Fréttablaðið - 08.10.2013, Page 8
8. október 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 8
10
5
0
' GRAPHIC NEWS
Erfiðir valkostir Sífellt hækkandi skuldaþak
Um miðjan mánuð mun bandaríska ríkið fara upp fyrir 16.700 milljarða
dala þakið sem þingið setur á lántökur. Verði það ekki hækkað getur ríkið
aðeins reitt sig á skatttekjur, um 250 milljarða dala á mánuði, til að standa
undir rekstri ríkisins og greiða núverandi skuldir.
Fjárlög 2013-2014– í pattstöðu á þingi
Kostnaður við rekstur alríkisstjórnarinnar: 3.778 milljarðar
Skatttekjur: 3.034 milljarðar
Halli á ríkissjóði: 744 milljarðar (62 milljarðar á mánuði)
Handbært fé (17. október): 30 milljarðar
Heildarskuldir ríkisins: Nær 16.700 milljarðar
Heildarskuldir á hvern skattborgara: 148.210
Vextir sem þarf að greiða af ríkisskuldabréfum
2013-2014: 222 milljarðar
Úr stjórnarskrá Bandaríkjanna
1. grein, 8. hluti: Þingið eitt hefur
vald til þess að fá lánað fé fyrir hönd
Bandaríkjanna.
14. stjórnarskrárviðauki, 4. hluti: „Gildi
ríkisskuldar Bandaríkjanna, sem laga-
heimild er fyrir, skal ekki dregið í efa.“
Þetta er túlkað með þeim hætti að skuld-
ir skuli greiða að fullu og á réttum tíma.
Greiðslufall á
bandarískum ríkis-
skuldabréfum. Þetta
myndi brjóta gegn
14. viðaukanum,
stórskaða láns-
hæfismat Banda-
ríkjanna, auka
lántökukostnað
og ýta undir aðra
fjármálakreppu á
heimsvísu.
Skipa ríkissjóði að
gefa út meira af
ríkisskuldabréfum
til að standa undir
útgjöldum. Einhliða
ákvörðun stjórnar-
innar brýtur gegn
fyrstu grein stjórnar-
skrár og myndi gefa
þinginu átyllu til að
kæra Obama fyrir
brot í embætti.
Forgangsraða
greiðslum af
lánum, þar sem
vextir yrðu efstir á
blaði, og skera 600
milljarða niður af
útgjöldum ríkisins,
4% af VLF. Þetta
gæti valdið sam-
drætti á ný.
Kröfur
repúblikana:
Harðlínumenn
hafa sett sem
skilyrði fyrir því að
samþykkja fjárlög
og koma starfsemi
ríkisins aftur í
gang að hætt verði
við gildistöku nýs
sjúkratrygginga-
kerfis, Obamacare.
Valkostur1 2 3
HEIMILDIR: FJÁRMÁLARÁÐUNEYTI BNA, HVÍTA HÚSIÐ MYND/AP
Ekkert virðist þokast í átt til sátta til að koma starfsemi
ríkisins aftur í fullan gang. Deilan verður jafnvel óleyst
þegar 17. október rennur upp en ef hámark fyrir lántöku
ríkisins, sem nú stendur í 16.700 milljörðum
dala, verður ekki aukið gæti það orsakað
greiðslufall ríkissjóðs.
Flokkur við stjórn:
Repúblikanar
Demókratar
Reagan
1981-1989
Bush
1989-93
Bush
2001-2009
Obama
2009-
Clinton
1993-2001
Jack Lew fjár-
málaráðherra
segir að ríkið
muni aðeins hafa um 30
milljarða dala til ráðstöfunar
náist ekki samkomulag um
hækkun skuldaþaksins.
Skuldaþakið
Árslok 2013:
17.500 milljarðar
í skuld (áætlað)
Maí 2013:
16.700 milljarða
þakinu náð
Fulltrúadeildin
Öldungadeildin
HEIMILDIR: WHITEHOUSE.GOV, SENATE.GOV, HOUSE.GOV (C) GRAPHIC NEWS
Skuldir ríkissjóðs
1980 1985 1990 1995 2000 2005 2010
BANDARÍKIN Pattstaðan í Washington
er nú harðari en nokkru sinni fyrr
þar sem gjá milli flokka ógnar stöð-
ugleika um heim allan.
Vika er síðan lokað var fyrir
öll ríkisútgjöld sem ekki eru talin
bráðnauðsynleg og nú stefnir allt í
uppgjör næstu daga vegna skulda
ríkis sjóðs. Repúblikanar, sem eru í
meirihluta í fulltrúadeildinni, hafa
hafnað því að semja við demókrata
í öldungadeildinni um lausn mála
nema gildistöku nýs sjúkratrygg-
ingakerfis, sem kennt er við Barack
Obama forseta, verði frestað. Slíkt
taka demókratar ekki í mál.
Samkvæmt stjórnarskrá Banda-
ríkjanna er það þingið eitt sem
hefur vald til að stofna til skulda
fyrir hönd ríkisins. Núverandi lög
kveða á um að skuldir skuli ekki
verða hærri en 16.700 milljarð-
ar dala, sem nemur um 2.000.000
milljörðum króna. Sú fjárhæð er til
dæmis 3.400 sinnum hærri en þeir
587 milljarðar sem eru heildarút-
gjöld íslenska ríkisins á næsta ári
samkvæmt fjárlagafrumvarpi.
Ef ekki verður samið um að
hækka skuldaþakið mun ríkissjóður
ekki geta staðið undir útgjöldum og
afborgunum af lánum, sem myndi
leiða til greiðslufalls með alvarleg-
um afleiðingum. Svipuð staða kom
upp síðast þegar skuldir þokuðust
nálægt löglegu marki, sumarið 2011.
Þá náðu flokkarnir ekki saman fyrr
en á ögurstundu og lögin um hærra
skuldaþak voru staðfest sama dag
og búist var við að gjaldfall yrði.
Það hafði engu að síður miklar
afleiðingar þar sem tiltrú neyt-
enda dróst saman, erlendir aðilar
Fljóta glaðvakandi að feigðarósi
Flokkarnir á Bandaríkjaþingi takast á um fjárlög ríkisins. Rekstur ríkisins hefur verið skertur síðustu vikuna en nú stefnir í óefni varðandi
heimildir ríkissjóðs til að stofna til frekari skulda. Náist ekki samkomulag stefnir í greiðslufall ríkissjóðs með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
forðuð ust ríkisskuldabréf um hríð
og hlutabréfamarkaðir tóku dýfu.
Auk þess var lánshæfismat banda-
ríska ríkisins lækkað um flokk.
Flestir sérfræðingar sem hafa gefið
álit sitt á framvindunni telja líkleg-
ast, í ljósi reynslunnar, að flokk-
arnir nái saman að lokum. Vand-
ræðin varpa þó enn og aftur ljósi
á það hversu stirt er milli flokk-
anna og hversu mikið ógagn kyrr-
stöðuástandið vinnur almenningi,
efnahag og atvinnulífi þar í landi.
thorgils@frettabladid.is
10.000
5.000 milljarðar dala
0
*Allar upphæðir eru í dölum
© GRAPHIC NE S