Fréttablaðið - 01.10.2013, Síða 14

Fréttablaðið - 01.10.2013, Síða 14
1. október 2013 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Sara McMahon sara@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Byrjar ballið Alþingi verður sett í dag. Þá byrjar ballið fyrir alvöru. Íslendingar fengu smjörþefinn af komandi vetri í tveimur þingstubbum í sumar og haust; alls 25 þingfundadagar þar sem gamlir og nýir þingmenn fengu færi á að skerpa raust og leggja línur fyrir skotgrafir vetrarins. Fjárlögin og allt sem á þeim hangir verður eflaust fyrsta stóra málið. Sama sullið Án þess að vilja spilla fyrir upp- lifun spenntra áheyrenda má spá eftirfarandi með nokkurri vissu: Orðagjálfrið og átakastemningin sem einkenndi störf síðustu þinga ríkir sem aldrei fyrr og fyllir upp í almenna stjórnmálaumræðu. Mál málanna verða sem hér segir: Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um að svíkja Alþingi og þjóðina um þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Stjórnin svarar með því að stjórnar- sáttmálinn hafi verið passlega loðinn og óskýr og fyrri stjórn hafi hvort sem er ekki spurt þjóðina um álit á málinu. Þá kemur að náttúruvernd gegn nýtingarstefnu, þar sem umræðan verður enn heitari. Annar hópurinn talar um náttúruna og börnin okkar, hinn talar um endurreisn efnahagslífsins og börnin okkar. Mótmæli á Austur- velli. Hverjir ráða hvernig fer? Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, mun með jöfnu millibili minna þingmenn á að gæta orða sinna. Brynjar Níelsson og Vigdís Hauksdóttir munu segja eitthvað sem gerir allt vitlaust og gleymist svo strax. Forsvarsmenn þingflokk- anna munu koma saman í umræðu um störf þingsins og undirstrika þörfina á að bæta umræðuna til að auka tiltrú á Alþingi. Allt fer í háaloft þegar talið berst að því hver beri ábyrgð á núverandi ástandi og ekkert gerist. Þeir einu sem geta komið í veg fyrir að þessi spá rætist eru 63 karlar og konur sem eru til viðtals í gegnum skrif- stofu Alþingis. thorgils@frettabladid.is Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is Í gær hófst nýr kafli í hönnunarsögu Íslend- inga þegar hönnunarsjóður stjórnvalda kall- aði eftir umsóknum í fyrsta sinn. Hönnunar- sjóður er fyrsti opinberi sjóður sinnar tegundar hérlendis. Hönnunarsjóður var stofnaður á þessu ári og heyrir undir mennta- og menningar- málaráðuneytið. Hlutverk sjóðsins er að efla þekkingu, atvinnu- og verðmætasköpun á sviði íslenskrar hönnunar og arkitektúrs. Til þessa hafa hönnuðir haft fá tækifæri til að sækja fé í opinbera sjóði þótt arðsemi hönn- unar og arkitektúrs verði ekki vefengd. Fjármagn hönnunarsjóðs árið 2013 er tryggt. Framtíðarhorfur sjóðsins eru óræð- ari en munu skýrast þegar fjárlög verða samþykkt á haustþingi. Þar mun reyna á samvinnu þingflokka. Hönnunargeirinn ber þverfaglegri samvinnu gott vitni. Vonandi er að vel takist til á Alþingi í ár. Hönnunarmiðstöð lyftir Grettistaki Á fyrsta starfsári hönnunarsjóðsins mun hann njóta umsýslu Hönnunarmiðstöðvar og hefur sjóðsstjórn góðar væntingar til þeirrar samvinnu. Hönnunarmiðstöð hefur unnið geysimikið starf við að hlúa að kjarn- miklum gróanda íslenskrar hönnunar. Hún hefur lyft grettistaki við að koma hönnuðum og afurðum þeirra á framfæri innanlands sem erlendis. Kraftur og dugur hönnuða hefur verið kærkominn áhrifavaldur í að auka verðmæti og bæta lífsgæði undanfarin ár, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Nú styttist í að hönnunar- stefna stjórnvalda verði birt, en hún endur- speglar mikilvægi hönnunar í öllum þáttum atvinnulífsins. Það ríður á að þeirri stefnu verði fylgt eftir á öllum sviðum stjórnsýsl- unnar. Fólkið í hönnunargeiranum mun ekki láta sitt eftir liggja þegar kemur að því að vinna með stjórnvöldum við að efna sinn hlut. Með frumkvæði og nýsköpun getum við skapað íslensku samfélagi fjölbreytt lífs- viðurværi af auðlindum hugans. Íslenskir hönnuðir hafa fyrir löngu sýnt að þeir hafa bæði dug og getu til að marka spor á breiðstrætum hönnunar og arkitekt- úrs heima og heiman. Hönnunarsjóður getur haft úrslitaáhrif á upphaf og þróun nýsköp- unarverkefna og afkomu og vöxt sjálfstæðra hönnuða og fyrirtækja. Með öflugum vexti og viðgangi hönnunar og arkitektúrs munu stjórnvöld, þegar fram líða stundir, geta sótt þjóðinni björg í bú. Hönnunarsjóður er því mikið fagnaðarefni. Björg í bú HÖNNUN Ólafur Mathiesen arkitekt og formaður stjórnar hönnunarsjóðs ➜ Kraftur og dugur hönnuða hefur verið kærkominn áhrifavaldur í að auka verðmæti og bæta lífsgæði undanfarin ár.Nýir Heilsuréttir fjölskyldunnar 2. prentun væntanleg H átíðirnar tvær sem haldnar voru í Laugardalnum um helgina kenndu sig báðar við vonina. Hvað skipuleggjendur þeirra vonuðu var hins vegar ekki augljóst. Var það von um betra samfélag sem vísað var til eða von um að sem flestir aðhylltust þá stefnu sem hvor um sig boðaði? Hina einu réttu stefnu sem sé. Sannfæringin um að einhver tiltekin skoðun sé réttari en önnur hefur væntanlega fylgt mannskepnunni frá upphafi vega. Til hvers að hafa skoðun yfirleitt ef þú trúir ekki að hún sé sú rétta? Virðingar- leysið fyrir skoðunum annarra og tilheyrandi skortur á umburðarlyndi hefur hrundið af stað fleiri átökum og stór- styrjöldum en nokkuð annað. Þar hafa trúarbragðahreyf- ingar verið framarlega í flokki og ótölulegur fjöldi fólks hefur tapað lífinu fyrir þá sök eina að aðhyllast eða aðhyllast ekki hina einu réttu trú. Hvernig hægt hefur verið að réttlæta slíkan yfirgang í nafni manns sem bauð að við skyldum elska óvini okkar er ein af ráðgátunum í veraldarsögunni, en enn er ekkert lát á mannvígum í nafni Jesú Krists. Annað sem stundað er grimmt í nafni frelsarans er for- dæming á tilteknum tilbrigðum í ástalífi fólks. Setningin fræga „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum“ sem höfð er eftir Kristi á ekki upp á pallborðið hjá harðlínufólki sem þykist lifa samkvæmt kenningum hans. Einn þeirra, hinn margumræddi Franklin Graham sem predikaði á Hátíð vonar um helgina, baðst reyndar undan því að bera ábyrgð á þeirri skoðun sinni að samkynhneigð væri synd og vísaði í gríð og erg í Biblíuna þeirri skoðun til stuðnings. „Guð segir það“ var viðkvæðið. Það er varla hægt að verða meira stikkfrí en það. Viðbrögðin við komu predikarans til landsins og því að biskup Íslands skyldi tala úr sama predikunarstól og hann eru svo önnur Ella sem tíunduð hefur verið í fjölmiðlum og verður ekki farið út í hér. Það sem upp úr írafárinu stendur er spurningin um skoðana- og málfrelsi. Má hann ekki bara hafa sína skoðun í friði? spurði fólk sem studdi hátíðina. Er ekki skoðanafrelsi í landinu? Stutta svarið við þeirri spurn- ingu er nei. Fordómar gegn kynhneigð, trúarbrögðum, húðlit, kyni eða þjóðerni annarra flokkast nefnilega ekki sem skoðanir. Að láta þá í ljós á ofstækis- eða hatursfullan hátt er ekki leyfilegt samkvæmt íslenskum lögum. Fólk getur síðan haft misjafnar skoðanir á þeim lögum en það breytir ekki því að á meðan þau eru í gildi ber fortakslaust að fara eftir þeim. Það er því með öllu óskiljanlegt að þjóðkirkjan, sem segist styðja réttindabaráttu samkynhneigðra, skyldi senda for- stöðumann sinn til að styðja fordómana. Þetta ætti ekki að vera flókið: Hatursorðræða varðar við lög. Og þau lög eiga væntanlega líka við um þá sem bera Guð fyrir skoðunum sínum. Eru fordómar skoðanir? Guð segir það

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.