Fréttablaðið - 08.10.2013, Side 2
8. október 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2
Reynir, væri ekki hryllilegt að
vinna þessi verðlaun?
„Nei, ég hræðist það ekki.“
Frost, kvikmynd Reynis Lyngdal leikstjóra,
keppir um verðlaunin Gylltu hauskúpuna
á hryllingsmyndahátíðinni Screamfest
sem verður haldin í Los Angeles síðar í
mánuðinum.
SPENNANDI
OG RÍKULEGA
MYNDSKREYTT
FÓLK Þjáningar flóttafólks frá Sýrlandi hafa látið fáa ósnortna og
margir hafa lagt sitt af mörkum til að bæta líf þeirra hundraða þús-
unda sem eiga þar um sárt að binda.
Nokkrar fræknar prjónakonur á Íslandi, meðal annars íbúar og
starfsfólk í þjónustuíbúðunum við Bólstaðarhlíð í Reykjavík, hafa
undanfarið tekið þátt í verkefninu Lily – Love In the Language of
Yarn. Þar hefur prjónafólk um allan heim tekið þátt í að senda skjólföt
fyrir börn og búta í teppi sem svo eru settir saman. Allir geta annars
tekið þátt og má finna nánari upplýsingar um verkefnið með því að
leita að því á vefnum. - þj
Prjónakonur í Reykjavík láta gott af sér leiða:
Prjóna fyrir börnin frá Sýrlandi
PRJÓNAMENNSKA Prjónaðar eru ferningar sem eru 20 sentimetrar á kant og þeir
svo sendir til Tyrklands þar sem þer eru settir saman í teppi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
GRIKKLAND, AP Grísk stjórnvöld
eru vongóð um að eftir erfið sam-
dráttarár sé nú útlit fyrir að hag-
vöxtur verði á næsta ári.
Samkvæmt drögum að fjárlaga-
frumvarpi næsta árs verður þar
0,6 prósenta hagvöxtur. Það verð-
ur í fyrsta sinn frá 2007 sem efna-
hagur landsins vex.
Gert er ráð fyrir að afgang-
ur verði á rekstri ríkisins, utan
afborgana af lánum, og að atvinnu-
leysi minnki. Skuldastaðan er þó
alvarleg. Áætlað er að skuldir rík-
isins verði 174,5 prósent af lands-
framleiðslu á næsta ári. - þj
Hagvöxtur eftir samdrátt:
Vonarglæta í
brjósti Grikkja
SAMGÖNGUR „Við munum líklega
byrja að bora og sprengja fyrir
gangamunna Norðfjarðarganga í
Eskifirði í þessari viku,“ segir Guð-
mundur Björnsson, tæknifræðingur
hjá verkfræðistofunni Hnit sem fer
með umsjón og eftirlit vegna fram-
kvæmda við Norðfjarðargöng.
Guðmundur segir allar líkur á að
byrjað verði að sprengja fyrir jarð-
göngunum sjálfum, sem eiga að
tengja Eskifjörð við Neskaupstað,
upp úr næstu mánaðamótum.
Verktakar á svæðinu hafa nú
þegar reist vinnubúðir og búið er
að moka frá lausu jarðvegsefni sem
lá í fjallshlíðinni þar sem göngin
verða.
„Vinna við brúarsmíði yfir Norð-
fjarðará er einnig að klárast og
það er búið að leggja vegaslóða frá
brúnni að væntanlegum gangam-
unna Norðfjarðarmegin,“ segir Guð-
mundur. „Brúin er forsenda fyrir
því að gangagröftur geti hafist þeim
megin og þegar hún verður tilbúin
verður hægt að fara út í undirbún-
ingsvinnu Norðfjarðarmegin.“ - hg
Framkvæmdir við annan gangamunna Norðfjarðarganga að hefjast:
Bora fyrir göngunum í vikunni
DANMÖRK Yfirborgarstjóri
Kaupmannahafnar, Frank
Jensen, segir að það eigi að
vera auðveldara að reka kenn-
ara sem ekki standa sig nógu
vel. Formaður danska kennara-
sambandsins, Anders Bondo
Christensen, segir í viðtali á
vef Kristilega dagblaðsins að
nú þegar sé mörgum kennurum
sagt upp vegna lélegrar kennslu.
Formaðurinn telur að erfiðara
sé að halda í kennara en reka þá
þar sem kannanir sýni að helm-
ingur þeirra íhugi að hverfa frá
störfum. -ibs
Yfirborgarstjóri Hafnar:
Segja lélegum
kennurum upp
ÁIN BRÚUÐ Vinna við brúarsmíði yfir
Norðfjarðará er langt komin.
MYND/ÞORSTEINN VALUR
DÓMSMÁL Ríkissaksóknari gaf
fyrir helgi út ákæru á hendur
fimm mönnum fyrir tvær hrotta-
fengnar líkamsárásir, mannrán og
langvinnar pyntingar um mánaða-
mót júní og júlí síðastliðinna.
Mest ber á tveimur mönnum í
ákærunni; Stefáni Loga Sívars-
syni, 31 árs, og nafna hans Stefáni
Blackburn, 21 árs. Báðir eiga þeir
mikla brotasögu. Hinir mennirnir
þrír eru fæddir árin 1990 og 1992
og hafa allir komið áður við sögu
lögreglu.
Ákæran er í fjórum liðum og
ástæða er til að vara við lýsingum
sem hér fara á eftir. Fyrsti liður-
inn snýr að árás á 22 ára mann í
samkvæmi í Breiðholti sem hófst
klukkan níu að kvöldi 30. júní og
stóð fram undir hádegi daginn
eftir. Hann hafði þá greint Stefáni
Loga frá því að annar maður hefði
átt í kynferðislegu sambandi við
fyrrverandi kærustu hans.
Mennirnir eru ákærðir fyrir að
hafa misþyrmt honum allt kvöld-
ið og fram eftir nóttu þar til hann
slapp undir hádegi. Samkvæmt
ákærunni var maðurinn meðal
annars sleginn með keðju, stung-
inn ítrekað með skrúfjárni, dúka-
hníf og óhreinum sprautunálum af
nöfnunum Stefáni Loga og Stefáni
Blackburn, barinn með kylfum,
hann kinnbeinsbrotinn, skorinn
víða og klippt í eyru hans.
Annar ákæruliðurinn fjallar um
árás á 25 ára mann, þann sem hafði
átt vingott við kærustuna fyrrver-
andi. Þar segir að honum hafi verið
rænt af heimili sínu klukkan hálf
eitt sömu nótt. Hann hafi verið bar-
inn ítrekað með kylfum, hann skor-
inn, rakspíra hellt á brjóstkassa
hans og kynfæri og kveikt í.
Samkvæmt ákærunni rifnaði efri
vör mannsins vegna kylfuhöggs
frá Stefáni Loga, sem einnig braut
framtönn hans, og í kjölfarið saum-
aði einn árásarmannanna vörina
saman með saumnál og garni. Stef-
án Logi hafi síðan neytt ofan í hann
óþekktar töflur „sem líklega inni-
héldu deyfandi lyf“, stungið hann
með skrúfjárni og einn mannanna
sprautað hann með óþekktu lyfi í
rassinn.
Um morguninn hafi Stefán
Blackburn og annar úr hópi ákærðu
ekið með manninn í hús á Stokks-
eyri, þar sem Stefán hafi slegið
hann með belti og einhvers konar
snúru í líkamann áður en hann var
afklæddur og skilinn eftir nakinn
íklæddur svörtum plastpoka í kjall-
ara hússins, bundinn við burðar-
stoð eftir að þeir hafi „bundið beisli
um höfuð honum þannig að mélin
voru í munni hans“.
Húsráðandinn á Stokkseyri leysti
hann úr haldi síðdegis. Hann sætti
gæsluvarðhaldi um skeið en er ekki
ákærður. Þolandinn krefst rúmlega
sex milljóna króna í bætur vegna
málsins. stigur@frettabladid.is
Skilinn eftir bundinn
og mýldur í plastpoka
Fórnarlambið í svokölluðu Stokkseyrarmáli krefur kvalara sína um sex milljónir í
bætur. Maðurinn var bundinn við burðarbita í kjallara klukkustundum saman.
Í ákæruliðum þrjú
og fjögur er Stefán
Logi ákærður fyrir
að hafa í október
2012 ráðist á þá-
verandi kærustu
sína, vafið belti af
baðslopp um háls
hennar og dregið
hana um þannig
að henni lá við
köfnun, og síðan 30. júní í sumar
ráðist inn til hennar og foreldra
hennar og hótað henni og föður
hennar lífláti.
Líka ákærður fyrir
árás á kærustuna
STEFÁN LOGI
SÍVARSSON
HÚSIÐ Á STOKKSEYRI Í kjallara þessa húss var manninum haldið klukkustundum
saman. MYND/SIGURJÓN
NOREGUR Forvígiskonur Hægriflokksins og Fram-
faraflokksins í Noregi tilkynntu í gærkvöldi að
samkomulag hefði tekist milli flokkanna um
myndun ríkisstjórnar.
Erna Solberg, formaður Hægri og verðandi for-
sætisráðherra, og Siv Jensen, formaður Fram-
faraflokksins, tilkynntu á blaðamannafundi í
gær að samkomulagið fæli í sér átta meginatriði.
Fyrst að styrkja atvinnulífið, fjölga störfum og
efla einkaframtakið. Þá á að draga úr skrifræði,
bæta stöðu kennara, bæta vegakerfið og styrkja
velferðarkerfið. Þá á að skoða hvort lögreglu-
menn eigi almennt að vera vopnaðir og innflytj-
endalöggjöf verður hert. Loks verður sveitar-
félögum fækkað og verkefni flutt frá ríki í hérað.
Vonast er til þess að hægt verði að tilkynna um
ráðherraskipan fyrir 18. október.
Flokkarnir tveir hlutu samtals um 45 prósent
atkvæða í þingkosningunum í síðasta mánuði
og eru með 77 af 169 þingmönnum. Það var nóg
til að fella stjórn Jens Stoltenberg en viðræður
allra fjögurra flokkanna á hægri vængnum um
stjórnar myndun fóru út um þúfur þar sem minni
flokkarnir tveir vildu ekki vinna með Framfara-
flokknum sökum afstöðu hans í málefnum inn-
flytjenda. - þj
Hægri og Framfaraflokkurinn náðu saman um stjórnarmyndun í Noregi:
Megináherslan á atvinnulífið
NÝR FORSÆTISRÁÐHERRA Svo fór sem flestir spáðu að Siv
Jensen og Erna Solberg náðu saman um myndun ríkisstjórnar
í Noregi. NORDICPHOTOS/AFP
PERSÓNUVERND Starfsmaður Lög-
reglunnar á höfuðborgarsvæðinu
upplýsti fyrir mistök ættingja
manneskju, sem lagt hafði fram
kæru vegna kynferðisbrots, um
kæruna.
Kærandinn, sem sagður er
vera á aldrinum 18 til 20 ára,
taldi lögreglu hafa brotið lög með
því að upplýsa um kæruna.
Í svari lögreglu til Persónu-
verndar segir að starfsmaður
embættisins vilji biðja kærand-
ann afsökunar á mistökunum. - bj,
Lögreglan baðst afsökunar:
Sagt frá meintu
kynferðisbroti
SPURNING DAGSINS