Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.10.2013, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 08.10.2013, Qupperneq 32
8. október 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 24 BAKÞANKAR Ólafar Skaftadóttur „Hljómsveitin Drangar varð ekki til í bátnum Húna, það er alveg tæpt ár síðan við hófum leik í leyni,“ segir Örn Elías Guðmunds- son, betur þekktur sem Mugison, um upphaf hljómsveitarinnar Drangar. Sveitina skipa, ásamt Mugison, Jónas Sigurðsson og Ómar Guðjónsson. „Þegar Jónas og Ómar túruðu um landið síðastliðinn vetur hafði ég heyrt að þeir vildu taka „lókal“ fólk í eitthvert glens með sér á tón- leikum. Þegar þeir komu til Flat- eyrar fékk ég að skemmta með þeim og það var svo svakalega gaman að við ákváðum að stofna hljómsveit,“ segir Örn Elías um sögu sveitarinnar. Þeir félagar stofnuðu Facebook- síðu og voru komnir með rúm þús- und læk á stuttum tíma. Á síðunni birtu þeir fyrsta smáskífulagið af væntanlegri plötu en lagið heitir Bál. „Platan var að mestu tekin upp í Súðavík en textarnir voru að mestu ortir á Borgarfirði eystri. Fyrir austan var vinnudagurinn ansi hressandi. Við vöknuðum klukkan níu og fengum okkur að borða, unnum svo frá tíu til tvö en þá tók við göngutúr. Þá lögðum við okkur klukkan þrjú og fórum svo í sjósund og spa á milli fjögur og fimm, svo var bara unnið í textum allt kvöldið.“ Óhætt er að segja að sveitin sé afar frjó en á fyrstu tveimur æfingunum urðu til þrjátíu lög. Þá var skorið niður og einblínt á þrettán bestu lögin og verða þau á væntanlegri plötu. Meðlimir sveitarinnar hrók- era á milli hljóðfæra, á milli laga. „Við unnum þetta allt í sam- einingu og var þetta virkilega skemmtilegt ferli,“ bætir Örn Elías við. Drangar stefna á tónleikaferða- lag með útgáfu plötunnar en hún kemur út á næstu vikum. -glp Tríóið Drangar ætlar að sigra heiminn Mugison, Jónas Sig og Ómar Guðjónsson hafa stofnað ofurhljómsveitina Dranga. Ár er síðan meðlimir sveitarinnar hófu að æfa saman í laumi. NÝ SVEIT, NÝ PLATA Nýja hljómsveitin Drangar gefur út plötu á næstunni. MYND/JÓN ÞÓR ÞORLEIFSSON JOBLO.COM T.V. - BÍÓVEFURINN/S&H A.O.S NEW YORK TIMES BOSTON GLOBE EMPIRE BÍÓVEFURINN EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK THE HOLLYWOOD REPORTER JOBLO.COM NEW YORK OBSERVER ENTERTAINMENT WEEKLY VARIETY LOS ANGELES TIMES ABOUT TIME 6, 9 TÚRBÓ - ÍSL 5.50 3D RUNNER RUNNER 8, 10 DIANA 8 AULINN ÉG 2 - ÍSL 5.50 2D MALAVITA 10:30 þriðjudagstilboð þriðjudagstilboð þriðjudagstilboð þriðjudagstilboð þriðjudagstilboð þriðjudagstilboð ÍSL TAL 5% SMÁRABÍÓ BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS TURBO 3D KL.6 ABOUT TIME KL. 8 - 10.10 / RUNNER RUNNER KL. 8 - 10 AULINN ÉG 2 3D KL. 6 ABOUT TIME KL. 8 - 10.40 TÚRBÓ 2D / 3D ÍSL.TAL KL. 3.30 - 5.40 RUNNER RUNNER KL. 8 - 10 RUNNER RUNNER LÚXUS KL. 10 HROSS Í OSS KL. 4 - 6 - 8 HROSS Í OSS LÚXUS KL. 4 - 6 - 8 AULINN ÉG 2 2D KL. 3.30 - 5.45 BLUE JASMIN KL. 8 ELYSIUM KL. 10.15 2 GUNS KL. 10.15 “EIN BESTA MYND ÁRSINS!” - T.V., BÍÓVEFURINN/S&H „STERK MYND SEM SPYR ÁLEITINNA SPURNINGA“ -S.B.H., MBL “ÞESSI MYND ER MEÐ BETRI MYNDUM SEM ÉG HEF SÉÐ. PÚNKTUR. ÞAÐ ER EKKI SLEGIN FEILNÓTA.” - MIKAEL TORFASON “SKEMMTILEGASTA ÍSLENSKA KVIKMYND SEM ÉG HEF SÉÐ LENGI!” - BERGSTEINN SIGURÐSSON, DJÖFLAEYJAN RÚV FRÁ HÖ FUNDUM SHREK OG MADAGASCAR FRÁBÆR TEKNIMYND UM SNIGIL SEM VILL VERÐA KAPPASKSTURSHETJA! Miðasala á: og HÁSKÓLABÍÓ SVONA ER SANLITUN KL. 5.45 - 8 - 10.15 TÚRBÓ 2D KL. 5.45 HROSS Í OSS KL. 6 - 8 - 10 BLUE JASMIN KL. 5.45 - 8 - 10.15 DIANA KL. 8 - 10.30 ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIN GILDA EKKI Í BORGARBÍÓ VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA HALDA VINSÆLUSTU KVIKMYNDIRNAR Á EFFI ÁFRAM Í SÝNINGUM Í BÍÓ PARADÍS!! SJÁ SÝNINGARTÍMA Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas Ég er tiltölulega nýr bakþankahöfundur og hef rétt fengið smjörþefinn af því að þurfa að tjá mig reglulega um menn og mál- efni fyrir framan alþjóð. Í því felst spenn- andi ögrun – ekki síst fyrir fólk eins og mig, sem hefur ekki búið sig sérstaklega undir það að þurfa að hafa skoðanir á flestum hlutum. Ég hef því ákveðið að láta bara flakka – gera ekki minnstu tilraun til að vera samkvæm sjálfri mér í þessum pistla- skrifum. ALLA tíð hef ég staðið mig að því að þurfa að vera ósammála mér, hafa eina skoðun fyrir hádegi og aðra eftir hádegi. Stund- um fer það eftir því hvaða röksemd maður heyrir síðast. Ef röksemdin er vond, bygg- ist til dæmis á tilfinningaklámi, á ég það til að snúast öndverð, jafnvel þó að málstaðurinn sé athyglisverður. Smekkvísi í málflutningi skiptir þess vegna höfuðmáli ef ætlunin er að sannfæra mig. ÞEIR sem rembast við að renna stoðum undir sjónarmið til þess eins að sanna að þeir hafi haft rétt fyrir sér í ein- hverjum pistli eða málflutningi einhvern tíma eru komnir í algjört þrot. Það eru vond örlög að festast í löngu úr sér gengnum viðhorfum sem nýjar upplýsing- ar og reynsla hafa kippt stoðunum undan. Ráðstefnur um hrunmál með handvöldum skoðanabræðrum, íslenskum eða erlendum, breyta engu um málavöxtu en vekja aftur á móti grunsemdir um vonda samvisku þeirra sem eiga í hlut. ÞESSI fúli pyttur er hættulegri í okkar litla samfélagi en í mörgum öðrum. Hérna geta rit- og málglaðir sleggjudómarar, sem ekki einu sinni hafa fyrir því að kynna sér staðreyndir eða afla gagna, haft ótrúleg áhrif á daglega umræðu. ÞAÐ vantar fjölbreytni í hugmyndabank- ann. Hann verður því ekki til, vettvangur- inn sem sjónarmiðin gerjast á. Við það má bæta að endalaus einhliða málflutningur er líka bara svo mokleiðinlegur. ANNARS er ég kannski örlítið dómhörð í okkar garð. Það er ekki eins og allt sem maður sér í útlendri þjóðmálaumræðu sé sérstaklega merkilegt. Þaðan berast aldeilis misvísandi fréttir um það sem setti heims- byggðina á vonarvöl fyrir fimm árum. Tilfi nningaklám og sleggjudómar

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.