Fréttablaðið - 08.10.2013, Qupperneq 22
BÍLAR
FRÉTTABLAÐIÐ
4 8. október 2013 ÞRIÐJUDAGUR
Það hljómar eins og áskorun í Top
Gear að aka 16.000 kílómetra á
tíu dögum en svo er ekki. Það eru
þolakstursrallökumennirnir Robert
Belcher og Stephen Cooper sem
ætla með þessu að sanna að Land
Rover Discovery LR3, sem þekktur
er nokkuð fyrir tíðar bilanir, þoli
þennan þolakstur án þess að bila.
Leiðin er líka afar spennandi sem
þeir ætla að aka, eða frá London
til Höfðaborgar í Suður-Afríku, og
fara í gegnum 13 lönd á leiðinni. Bíll
þeirra hefur reyndar fengið nokkra
yfi rhalningu til að þola þennan
erfi ða akstur. Undirvagn hans hefur
verið styrktur og dekkin þola akstur
á misjöfnum vegum sem þeir munu
fara um. Einnig hefur verið bætt við
eldsneytistanki svo að kapparnir
þurfi nú ekki að vera að stoppa í
sífellu til að fylla á.
Aksturinn fer fram frá 4. til 14.
október. Bíllinn er með 2,7 lítra
V6-dísilvél með túrbínu og þeir
komast 1.930 kílómetra á hverri
fyllingu. Ljóst er að ökumennirnir
þurfa að aka dag og nótt og skiptast
á að aka. Ef eitthvað bilar er eins
gott að það verði ekki í Kenía eða
Líbíu, en þar er bæði örðugast að
verða sér úti um varahluti og hjálp
og mest hætta á að einhver ásælist
bíl þeirra. Þessi leið frá London til
Höfðaborgar hefur verið farin áður
í einum rykk á Fiat Panda-bíl og
tíminn þá var 10 sólarhringar, 13
klukkutímar og 28 mínútur. Það met
ætla þeir kappar að bæta um a.m.k.
13 og hálfan klukkutíma.
Aka 16.000
kílómetra á
tíu dögum
Allir kraftabílar BMW sem bera stafi nn M hafa hingað til verið afturhjóla-
drifnir, nema X5 M og X6 M jepparnir, sem hafa eðlilega skartað órhjóla-
drifi . Það gæti breyst mjög hratt og er líklegasta ástæða þess að BMW
hefur horft upp á það að samkeppnisbílar Audi og Mercedes Benz eru
talsvert sneggri á sprettinum en M-bílar BMW, þrátt fyrir að búa ekki að
meira afli. Bílar eins og Audi RS4, RS6 og RS7, Porsche Panamera Turbo
og Mercedes Benz E63 AMG eru sneggri í hundraðið vegna órhjóladrifs
þeirra. Um 80% kaupenda Mercedes Benz E63 AMG velja bílinn með
órhjóladrifi og það er ástæða fyrir því. Allir þessir bílar eru sneggri í
hundraðið en 4,0 sekúndur, en enginn BMW M bílanna er sneggri en 4,2
sekúndur vegna afturhjóladrifsins. M-deild BMW hefur algerlega einblínt
á afturhjóladrif og telur að sportbílar eigi að vera þannig búnir en líklega
verða þeir að fara að kyngja stoltinu bráðlega því þeir eru að verða undir
í samkeppninni. Reyndar kom til greina að M3- og M4-bílarnir yrðu með
órhjóladrifi að síðustu kynslóð sem kom fram árið 2011, en nú er bara
að sjá til hvort þeir verði þannig af næstu kynslóð.
Verða allir BMW M-bílar fjórhjóladrifnir?
Þeir hjá franska fyrirtækinu PGO
eru greinilega miklir aðdáendur
Porsche og hafa mætur á hinum
hálfrar aldar gamla Porsche 356
Speedster. Svo miklar reyndar að
þeir hafa framleitt eftirmynd hans
sem þeir nú bjóða til sölu undir
nafninu Chevennes. Ekki er þó
hægt að segja að um algera eftir-
mynd sé að ræða þótt hann sé líkur
356-bílnum en hann ber svip hans
þó þokkalega. Chevennes er með
1,6 lítra vél frá BMW sem skilar 181
hestafli. Það hljómar ekki svo mikið
en rétt er að hafa í huga að hann
vegur ekki nema 999 kíló og er
líklega nokkuð sprækur. Hámarks-
hraðinn er 225 km/klst. Bíllinn er
afturhjóladrifi nn að sjálfsögðu, eins
og rökrétt er með sportbíl. Sala á
bílnum er hafi n í Evrópu en engum
sögum fer af vinsældum hans.
Frakkar stæla
Þjóðverja
Land Rover Discovery ætlar í langferð.
Cévennes er stæling á Porsche 356.
BMW M5.
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is
Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.
Þú finnur „Kia Motors Ísland“
á Facebook