Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.10.2013, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 01.10.2013, Qupperneq 38
1. október 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 30 „Þetta var fyrsta „show“ sinnar tegundar sem haldið var á Íslandi eftir að Harpan varð til,“ segir Frið- rik Ómar Hjörleifsson, tónlistar- maður og stofnandi Rigg ehf., um heiðurstónleika Freddie Mercury. Yfir 40.000 manns hafa sótt tón- leikana og enn eru þrennir Freddie Mercury heiðurstónleikar á döfi nni. „Þetta verða fimmtán tónleikar í heildina, ef við teljum þá tónleika með sem eftir eru hafa um 42.000 manns komið á tónleikana,“ bætir Friðrik Ómar við. Það er svo sannarlega ekki gefi ns að halda tónleika á Íslandi en samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins kostar rúmlega eina mil- ljón króna að leigja Eldborgarsalinn í Hörpu, undir eina tónleika. Með tæknibúnaði og miðasölugjöldum getur upphæðin orðið tæpar þrjár milljónir króna. Í Hofi á Akurey- ri kostar leiga á stærri salnum, Hamra borg, um 400 þúsund krónur, einnig getur bæst við kostnaður við leigu á búnaði og vinnu. „Ég er í rauninni einn í þessu og mér fi nnst mjög gaman að standa í þessu. Það er einnig mjög ánægju- legt að hugmynd sem ég fæ geti veitt fjölda fólks vinnu en það koma um 30 til 40 manns koma að Freddie-sýningunni,“ bætir Friðrik Ómar við. Friðrik Ómar stofnaði Rigg árið 2008 og hafa fjölmargir viðburðir verið skipulagðir af fyrirtækinu. Næsta verkefni Rigg er Bee Gees-heiðurstónleikarnir sem haldnir verða í Háskólabíó hinn 12. október næstkomandi. - glp Aðsóknarmestu tónleikar síðari ára á Íslandi Yfi r 40.000 manns hafa sótt Heiðurstónleika Freddie Mercury sem haldnir eru af Rigg Events & Music ehf. MIKIL AÐSÓKN Friðrik Ómar Hjörleifs- son stendur á bak við heiðurstónleika Freddie Mercury. MYND/GASSI PI PA R\ TB W A · S ÍA · 1 32 7 74 Fiskikóngurinn Sogavegi 3 • www.fiskikongurinn.is „Við erum alveg í skýjunum yfir þessu. Þetta er yndislegt,“ segir Alexander Örn Númason, bassa- leikari The Vintage Caravan. Rokktríóið hefur skrifað undir samning við þýska útgáfufyrir- tækið Nuclear Blast, sem er stærsta sjálfstæða þungarokks- útgáfa heims. Á meðal þekktra hljómsveita sem eru á mála hjá fyrirtækinu eru Sepultura, Anthrax, Soulfly, Biohazard, Exodus og Overkill. Flestar hljómsveitirnar hjá Nucelar Blast eru á meðal þeirra fremstu í þungarokki eða dauða- rokki en að sögn Alexanders Arnar eru sjö til átta sveitir í klassíska rokkgeiranum eins og The Vintage Caravan. Aðspurður segir Alexander Örn að samningurinn kveði á um að næstu plötur The Vintage Caravan komi út hjá Nuclear Blast. Einnig er stefnt á að önnur plata sveitarinnar, Voyage sem kom út hjá Senu í fyrra, komi út í janúar úti um allan heim í nýjum umbúðum. „Þetta gerðist eiginlega óvart. Þetta er í raun og veru einu manni að þakka,“ segir bassa- leikarinn um samninginn. „Það er þýskur maður sem við kynnt- umst á Eistnaflugi árið 2012. Hann er búinn að láta hlutina gerast að okkur óafvitandi.“ Auk útgáfusamningsins hefur The Vintage Caravan gert samn- ing við austurríska bókunar- skrifstofu. Hljómsveitin spilar á Roadburn-hátíðinni í Hollandi í apríl og líklega fer hún í tón- leikaferðalag í janúar þegar plat- an kemur út. Fáið þið ekki góðan pen- ing fyrir samninginn? „Þetta er þokkalegur peningur. Þetta snýst aðallega um að við fáum nægt fjármagn til að gera plötu og til að koma okkur út. Við erum ekkert að tala um tugi milljóna en það verður ágætlega séð um okkur.“ Nýtt myndband The Vintage Caravan er komið út við lagið Expand Your Mind. Leikstjóri var Bowen Staines, sem leik- stýrði einnig myndböndunum við Fjöru með Sólstöfum og Gleipni með Skálmöld. Það var tekið upp á skemmtistaðnum fyrrverandi Faktorý. freyr@frettabladid.is Sömdu við eina stærstu útgáfu heims Rokktríóið The Vintage Caravan hefur gert útgáfusamning við Nuclear Blast frá Þýskalandi sem er stærsta sjálfstæða þungarokksútgáfa veraldar. The Vintage Caravan sækir innblástur sinn í klassískt rokk frá árunum í kringum 1970, sveitum á borð við Led Zeppelin, Cream, Deep Purple, Jimi Hendrix, Trúbrot og Óðmenn. Meðal nýlegra sveita í uppáhaldi eru The Mars Volta og The Black Keys. Hljómsveitin hét upphaflega The Vintage og tók þátt í Músíktilraunum árið 2009 þar sem hún lenti í þriðja sæti. Haustið 2010 breyttist nafnið í The Vintage Caravan og sveitin spilaði á Iceland Airwaves. Hljómsveitin sigraði í undankeppni Global Battle of the Bands hér á landi í fyrra. Sækir innblástur í klassískt rokk Hjónin Hrönn Helgadóttir organisti og Davíð Ólafsson óperusöngvari eignuðust litla dóttur í fjölskyldubílnum fyrir utan verslunina Pfaff á Grensásvegi í fyrrinótt. Barninu virtist liggja nokkuð á að komast í heiminn og kom það því í hlut föðurins að taka á móti henni í framsætinu. Móður og barni heilsast vel. Hrönn og Davíð voru á leið upp á fæðingar- deild frá heimili sínu í Mosfellsbænum á heimilisbílnum, litlum Volkswagen Touran, þegar þeim varð ljóst í hvað stefndi. Davíð ákvað þá að aka inn Grensásveginn, leggja uppi á stétt og taka á móti stúlkunni. Það leið ekki nema mínúta frá því að Davíð hringdi á sjúkrabílinn og þangað til að barnið, sem á læknaskýrslum er nú kallað Pfaffstúlkan, var komið í fang móðurinnar. „Hún gaf í, svo ég gaf í og bað svo bara til guðs að löggan myndi ekki stöðva mig,“ segir Davíð um fæðinguna. Fyrir eiga hjónin saman fjögurra ára tví- bura, og Hrönn tvö eldri úr fyrra sambandi. - mlþ Fæddi barn í bíl á Grensásvegi Davíð Ólafsson óperusöngvari tók á móti dóttur sinni og Hrannar Helgadóttur. THE VINTAGE CARAVAN Rokktríóið The Vintage Caravan hefur gert útgáfusamning við þýska fyrirtækið Nuclear Blast. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HEILSAST VEL Dóttir Hrannar Helgadóttur og Davíðs Ólafssonar fæddist í bílnum á leiðinni upp á fæðingardeild. „Ég er yfirlýstur chili-fíkill og finnst helst ekkert gott nema það innihaldi mikið chili. Ég enda oftast á Ban Thai, þeir gera góðan mat og eru ófeimnir við sterkt krydd.“ Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir, annar umsjónar- manna sjónvarpsþáttarins Á fullu gazi. BESTI BITINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.