Fréttablaðið - 01.10.2013, Síða 4

Fréttablaðið - 01.10.2013, Síða 4
1. október 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4 Við teljum því farsælt að Reykjavík bætist við og verði ásamt Reykjanesbæ þungamiðjan í verkefninu. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra SVEITARSTJÓRNIR Skipulagsmál höfuðborgar Íslands eru ekki einkamál íbúa Reykjavíkur eða kjörinna sveitarstjórnarmanna borgarinnar, held- ur þjóðarinnar allrar,“ segir í bókun sveitarstjórn- ar Bláskógabyggðar sem fulltrúar annarra sveitar- félaga í skipulagsnefnd uppsveita Árnessýslu taka heils hugar undir. Í bókun sveitarstjórnarinnar er lýst óánægju með þau áform Reykjavíkurborgar að flugvöllur hverfi úr Vatnsmýri. Sem höfuðborg hafi Reykja- vík miklar skyldur gagnvart landsbyggðinni. Í borginni hafi átt sér stað mikil uppbygging „á þjóðargrundvelli“, svo sem heilbrigðisþjónusta, þar sem nýtt hafi verið fjármagn allrar þjóðarinnar. „Rétt er að benda á að fulltrúar Reykjavíkur- borgar hafa tryggan aðgang að öðrum skipulags- ákvörðunum á landsvísu, svo sem miðhálendi Íslands, þó það svæði falli ekki innan stjórn- sýslumarka Reykjavíkurborgar. Það er því ský- laus krafa sveitarstjórnar Bláskógabyggðar að tekið verði tillit til hagsmuna og sjónarmiða annarra sveitarfélaga þegar um er að ræða slík grundvallarmál í þjónustu við landsmenn alla,“ segir í bókunninni sem fulltrúar Grímsness- og Grafnings hrepps, Hrunamannahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Flóahrepps og Ásahrepps hafa einnig gert að sinni. - gar Sveitarfélög í uppsveitum Árnessýslu krefjast þess að þau komi að ákvörðun um Reykjavíkurflugvöll: Skipulagsmál ekki einkamál Reykvíkinga REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR Borgin hefur aðkomu að skipulagi miðhálendisins og því eiga önnur sveitarfélög að koma að skipu- lagi borgarinnar segja sveitarfélög í Árnes- sýslu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sigurður Helgi Grímsson sigurdurhg@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Fimmtudagur 8-15 m/s NV-til, annars hægari. RÓLEGHEIT Það verður hægur vindur á landinu næstu daga. Yfirleitt þurrt norðvestanlands og styttir upp suðvestantil. Heldur vætusamt austan til áfram. 5° 2 m/s 7° 0 m/s 8° 3 m/s 10° 6 m/s Á morgun 3-8 m/s. Gildistími korta er um hádegi 7° 5° 10° 8° 5° Alicante Basel Berlín 29° 21° 13° Billund Frankfurt Friedrichshafen 14° 16° 20° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 13° 13° 27° London Mallorca New York 18° 29° 25° Orlando Ósló París 30° 13° 21° San Francisco Stokkhólmur 19° 10° 10° 2 m/s 10° 3 m/s 10° 3 m/s X° 0 m/s 7° 2 m/s 6° 2 m/s 5° 4 m/s 7° 3 m/s 10° 6° 10° 9° 6° HÆLISLEITENDUR Innanríkis- ráðuneytið á nú í viðræðum við forráðamenn Reykjanesbæjar og Reykjavíkurborgar um að sveitar- félögin skipti með sér þjónustu við hælisleitendur. Þetta staðfestir Hanna Birna Kristjánsdóttir innan- ríkisráðherra, en Borgarbyggð og Kópavogsbær hafa einnig lýst yfir áhuga á að sinna slíkum málum. Reykjanesbær hefur síðustu misseri séð að langmestu leyti um þjónustu við hælisleitendur en í vor lýstu forsvarsmenn bæjar- ins því yfir að ekki væri svig- rúm til að taka við fleiri hælis- leitendum. Mikil aukning hefur verið á umsvifum vegna þessara mála. Þannig voru hátt í 190 hælis- leitendur hér á landi síðasta vor, en síðsumars voru þeir um 150 talsins. „Við byrjum á því að miða við að hvert sveitarfélag um sig sinni allt að 50 hælisleitendum,“ segir Hanna Birna og bætir við að Reykjanes- bær hafi sinnt þessum málum vel síðustu ár. „Þau búa yfir mikilli reynslu og vilja sinna málunum af metnaði, en töldu sig ekki geta ráðið við þá miklu fjölgun sem orðið hefur. Við teljum því farsælt að Reykjavík bætist við og verði ásamt Reykjanes bæ þunga- miðjan í verkefninu.“ Innanríkisráðuneytið hefur að undanförnu unnið að tillögum um umbætur í málum hælisleitenda hér á landi með það fyrir augum að stytta málsmeðferð. Dæmi eru um að fólk hafi þurft að bíða í vel á annað ár eftir að fá úrlausn sinna mála. Hanna Birna segir að málinu miði vel áfram og hún búist við að flytja frumvarp á haustþingi þar sem kynntar verða margvíslegar breytingar. Meðal annars verði leit- ast við að hraða málsmeðferð. „Það gerum við meðal annars með því að innleiða svokallaða 48 klukkustunda reglu sem við sækj- um til Noregs. Þannig fái hælis- leitendur svar innan 48 stunda um það hvort þeir uppfylli skilyrði sem hælisleitendur eða ekki.“ Hanna Birna segir að meðal ann- ars verði unnið út frá svokölluðum „öruggum lista“ frá Noregi og Sam- einuðu þjóðunum þar sem talin eru upp ákveðin lönd sem búa þegnum sínum þannig skilyrði að ekki sé ástæða til þess að þeir njóti þeirra réttinda sem hælisleitendur hafa. Hún segir að við það ætti að vera búið að taka mesta kúfinn af þeim fjölda sem er til meðferðar hverju sinni. „Við náum þá að þjónusta þá sem þurfa nauðsynlega á þjónustunni að halda og getum gefið skýrari og skjótari svör. Þá verður hægt að vinna í því að fækka í þeim hópi sem bíður afgreiðslu.“ thorgils@frettabladid.is Reykjavík þjónusti einnig hælisleitendur Innaríkisráðuneytið á nú í samningum við Reykjavík um að taka að sér þjónustu við hælisleitendur. Reykjanesbær mun áfram sinna allt að 50 hælisleitendum en Borgarbyggð og Kópavogur hafa einnig áhuga á að koma að málaflokknum. SKIPTA MEÐ SÉR FJÖLDANUM Reykjavík og Reykjanesbær munu hvort um sig sinna allt að 50 hælisleitendum. Borgarbyggð og Kópavogur hafa einnig áhuga á að taka þátt. Nýtt frumvarp í haust á að stytta málsmeðferðartíma hælisleitenda. Þessi mynd var tekin þegar hópi hælisleitenda frá Króatíu var vísað úr landi í vor. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÍTALÍA, AP Áfrýjunarréttarhöld hófust í gær í máli Amöndu Knox og fyrrverandi kærasta hennar, sem áður höfðu verið sýknuð af ákæru um morð. Amanda var þó víðs fjarri, en hún hélt heim til Bandaríkjanna strax eftir að fyrri áfrýjunar- réttarhöldum lauk með sýknu árið 2011, en áður hafði hún verið dæmd sek í undirrétti og úrskurðuð í 26 ára fangelsi. Lögmenn hennar vísa því á bug að ástæða þess að hún hafi ákveðið að mæta ekki til réttar- haldanna sé að hún sé sek. - gb Réttarhöld hafin á Ítalíu: Amanda Knox mætir ekki AMANDA KNOX Var bandarísk náms- mær á Ítalíu þegar grunur féll á hana og ítalskan kærasta hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SAMFÉLAGSMÁL Þau börn sem þola ekki þann mat sem í boði er í skól- um þurfa að reiða fram læknis- vottorð til þess að fá sérfæði. Þetta kemur fram á vefsíðu fyrir tækisins Skólamatur, sem sér um matseld í yfir tuttugu grunn- og leikskólum. Þar kemur fram að ástæðan sé sú „að við þurfum sönnun fyrir því að um læknisfræðilegar orsakir sé að ræða en ekki matar- smekk eða persónulegt mat á ein- stökum matartegundum.“ - nej Matarsmekkur ræður ekki: Læknisvottorð fyrir sérþarfir VIÐSKIPTI Eignarhaldsfélagið Gaumur hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Félagið var höfuð- fyrirtæki Baugsfjölskyldunnar svokölluðu, og átti meðal annars Haga. Samkvæmt upplýsingum í Lögbirtingablaðinu var félagið úrskurðað gjaldþrota þann 18. september síðastliðinn. Fréttastofa RÚV greindi fyrst frá málinu en þar kom fram að samkvæmt heimildum frétta- stofunnar væru skuldir Gaums við lánastofnanir á bilinu fimm til sex milljarðar króna. - vg Umdeilt félag í þrot: Gaumur orðinn gjaldþrota TÚNGATA 6 Fyrrverandi höfuðstöðvar Gaums. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN NOREGUR Hægri flokkurinn, með Ernu Solberg í fararbroddi, ætlar í ríkisstjórnarviðræður með Framfaraflokknum. Formaður flokksins er Siv Jensen. Solberg segist ekki hafa gefið þann draum upp á bátinn að mynda ríkisstjórn með öllum borgaralegu flokkunum sem eru fjórir talsins. Hinir flokk- arnir tveir, Venstre og Kristilegi þjóðar flokkurinn, segjast ekki vilja fara í samstarf með Fram- faraflokknum vegna stefnu hans í málum innflytjenda. - nej Línurnar skýrast í Noregi: Solberg og Siv ætla í samstarf JÓHANNAVILHJÁLMSDÓTTIR Matur, lífsstíll,sjúkdómar JÓHANNA VILHJÁLM SDÓTTIR HEILSURÁÐGJÖF Benedikta Jóndóttir sölustjóri og heilsuráðgjafi Heilsutorgsins gefur góð ráð varðandi vítamín og bætiefni alla virka daga milli 11:00 og 18:00. Heilsubók Jóh önnu Kynningarver ð 3.990 kr 4.990 kr 700 Íslendingar rúmlega látast árlega af völdum hjarta- og æðasjúkdóma og 50 til 70 börn fæðast árlega með hjartagalla. Hjartadeild Landspítala framkvæmdi um 200 aðgerðir í hverjum mánuði árið um kring.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.