Fréttablaðið - 08.10.2013, Side 31
ÞRIÐJUDAGUR 8. október 2013 | MENNING | 23
Þórunn Bára opnar myndlistar-
sýningu í Smiðjunni Listhúsi í
Ármúla 36 fimmtudaginn 10.
október klukkan 20. Sýningin
ber nafnið Surtsey en listakonan
segist vera heilluð af eyjunni og
framvindu lífs þar.
Verkin á sýningunni eru olíu-
og akrílverk, flest abstraktverk
með fígúratífu ívafi, sem Þór-
unn hefur málað á síðustu fjór-
um árum.
Þórunn lauk myndlistarnámi
frá listaháskólanum í Edinborg
og mastersnámi frá Wesleyan-
háskólanum í Bandaríkjunum.
Sýningin í Smiðjunni stendur til
20. október.
Þórunn Bára í
Smiðjunni
SURTSEY Allar myndirnar á sýningunni
eru frá Surtsey.
Þetta er aðallega stórkostlegur heiður fyrir
sýninguna og Þjóðleikhúsið,“ segir Una Þor-
leifsdóttir, leikstjóri Harmsögu. „Útsendar-
ar Kennedy Center voru staddir hérlendis í
öðrum erindagjörðum en var boðið á frum-
sýninguna og heilluðust svona gjörsamlega.“
Hátíðin sem um ræðir nefnist World
Stages: International Theater Festival 2014
og verður haldin dagana 10. til 30. mars. Þar
verða sýndar leiksýningar sem þykja skara
fram úr hvaðanæva úr heiminum. Harm-
saga verður sýnd tvisvar, 15. og 16. mars, og í sömu
vikunni verður leikritið Rupert eftir eitt þekktasta
leikskáld Ástrala, Lee Lewis, frumsýnt í Bandaríkj-
unum. Það fjallar um fjölmiðlamógúlinn
Rupert Murdoch. Strax á eftir Harmsögu
verður svo franskt leikrit með Emmanuelle
Riva, aðalleikkonunni í Amour, frumsýnt í
Bandaríkjunum.
Hugmyndin er að leika á ensku og verð-
ur verkið þýtt og æft upp á nýtt á næsta ári.
Ekki er ráðið hver muni sjá um þýðinguna,
enda segir Una að samningar hafi verið und-
irritaðir á föstudaginn var og því ekki búið
að ganga frá smáatriðum.
Leikarar í Harmsögu eru Snorri Engilbertsson og
Elma Stefanía Ágústsdóttir.
- fsb
Harmsaga í Kennedy Center í Washington
Sýningu Þjóðleikhússins á Harmsögu eft ir Mikael Torfason hefur verið boðið á alþjóðlegu leiklistarhátíðina World Stages í Washington í mars.
HARMSAGA
TIL WASHING-
TON Leikarar í
Harmsögu eru
Snorri Engil-
bertsson og
Elma Stefanía
Ágústsdóttir.
UNA
ÞORLEIFSDÓTTIR
Margrét Sara Guðjónsdóttir
dansaði í Pompidou-safninu í
París á menningarnótt Parísar-
búa um síðustu helgi. Verkið
sem sýnt var heitir This is how
you will disappear. Það er eftir
Gisele Vienne og Dennis Cooper
og Margrét Sara fer með aðal-
hlutverkið.
Verkið var frumsýnt 2010 á
Festival D’Avignon, einni og
virtustu leik- og danslistarhátið
í Evrópu, en hefur síðan farið
víða um heim og Margrét Sara
fengið lofsamlega dóma fyrir
dans sinn.
Í Pompidou-
safninu í París
DANSARI Margrét Sara sýndi tilþrif á
menningarnótt í París.