Fréttablaðið - 29.10.2013, Qupperneq 2
29. október 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2
Ásgeir, ertu nokkuð að renna
blint í sjóinn?
„Ég renni aldrei blint í sjóinn enda
vel upplýstur því ég á nóg af neðan-
sjávarkösturum.“
Ásgeir Einarsson kafari áformar að flytja inn
tólf metra langan kafbát og bjóða útsýnis-
ferðir í undirdjúpunum við Ísland.
DÓMSMÁL Lögreglan á Akranesi hefur lokið rannsókn
á máli 82 ára bónda á Snæfellsnesi sem grunaður er
um að hafa beitt þroskaskerta stjúpdóttur sína grófu
kynferðislegu ofbeldi um áratugaskeið.
„Þetta hefur verið mjög umfangsmikil rannsókn,“
segir Jónas H. Ottósson rannsóknarlögreglumaður,
sem fékk málið upp í hendurnar í janúar á þessu ári
og hefur því haft það til skoðunar, með öðru, í tíu
mánuði. Málið kom upp eftir að ófeðruð dóttir kon-
unnar uppgötvaði að maður hennar hefði beitt tengda-
móður sína kynferðisofbeldi um nokkurn tíma.
Við skýrslutökur af konunni vegna þess máls
greindi hún frá ofbeldinu sem hún hafði mátt þola af
hálfu stjúpföður síns fyrrverandi, og raunar tveggja
bræðra hans líka. Þeir létust báðir 2003.
Tengdasonurinn gekkst við brotunum og dóttir kon-
unnar sleit við hann samvistir. Hann hefur nú verið
ákærður.
Aldraði stjúpfaðirinn fyrrverandi hefur hins vegar
alla tíð neitað sök. Hann sætti gæsluvarðhaldi vikum
saman og var síðan með dómsúrskurði bannað að
nálgast stjúpdóttur sína. Nálgunarbannið er enn í
gildi.
Lögreglan sendi raunar málið til ákærumeðferðar
fyrir nokkrum vikum en það var endursent og farið
fram á frekari rannsókn á heilsufari og sjúkrasögu
hins grunaða. Henni er nú lokið og má búast við að
ákæruvaldið taki sér einn til tvo mánuði til að meta
málavexti og hvort gefa skuli út ákæru.
Rannsóknin á sér engin fordæmi hjá embættinu, að
sögn Jónasar, sem hefur tekið skýrslu af á öðrum tug
manna vegna málsins. - sh
Mál grunaðs níðings á Snæfellsnesi er komið til ákæruvalds:
Fordæmalausri rannsókn lokið
SNÆFELLSNES Maðurinn er bóndi á Snæfellsnesi. Konan bjó
hjá honum og móður sinni í áratugi, með hléum.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SAMFÉLAGSMÁL Ríkið hefur styrkt
bæði Fjölskylduhjálp Íslands
og Mæðrastyrksnefnd á undan-
förnum árum, en tugum milljóna
munar á framlögunum.
Samkvæmt gögnum sem
Fréttablaðið hefur undir hönd-
um frá Fjársýslu ríkisins hefur
Fjölskylduhjálp Íslands fengið
16.991.500 krónur frá árinu 2004
til 2012, mest 5.053.000 krón-
ur árið 2011. Mæðrastyrksnefnd
hefur á sama tímabili fengið
51.795.000 krónur, mest 9.100.000
krónur árið 2011.
Ragnhildur G. Guðmundsdótt-
ir, formaður Mæðrastyrksnefnd-
ar Reykjavíkur,
segir hana ekki
sambærilega
Fjöl skylduhjálp
Íslands. „Fjöl-
skylduhjálpin er
stofnuð árið 2003
en við erum orðn-
ar 85 ára. Þess-
um samanburði
má ekki gleyma.
Við erum búnar
að standa vaktina allan þennan
tíma og allt í sjálfboðavinnu. Í
hverri viku vinna 15 til 20 konur
hjá okkur kauplaust.“
Hún segir mest allt sem nefnd-
in fær frá hinu opinbera fara í
reksturinn. „Við borgum fast-
eignagjöld til Reykjavíkurborg-
ar, sem styrkir okkur ekki, hita
og ljós, síma, viðgerðir og akstur.
Við pöntum heilmikið af mat og
honum þarf að koma til okkar.“
Einnig segir Ragnhildur Mæðra-
styrksnefnd og Fjölskylduhjálp
reknar á mismunandi grunni.
„Fjölskylduhjálpin er einkafyrir-
tæki og við erum samstarfsverk-
efni sjö kvenfélaga.“
„Við úthlutuðum 30.000 matar-
gjöfum síðustu tólf mánuði og telj-
um að við séum án nokkurs vafa
stærst þeirra hjálparsamtaka á
Íslandi sem standa að aðstoð við
fátækt fólk hér á landi. Þetta vita
ráðamenn, bæði ríkisstjórn og
sveitarfélög,“ segir Ásgerður J.
Flosadóttir, formaður Fjölskyldu-
hjálpar Íslands.
„Við höfum alltaf talið að það
ríkti einhvers konar jafnræði um
framlag ríkis og sveitarfélaga
til hjálparsamtaka á Íslandi. Það
vakti því furðu okkar hjá Fjöl-
skylduhjálp og þeim 50 sjálf-
boðaliðum sem þar starfa, þegar
í ljós kom að mismunur er á
milli hjálpar samtaka upp á tugi
milljóna,“ segir Ásgerður.
Hún segist þó fagna hverri
krónu sem berist góðum málefn-
um, sama hvaða leið hún fer. „Öll
hjálparsamtök eru fjárvana og
fögnum við hverri krónu sem fer í
gott málefni hvort sem hún kemur
í gegnum Fjölskylduhjálp Íslands
eða önnur hjálparsamtök. Við
eigum erfitt með að sinna okkar
starfi og erum því dugleg að finna
leiðir til að fjármagna starfsemi
okkar sjálf.“
samuel@frettabladid.is
Mæðrastyrksnefnd
fær margfalt meira
Á árunum 2004 til 2012 munar 35 milljónum á opinberum framlögum til Mæðra-
styrksnefndar annars vegar og Fjölskylduhjálpar Íslands hins vegar. Fjölskyldu-
hjálpin er stærst hjálparsamtaka sem aðstoða fátækt fólk að sögn formanns.
MIKLU ÚTHLUTAÐ Frá matarúthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
RAGNHILDUR
G. GUÐMUNDS-
DÓTTIR
Við höfum
alltaf
talið að það
ríkti ein-
hvers konar
jafnræði um
framlag ríkis
og sveitarfélaga til hjálpar-
samtaka á Íslandi.
Ásgerður Jóna Flosadóttir,
formaður Fjölskylduhjálpar Íslands
FÓLK Magnús Þór Jónsson, betur þekktur sem Megas, hefur verið
sæmdur gullmerki FTT, félags tónskálda og textahöfunda. Jakob Frí-
mann Magnússon afhenti honum merkið síðastliðinn sunnudag. Þá var
Megas einnig gerður heiðursfélagi samtakanna. Sama dag voru haldn-
ir tónleikar þar sem textar hans og tónlist voru í fyrirrúmi. - nej
Textar og tónlist Megasar í fyrirrúmi á tónleikum í Hörpu:
Megas sæmdur gullmerki FTT
ÓMETANLEGUR Í tilefni af afhendingu merkisins fékk Megas heiðursskjal þar sem
honum var þakkað ómetanlegt framlag sitt til tónlistar og textagerðar á Íslandi.
SVEITARSTJÓRNIR „Efling ferða-
þjónustu veltur á lengingu ferða-
mannatímans og í landbúnaði eru
margvísleg tækifæri í fullvinnslu
og markaðssetningu afurða,“
segir um niðurstöður íbúaþings í
Skaftárhreppi um eflingu atvinnu
á svæðinu.
Skortur á húsnæði hamli upp-
byggingu og húshitunarkostnaður
sé hár. Þá þurfi að bæta fjarskipti,
rafmagn og vegi. „Mikilvægt er
að íbúar sjálfir hafi trú á sér og
samfélaginu og rækti með sér
jákvæðni, samhygð og samvinnu,“
segir á vef Skaftárhrepps. - gar
Íbúaþing í Skaftárhreppi:
Þurfa húsnæði
og netþjónustu
VEÐUR Ofsaveður sem gekk yfir
norðanverða Evrópu í gær kostaði að
minnsta kosti níu manns lífið. Veðrið
olli miklum truflunum á samgöngum,
þök fuku af húsum, tré rifnuðu upp
með rótum og byggingarkranar fuku
um koll.
Lögregla ráðlagði fólki að vera ekki
á ferð úti við og síðdegis í gær voru
gefnar út stormviðvaranir í Svíþjóð og
Danmörku.
Manntjón varð vegna veðursins.
Tvær manneskjur létu lífið í Þýska-
landi er tré lenti á bíl þeirra, í Frakk-
landi feykti veðrið konu út á haf, kona
í Amsterdam lést er tré féll á hana
og annars staðar í sömu borg sökk
húsbátur sem var við festar í skipa-
skurði.
Tugum flugferða var aflýst og enn
fleiri seinkað vegna veðursins. Kast-
rup-flugvelli í Danmörku var lokað og
sátu 5.000 manns fastir í neðanjarðar-
lestakerfinu þar í landi í gærkvöldi.
Óveðrið stefnir ekki hingað til lands
og því þurfa Íslendingar ekki að búa
sig undir storm. Þó verður kalt í veðri
á næstu dögum. - nej
Ofsaveður sem olli truflunum á samgöngum og skemmdum á húsum stefnir ekki hingað til lands:
Níu manns látnir í fárviðri í Evrópu
FALLIN TRÉ
Slökkviliðs-
menn í Ham-
borg í Þýska-
landi höfðu
mikið að gera
í gær þar sem
óveðrið reif
tré upp með
rótum.
MYND/AFP
SENEGAL, AP Þrjátíu og fimm
manns dóu úr þorsta í Sahara-
eyðimörkinni í Níger fyrir
tveimur vikum. Yfirvöld í
Níger fréttu hins vegar fyrst af
málinu í gær.
„Þetta er mansalsmál, er ég
hræddur um,“ sagði bæjarstjóri
Arlit í Norður-Níger. „Þetta fólk
var að öllum líkindum á leið til
Evrópu til þess að vinna þar.“
Fólkið lést eftir að farkostur
þess bilaði og það strandaði í
eyðimörkinni. Leiðin sem fólkið
var á er vel þekkt og notuð til
þess að koma fólki ólöglega frá
Norður-Afríku til Evrópu.
- nej
Mansalsmál í Norður-Afríku:
Dóu úr þorsta
SPURNING DAGSINS