Fréttablaðið - 01.10.2013, Page 22

Fréttablaðið - 01.10.2013, Page 22
BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 4 1. október 2013 ÞRIÐJUDAGUR Árið 2004 þegar Chrysler tilheyrði Daimler-samsteypunni, sem er móður- félag Mercedes Benz, urðu til nokkrir spennandi bílar á teikniborði Chrysler. Sumir þeirra fóru í framleiðslu, eins og Chrysler 300C, Chrysler Crossfi re og  ölnotabíllinn Chrysler Pacifi ca. Aðrir náðu því bara að vera smíðaðir sem tilraunaeintök og þessi flotti Chrysler ME-Four Twelve Concept var einn þeirra. Hann var sannkallaður ofurbíll með V12 tólf strokka vél frá Mercedes Benz sem var miðjusett í bílnum. Hann var fær um að ná 100 km hraða á 2,9 sekúndum og 160 km hraða á 6,2 sekúndum með sín 850 hestöfl. Hann hefði hæglega getað keppt við ofurbíla þess tíma eins og Ferrari Enzo. Sprengirými vélarinnar, sem var frá AMG-hluta Benz, var sex lítrar. Bíllinn var afturhjóladrifi nn og tengdur við 7-gíra skiptingu sem skipta mátti með flipum á stýrinu. Yfi rbygging bílsins var að mestu úr koltre um og áli og vóg bíllinn aðeins 1.310 kíló, þótt nokkuð stór væri, en var þó aðeins ætlaður tveimur farþegum. Bíllinn fór samt aldrei í framleiðslu. Daimler varð síðan að selja Chrysler með umtalsverðu tapi og eignarhaldið var álitið mikil mistök. Þó hagnaðist Chrysler árin 2004 og 2005, en eftir það fór að síga á ógæfuhliðina. Flottur Chrysler ME-Four Twelve sem aldrei varð að veruleika Þessi bandaríski bíll hefði verið verðugur keppinautur Ferrari Enzo. Range Rover selst sem aldrei fyrr. Land Rover hefur ekki undan Þeir eiga aldeilis við gott vandamál að stríða hjá Land Rover-fyrir- tækinu. Þar á bæ hafa menn ekki undan að smíða hinar nýju gerðir bíla sinna og til dæmis er níu mánaða bið eftir Range Rover Sport, en aðeins minni biðröð er eftir stærri bróður hans, Range Rover, eða sex mánuðir. Báðir eru þessir bílar af tiltölulega nýrri gerð og líka svona vel. Þrátt fyrir að Range Rover kosti 55 millj- ónir í Kína eru margir vel stæðir Kínverjar svo viljugir að krækja í bílinn að þeir eru tilbúnir að borga tíu milljónir króna ofan á það til að komast fremst í röðina og fá bílinn afhentan fljótt. Vandi Land Rover-fyrirtækisins er sá að ómögulegt er að auka framleiðsluna mikið meira en nú er, því í verksmiðjunni í Solihull þar sem bíllinn er framleiddur, er unnið 24 klukkutíma sólar- hringsins og erfi tt að fi nna fleiri tíma í honum. Einnig er örðugt fyrir Land Rover að fá fleiri vélar afgreiddar í bílana því þær eru frá Ford og þar er einnig erfi tt að auka framleiðslugetuna. Því sitja Land Rover-menn uppi með vandamál sem erfi tt er að leysa, en margur bílaframleiðandinn vildi einmitt sitja uppi með svona vandamál. Volkswagen XL1 fær nú krafta í kögglum. Volkswagen XL1 með Ducati- mótorhjólavél Eins lítra bíll Volkswagen, XL1, sem fyrirtækið er um það bil að afhenda fyrstu eintök af til eigenda sinna, er einn sparneytnasti bíll heims. Hann eyðir aðeins 0,9 lítrum á hverja hundrað kílómetra og slær við upphaflega markmið- inu með smíði bílsins, að framleiða bíl sem eyðir einum lítra. Sá bíll er með 47 hestafla tveggja strokka vél og 27 hestafla rafmótor að auki. Volkswagen ætlar greinilega ekki að bjóða hann eingöngu í þessari útfærslu því á leiðinni er XL1 með 195 hestafla mótorhjóla- mótor sem fenginn er frá Ducati. Volkswagen þarf ekki að leita langt yfi r skammt til að fá þessa vél frá Ducati, því ítalski mótorhjólaframleiðandinn er í eigu Volkswagen. Þessi öflugi mótor Ducati er með 1.199 cc sprengirými og snýst upp í 11.500 snúninga á mínútu. Þessi mótor hefur verið notaður í Ducati Panigale-ofur- hjólið og ætti að duga þessum smáa og létta XL1 vel á sprettinum. Með því að losna við þungar raf- hlöðurnar og fá í staðinn þennan létta mótor ætti þessi bíll að verða alger raketta. Vatnagörðum 24-26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is Umboðsaðilar: Bernhard, Reykjanesbæ, sími 421 7800 Bílver, Akranesi, sími 431 1985 Höldur, Akureyri, sími 461 6020 Bragginn, Vestmannaeyjum, sími 481 1535 www.honda.is L/100KM Í BLÖNDUÐUM AKSTRI C02 ÚTBLÁSTUR AÐEINS 94 g HONDA CIVIC 1.6 DÍSIL KOSTAR FRÁ KR. HONDA CIVIC 1.4 BENSÍN - BEINSKIPTUR, KOSTAR FRÁ KR. 3.490.000 HONDA CIVIC 1.8 BENSÍN - SJÁLFSKIPTUR, KOSTAR FRÁ KR. 3.840.000 Áreiðanlegasti bílaframleiðandinn Samkvæmt What Car og Warranty Direct hefur Honda verið valin áreiðanlegasti bílaframleiðandinn átta ár í röð. Bí ll á m yn d: H on da C ivi c 1 .6 i-D TE C E xe cu tiv e. 3,63,3 4,0L /100km L /100kmL /100km Utanbæjar akstur Blandaður akstur Innanbæjar akstur CO2 útblástur 94 g/km Komdu í reynsluakstur og prófaðu Honda Civic dísil, með nýrri Earth Dreams Technology dísilvél, sem býður upp á einstakt samspil sparneytni og krafts.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.