Fréttablaðið - 08.10.2013, Side 26

Fréttablaðið - 08.10.2013, Side 26
8. október 2013 ÞRIÐJUDAGUR| TÍMAMÓT | 18TÍMAMÓT Árnastofnun stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu dagana 10. til 12. október. Fjallað verður um handrit frá ýmsum sjónarhornum, til dæmis nótur í hand- ritum, myndlist í handritum, tungu- mál, stafagerð og efni. Ráðstefnan er einn af viðburðum afmælisárs Árna Magnússonar. Tólf erlendir fyrirlesarar flytja erindi og fjórir íslenskir. Heiðursgestur verður rithöfundurinn Arnaldur Indriðason og heldur hann fyrirlestur fyrsta daginn. Ráðstefnan er opin öllum og þegar eru á annað hundrað manns búnir að skrá sig. Ráðstefna um handrit Alþjóðleg ráðstefna um handrit í Árnastofnun. Eftir að hafa fengið upplýsingar um bækistöðvar Che Guevara og skæruliða hans í Yura umkringdi sérsveit bólivíska hersins búðir þeirra, með fulltingi 1.800 hermanna, þann 8. október 1967 og tók Guevara höndum. Hann særðist töluvert í átökunum við herinn og er sagður hafa gefist upp sjálfviljugur, lagt frá sér byssuna og hrópað: „Skjótið ekki! Ég er Che Guevara og ég er ykkur meira virði lifandi en dauður.“ Eftir handtökuna var Guevara í haldi í gömlum skóla í þorpinu La Higuera. Hann neitaði staðfastlega að svara þegar yfirmenn í bólivíska hernum reyndu að yfirheyra hann. Það eina sem hann fékkst til að segja var að hann vantaði tóbak, sem hann fékk. Að morgni 9. október fyrirskipaði forseti Bólivíu, René Barrientos, að Guevara skyldi tekinn af lífi. Bandaríska ríkisstjórnin hafði reyndar farið fram á að hann yrði fluttur til Panama til frekari yfirheyrslna en Bólivíumenn létu það sem vind um eyru þjóta. Til að forðast vandræði fengu þeir drukkinn hermann, Mario Terán sem átti harma að hefna gegn Guevara, til að skjóta hann og sögðu að hann yrði að láta líta svo út að Guevara hefði fallið í bardaga. Terán fylgdi þeim fyrirmælum dyggilega og skaut hann alls níu skotum í líkamann. Samkvæmt samtímaheimildum voru síðustu orð byltingarforingjans: „Skjóttu mig bara, hugleysinginn þinn. Þú ert bara að drepa mann.“ ÞETTA GERÐIST: 8. OKTÓBER 1967 Che Guevara handtekinn Myndlistarmaðurinn Húbert Nói opnar sýningu í Menningarhúsinu Skúrnum, sem stendur við gömlu grásleppu skúrana við Ægisíðu í vesturbæ Reykjavíkur, fimmtudaginn 10. október klukkan 10. Sýningin ber yfirskriftina Sjálfvitund, en þegar dimmt er orðið á kvöldin kvikn- ar á verkinu og geta gestir og gangandi skoðað það inn um glugga Skúrsins. Húbert Nói Jóhannesson útskrif aðist frá Nýlistadeild Myndlista-og hand- íðaskóla Íslands 1987. Höfundarverk Húberts Nóa hefur frá upphafi snúist um tvo meginþætti, minni og staðsetningu. Sýning Húberts Nóa stendur til 27. október. Húbert Nói með sýningu SJÁLFVITUND Húbert Nói opnar sýningu á fimmtudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Faðir okkar og kær vinur minn, SIGURÐUR PÁLSSON lést á krabbameinsdeild LSH sunnudaginn 29. september. Að ósk hins látna fer útförin fram í kyrrþey. Þeim sem vilja minnast hans er bent á deild 11E á LSH. Ágúst Liljan Sigurðsson Barði Sigurðsson Páll Dagbjartur Sigurðsson Guðmundur Herdal Sigurðsson Guðríður Ólafsdóttir Ástkær konan mín, móðir, tengdamóðir, amma og systir, STEFANÍA ÞORGRÍMSDÓTTIR Sólvallagötu 64, Reykjavík, lést mánudaginn 30. september síðastliðinn. Útför fer fram fimmtudaginn 10. október klukkan 13.00 frá Fossvogskirkju. Gunnar Magnússon Ása Hauksdóttir Halldór Arnar Guðmundsson Sigurjón Starri Hauksson Sólveig Johnsen Guðrún Hauksdóttir Gísli Baldur Sveinsson Hreggviður Vopni Hauksson Hekla Sif Hreggviðsdóttir Áslaug Ingileif Halldórsdóttir Þorgrímur Starri Halldórsson Malena Níní Starradóttir og systkini hinnar látnu. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR SIEMSEN lyfjafræðingur, Svöluhrauni 12, Hafnarfirði, lést á heimili sínu aðfaranótt laugardagsins 28. september. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, þriðjudaginn 8. október, kl. 15.00. Auður Snorradóttir Guðmundur Siemsen Hrund Ottósdóttir Snorri Siemsen Jón Kjartan Ágústsson Rósa Siemsen Jóhann David Barðason Anna Sigríður Siemsen og barnabörn. Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, LILY HALLDÓRSDÓTTIR Austurbyggð 11, Akureyri, lést þann 26. september. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Öldrunarheimili Akureyrar. Torfi Leósson Hrefna Gunnhildur Torfadóttir Magnús Gauti Gautason Leó Geir Torfason Guðný Jónsdóttir Halldór Torfi Torfason Unnur A. Kristjánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Faðir minn, sonur okkar, bróðir og mágur, BRYNJAR BJÖRNSSON múrarameistari, frá Egilsstöðum í Vopnafirði, lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn 27. september. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 10. október kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Helga Björk Brynjarsdóttir Björn M. Sæmundsson Ingigerður Jóhannsdóttir Þorkell Björnsson Súsanna Ó. Sims Sæmundur Egill Björnsson Hanna Jóna Björnsdóttir Helga Björnsdóttir Aðalsteinn A. Halldórsson Elskulegur bróðir okkar, mágur, vinur, frændi og félagi, TRYGGVI GUNNLAUGSSON lést þann 27. september á krabbameins- deild Landspítalans. Útför Tryggva fer fram miðviku daginn 9. október kl. 15.00 frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Þökkum við starfsfólki krabbameins- deildarinnar frábært viðmót og fyrir að gera síðustu stundir Tryggva bærilegar. Fyrir hönd aðstandenda, Bjarni Tryggvason. VirðingReynsla & Þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 · 82o 3939 svafar · 82o 3938 hermann www.kvedja.is Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, ARNÞRÚÐUR STEFÁNSDÓTTIR (Addý) sjúkraliði, Strikinu 8, lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn 4. október. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ föstudaginn 11. október klukkan 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á söfnun vegna línuhraðals. Arna Valdís Kristjánsdóttir Vilberg K. Kjartansson Stella Kristjánsdóttir Lilja Kristjánsdóttir Jóhanna Kristín Gísladóttir Jana Björk Ingadóttir barnabörn og systkini. Elsku pabbi okkar, tengdapabbi og afi, SVERRIR STEFÁNSSON varð bráðkvaddur á heimili sínu föstudaginn 4. október síðastliðinn. Útför fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 11. október klukkan 13.00. Laufey Sverrisdóttir Hugi Freyr Einarsson Stella Sverrisdóttir Örnólfur Kristinn Bergþórsson Alexander Nökkvi, Gabríel Ómar, Stefán Máni, Sesselja, Viktor Freyr, Hekla Sif og Óðinn Freyr. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, REYNARS HANNESSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hjúkrunarheimilisins Sóltúns. Gunnar Hannes Reynarsson Fjóla G. Ingþórsdóttir Sigrún Reynarsdóttir Gísli Ellerup Bjarni Reynarsson Jóhanna Einarsdóttir Elís Reynarsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN INGVARSDÓTTIR Rauðalæk 27, Reykjavík, lést sunnudaginn 6. október á Landspítalanum við Hringbraut. Inga Ásgeirsdóttir Sæmundur Gunnarsson Ásgeir Ásgeirsson Sigurjón Ásgeirsson Ragnheiður Ragnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Málþing um ljóðaþýðingar verður haldið á vegum pólsk-íslenska ljóð- listaverkefnisins ORT í Norræna hús- inu á morgun, miðvikudaginn 9. októ- ber, klukkan 10 til 12. Þingið er haldið í samstarfi við Þýðingasetur Háskóla Íslands, Bók- menntaborgina og Norræna húsið. Á dagskránni eru fimm stutt erindi um ljóðaþýðingar, þýðingar í vinnslu og einnig alþjóðleg ljóðaverkefni sem tengjast ljóðum og sérstaklega ljóðum í borg. Erindi verða flutt á ensku og allir eru velkomnir. Málþing um ljóðaþýðingar ARNALDUR INDRIÐASON Rithöf- undurinn vinsæli verður heiðurs- gestur. Ástkær sambýliskona mín, móðir, tengdamóðir og amma, MARGRÉT SIGRÚN VIGGÓSDÓTTIR Forsæti 6a á Sauðárkróki, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki 3. október og verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju 12. október kl. 14.00. Búi Vilhjálmsson Sigurður Viggó Gunnarsson Guðvarður Brynjar Gunnarsson Sigrún Marta Gunnarsdóttir Guðrún Þórey Gunnarsdóttir Ingibjörg Sigurlaug Gunnarsd. Gunnar Búason tengdabörn og barnabörn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.