Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.09.2013, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 26.09.2013, Qupperneq 62
26. september 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 50 „Við erum mjög spennt fyrir þessu samstarfi,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson í Todmobile. Jon Anderson, upprunalegur söngvari ensku proggsveitarinnar heimsfrægu Yes, kemur fram á árlegum tónleikum Todmobile í Eldborgarsal Hörpu 15. nóvember. Flutt verða vinsælustu lög Yes og Todmobile. Anderson er einn af stofn- meðlimum Yes en hætti í sveitinni undir lok áttunda áratugarins. Hann sneri aftur í hana á þeim níunda og þá kom út eitt vin- sælasta lag hennar, Owner Of A Lonely Heart. Tvær plötur sveitar innar náðu efsta sæti breska vinsældarlistans á áttunda áratugnum. Þorvaldur Bjarni kynntist Ander son þegar sá síðarnefndi var að leita að samstarfsmönnum fyrir sinfóníska tónlist sem hann var að vinna. Þorvaldur sendi honum hluta af þeirri sinfón- ísku tónlist sem hann var að gera á þeim tíma, þar á meðal tónlist fyrir kvikmyndina Astropíu og söngleikinn Gosa, og hitti hún í mark hjá honum. „Við vorum í sambandi eftir það og fundum út að við vorum algjörlega á sömu blaðsíðu í músíkinni,“ segir Þor- valdur Bjarni, spurður út í vináttu þeirra. Í framhaldinu skiptust þeir á að senda á milli sín tónlist og sömdu þeir einhver lög saman, þar á meðal eitt lag sem verður frumflutt á tónleikunum í Hörpu. Aðspurður segir Þorvaldur Bjarni að hljómsveitin Yes sé tví- mælalaust einn af stórum áhrifa- völdum sínum í tónlistinni, ásamt David Bowie, Led Zeppelin, Roxy Music og King Crimson. „Ef hægt er að flokka Todmobile í einhvern geira í íslensku tónlistarlífi höfum við alltaf verið að míga utan í progg. Þótt sum af popplögun- um okkar hafi slegið í gegn er uppistaðan alltaf þessi stóru lög sem hafa nýst okkur frá- bærlega á tónleikum. Við erum fyrst og fremst tónleikasveit og það sama má segja um Yes.“ Miðasala á tón leika na í Eldborg hefst í næstu viku. freyr@frettabladid.is Söngvari Yes stígur á svið með Todmobile Jon Anderson, stofnmeðlimur Yes, syngur með Todmobile í Eldborg. ÁHUGAVERT SAMSTARF Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og félagar í Todmobile spila með Jon Anderson á tónleikum í Eldborg. Hljómsveitin Todmobile er að undirbúa tvöfalda plötu. Á fyrri helmingnum verða glæný lög en á þeim síðari verður upptaka frá fyrstu tónleikum Todmobile í Eldborg. Mynddiskur frá tónleik- unum fylgir einnig í kaupbæti. Halldór Baldursson, skopmynda- teiknari hjá Fréttablaðinu, hannar umslag plötunnar. Hann var einnig maðurinn á bak við umslag Spillt, sem kom út með Todmobile fyrir tuttugu árum við miklar vinsældir. Tvöföld plata frá Todmobile „Þegar skipulagið býður ekki upp á að elda kvöldmat heima er gott að leita til Tókýó Sushi í Glæsibæ. Svo eru mjög góðar pitsur á Eld ofninum á Bústaðaveginum.“ Birta Björnsdóttir, sjónvarpskona í Íslandi í dag. BESTI BITINN JON ANDER- SON Tónlistar- maðurinn er einn af stofnendum hljóm- sveitarinnar Yes. NORDICPHOTOS/GETTY „Ég er ótrúlega spennt fyrir þessu nýja verkefni. Ég er á fullu í háskólanum og er í Stúdentaráði líka,“ segir Ástrós Erla Benediktsdóttir, nýráðinn yfirkennari og skólastjóri við förðunarskólann NN Make Up School. NN Make Up School er í eigu förðunarmeistarans Kristínar Stefánsdóttir, sem gaf nýverið út bókina Förðun skref fyrir skref, og opnar skólinn í byrjun október. „Það er svolítið skondið hvernig þetta byrjaði. Ég var fengin til þess að sitja fyrir í förðunar- bók Kristínar og áður en ég vissi af var ég farin að aðstoða við stíliseringu í bókinni og hjálpa til við hitt og þetta. Í framhaldi af því kynntist ég Kristínu betur og hún sagði mér frá skólanum sem hún stefndi á að opna. Við náðum mjög vel saman og henni leist vel á mig. Þegar hún svo bauð mér að vera yfirkennari og skólastjóri kom ekkert annað til greina en að taka starfinu. Það hefur verið draumur lengi að kenna förðun,“ segir Ástrós, sem útskrifað- ist sem förðunar fræðingur fyrir þremur árum. Ástrós hefur í nógu að snúast en hún er að klára B.A-nám í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands, ásamt því að sitja í Stúdentaráði fyrir hönd Vöku og vera í félags- og menningarmálanefnd Háskólans. „Ég hef engar áhyggjur af því að þetta gangi ekki upp. Ég þarf bara að skipuleggja mig rosalega vel og vakna snemma. Kærastinn minn er bakhöndin mín og ef hann treystir mér veit ég að ég er að gera rétt,“ segir Ástrós að lokum. - áo Hlakkar til að verða skólastjóri Ástrós Erla Benediktsdóttir er nýráðin yfi rkennari og skólastjóri í förðunarskóla. MJÖG SPENNT Ástrós Erla Benediktsdóttir er spennt fyrir nýja hlutverkinu. Hún verður yfirkennari og skólastjóri í nýjum förðunarskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL STÓRBÆTTU LÍF ÞITT með breyttu mataræði! Sannkölluð fróðleiksnáma fyrir alla þá sem vilja bæta líf sitt með aukinni vitund um mataræði og sjúkdóma og taka upp hollari lífshætti. „Jóhanna hefur skrifað merkilegt rit um leiðir til betra lífs og hvet ég fólk til að lesa bókina og íhuga efnið.“ SIGMUNDUR GUÐBJARNAS ON FYRRVERANDI REKTOR HÍ 1. SÆTI METSÖLULISTA EYMUNDSSON ALLAR BÆKUR 21.08.13 til 27.08.13 Fiskikóngurinn Sogavegi 3 • www.fiskikongurinn.is Bragi Valdimar Skúlason úr Baggalúti er að þýða enska söngleikinn Spamalot fyrir upp- færslu Þjóðleikhússins á næsta ári. „Ég var að þýða Jeppa á Fjalli fyrir Borgar leikhúsið og stökk svo yfir borgina og er á kafi í Spamalot núna. Það er rosa gaman,“ segir Bragi Valdimar. Aðspurður segist hann mikill aðdáandi Monty Python en söngleikurinn er að mestu byggður á kvikmynd grínhópsins, The Holy Grail. „Ég er löngu forfallinn aðdáandi. Maður gleypti þetta í sig allt í barnæsku,“ segir hann og er sammála því að Baggalútur hafi verið undir áhrifum frá Monty Python í gegnum árin. „Ætli maður verði ekki að fallast á það. Það eru einhvers konar súrheit sem hafa fylgt manni.“ Hann segir erfitt að þýða söngleikinn yfir á íslensku. „Það er mikið af orðaleikjum. Þetta er skrifað fyrir fólk sem þekkir söng- leiki og það er eiginlega verið að gera grín að söngleikjum, sem er dálítið skemmtilegt. Þarna eru tilvísanir í allar áttir og það er gaman að glíma við þetta.“ Erfi ðir orðaleikir í Spamalot Bragi Valdimar Skúlason þýðir söngleikinn Spamalot fyrir Þjóðleikhúsið. BRAGI VALDIMAR Baggalúturinn er að þýða söng- leikinn Spamalot fyrir Þjóðleikhúsið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ➜ Spamalot er fyrsti söngleikurinn sem Bragi Valdimar Skúlason þýðir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.