haukur Heiðar Hauksson 4, Grétar Sigfinnur Sigurðarson 5, Aron Bjarki Jósepsson 5, Gunnar Þór Gunnarsson 5 - Brynjar Björn Gunnarsson 6, Atli Sigurjónsson 3 (64., Emil Atlason 5), Baldur Sigurðsson 6 - Þorsteinn Már Ragnarsson 4, Óskar Örn Hauksson 5, Gary Martin 6. Skot (á mark): 9-15 (7-8) Horn: 0-4 Varin skot: Árni Snær 7 - Rúnar Alex 3. 3-1 Akraneshöllin 500 áhorfendur Magnús Þórisson (7) PEPSI DEILDIN 2013 STAÐAN KR 21 16 1 4 48-26 49 FH 21 13 5 3 43-22 44 Stjarnan 21 13 4 4 34-21 43 Breiðablik 21 10 6 5 34-25 36 Valur 21 7 9 5 40-31 30 ÍBV 21 8 5 8 25-26 29 Keflavík 21 7 3 11 31-44 24 Fylkir 21 6 5 10 30-32 23 Fram 21 6 4 11 25-35 22 Þór 21 5 6 10 29-43 21 Víkingur Ó. 21 3 8 10 21-30 17 ÍA 21 3 2 16 28-53 11 MARKAHÆSTIR Gary John Martin, KR 12 Viðar Örn Kjartansson, Fylkir 12 Atli Viðar Björnsson, FH 11 Hólmbert Aron Friðjónsson, Fram 10 Chukwudi Chijindu, Þór 9 Hörður Sveinsson, Keflavík 9 Halldór Orri Björnsson, Stjarnan 9 Björn Daníel Sverrisson, FH 9 Baldur Sigurðsson, KR 8 Árni Vilhjálmsson, Breiðablik 8 LOKAUMFERÐIN Laugardagur 28.september 14.00 FH - Stjarnan, ÍBV - Þór, Breiðablik - Keflavík, ÍA - Fylkir, KR - Fram og Víkingur Ó. - Valur. Liverpool tapaði í fyrsta leik Luis Suarez MÆTTUR Hlutirnir gengu ekki upp hjá Luis Suarez í gær. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Javier Hernández skaut Manchester United áfram í enska deildabikarnum í gærkvöldi þegar hann skoraði eina markið í 1-0 sigri á Liverpool í fjörugum leik á Old Trafford. Luis Suárez lék þarna sinn fyrsta leik með Liverpool á tímabilinu en þegar tímabilið hófst átti hann enn eftir að taka út sex leiki í banni sínu fyrir að bíta Chelsea-manninn Branislav Ivanovic. Luis Suárez var alltaf hættu- legur og átti meðal annars skot í slá úr aukspyrnu í seinni hálfleikn- um en United-menn skoruðu eina mark leiksins og eru komnir áfram í sextán liða úrslitin. - óój visir.is Frekari umfjöllun um Pepsi-deildina TAXFREE TILBOÐSVERÐ 69.900 FULLTVERÐ KR. 89.900 TAXFREE TILBOÐSVERÐ 69.900 FULLTVERÐ KR. 89.900 TAXFREE TILBOÐSVERÐ 95.538 FULLTVERÐ KR. 119.900 11273 Katrín er búinn að spila 11273 mínúturfyrir íslenska kvennalandsliðið eða með öðrum orðum í 187 klukkutíma og 53 mínútur. 126 Katrín hefur verið í byrjunarliðinu í 126 landsleikjum eða í öllum leikjum nema sex. 90 Katrín spilar í kvöld sinn 90. landsleik sem miðvörður en hún hefur einnig spilað á miðjunni (23), sem bakvörður (15) og sem framherji (5). 75 Katrín hefur spilað 75 keppnisleiki fyrir landsliðið þar af hafa 45 í Evrópukeppni. 72 Katrín mun í kvöld leiða íslenska liðið inn á völlinn í 72. sinn sem fyrirliði. 52 Katrín hefur tekið þátt í 52 sigurleikjum með landsliðinu en 61 leikja hennar hafa tapast. 31 Sviss verður 31. þjóðin sem Katrín mætir með íslenska landsliðinu 30 Katrín spilar 30. landsleikinn sinn á Laugardalsvellinum í kvöld. 21 Katrín er fjórða markahæsta landsliðskonan. 10 Katrín hefur spilað flesta landsleiki sína á móti Svíþjóð en hún hefur níu sinnum mætt Noregi og Þýskalandi. 8 Freyr Alexandersson er áttundi landsliðsþjálfarinn sem Katrín spilar fyrir. Magnaður landsliðsferill í tölum FÓTBOLTI Það verður kveðjustund í Laugardalnum í kvöld þegar Katrín Jónsdóttir klæðist íslenska landsliðsbúningnum í síðasta sinn. Það eru liðin 19 ár síðan landsliðsferill hennar hófst en nýráðinn þjálfari liðsins, Freyr Alexandersson, gaf Kötu tækifæri til að kveðja á heimavelli. Það leit annars út fyrir að 0-4 tap á móti Svíþjóð í átta liða úrslitunum á EM í sumar yrði síðasti landsleikurinn en Freyr sannfærði Katrínu um að hjálpa liðinu að komast af stað í undankeppni HM 2015. Átti ekki von á símtalinu „Ég átti ekki endilega von á þessu símtali frá Freysa en það var mikill heiður að vera spurð og það er alltaf heiður að spila fyrir landsliðið,“ segir Katrín. Það var dramatísk stund í Halmstad þegar hún faðmaði alla liðsfélagana og tárin féllu. „Ég var ekki búin að ákveða það fyrir Svíaleikinn að það yrði síðasti leikurinn því við ætluðum okkur áfram. Svo töpuðum við honum og það voru miklar tilfinningar og læti þarna eftir leikinn. Þetta er ný keppni og mér finnst gaman ef ég get hjálpað til. Ég mun leggja allt í sölurnar til þess að liðið fari vel af stað í þessari keppni,“ segir Katrín. Hún er einbeitt og leggur mikla áherslu á að þetta kvöld eigi ekki að snúast um hana. „Ég verð ekki í fókusnum í þessum leik því þetta er mótsleikur og mjög mikilvægur leikur,“ segir Katrín. Er alveg öruggt að þetta sé síðasti leikurinn? „Nú þori ég varla að segja neitt,“ segir Katrín hlæjandi en bætir svo við: „Þetta er mitt síðasta tímabil með félagsliði og ég geri fastlega ráð fyrir því að fá engin símtöl þegar ég er hætt að æfa,“ segir Katrín í léttum tón. Svissneska liðið skoraði níu mörk í stórsigri á Serbíu um síðustu helgi og það mun því reyna á Katrínu og félaga í varnarleiknum í kvöld. Ætla að vinna fyrir hana Tveir leikmenn liðsins sem gera tilkall til fyrirliðabandsins þegar hún er farin fagna því að Katrín fái að kveðja liðið á heimavelli. „Það er skemmtilegt fyrir hana að koma og fá að spila síðasta leikinn á heimavelli. Við ætlum klárlega að vinna þennan leik fyrir hana og fá þrjú stig. Það er kannski aðeins meira undir út af þessu en það er skemmtilegt að fá hana aftur og ná að kveðja hana hérna heima,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, sem var varafyrirliði Katrínar síðustu ár. „Gamla er að hætta og hún á það skilið frá okkur leikmönnunum, þjálfurunum og landsmönnum öllum að við kveðjum hana með stæl. Við leikmennirnir reynum að gera okkar inni á vellinum og vonandi koma sem flestir í stúkuna og gefa henni eitt gott lófaklapp þegar hún gengur af velli. Það er þvílíkt sem hún hefur gert fyrir þetta lið og hjálpað því að komast á þann stall sem það er á í dag,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir. Kvöldið verður tilfinningaríkt Margrét Lára gerir sér samt vel grein fyrir því að kveðjuleikur Katrínar mun reyna á liðið andlega enda stelpurnar að kveðja magnaðan liðsfélaga. „Það verða tilfinningar í þessum leik en fyrsta og fremst eru það leikurinn og úrslitin sem skipta máli. Það er okkar að einbeita okkur að því,“ sagði Margrét Lára. Leikur Íslands og Sviss fer fram á Laugardalsvellinum og hefst klukkan 18.30. ooj@frettabladid.is Kata kveður okkur í kvöld Katrín Jónsdóttir spilar 133. og síðasta landsleik sinn í kvöld þegar Ísland mætir Sviss á Laugardalsvellinum í fyrsta leiknum í undankeppni HM 2015. Stelpurnar ætla að gera allt til að kveðja fyrirliðann sinn með sigri. NÝTUR SÍÐASTA VERK- EFNISINS Katrín Jónsdóttir á æfingu með íslenska landsliðinu fyrir leikinn á móti Sviss. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, segist sjá mikinn mun á Katrínu Jónsdóttur frá því að hann þjálfaði hana í Val fyrir aðeins þremur árum. „Ég þjálfaði hana fyrir þremur árum þegar hún var þrjátíu og eitthvað. Hún er búin að bæta sig í grunntækni, send- ingum og móttöku síðan þá. Það er ótrúlegt að sjá það,“ segir Freyr. Katrín fór í atvinnumennsku til Svíþjóðar í framhaldi af síðasta tímabili hennar með Val en hún var þá 33 ára gömul. „Það er frábært að hafa Kötu og gaman að kveðja hana á heimavelli. Okkur langar að kveðja hana með sigri. Ég var fyrst og fremst að biðja hana um að koma og taka þennan leik með okkur því ég veit að hún getur styrkt liðið. Ég er mjög þakklátur fyrir það að hún tók mjög vel í það. Hún er í ótrúlegu formi,“ segir Freyr. Búin að bæta sig mikið á þremur árum SPORT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.