Fréttablaðið - 29.10.2013, Síða 6
29. október 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6
1. Hvaða nýjung hyggst kafarinn Ásgeir
Einarsson innleiða í ferðaþjónustu?
2. Hvað eru íslenskir stórmeistarar í
skák margir?
3. Hvar ætlar Vilborg Arna að klífa
fjall?
SVÖR:
1. Ferðir með kafbáti
2. 13
3. Í Papúa Nýju-Gíneu
VEISTU SVARIÐ?
– G Ó Ð U R Á B R A U Ð –
Í S L E N S K U R
HÖNNUN FYRIR LÍFIÐ ÞÝSKÍSLENSKSAMVINNA
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
NOREGUR, AP Um þessar mundir
eru þrjú ár liðin frá því að norska
Nóbelsnefndin ákvað að veita
kínverska andófsmanninum Liu
Xiaobo friðarverðlaun.
Kínverskir ráðamenn móðg-
uðust sárlega og hafa æ síðan
haldið öllum tengslum við Noreg
í lágmarki. Stjórnarerindrekar
ríkjanna ræðast ekki við, engir
fundnir eru haldnir og viðskipti
milli ríkjanna nánast engin. Kín-
verjar eru til dæmis hættir að
kaupa lax af Norðmönnum og við-
ræður um fríverslunarsamning,
sem voru langt komnar, hafa legið
niðri.
Kínastjórn virðist ætlast til þess
að Norðmenn taki fyrsta skrefið til
að bæta fyrir „brot“ sitt, en hefur
þó ekki sagt til hvers sé nákvæm-
lega ætlast. Norska stjórnin ræður
til dæmis engu um ákvarðanir
norsku Nóbelsnefndarinnar, og
varla er líklegt að norskir ráða-
menn taki upp á því að fordæma
þær ákvarðanir.
Athygli hefur vakið að kínversk-
ir ráðamenn virðast ekki ætla að
nota tækifærið, nú þegar stjórnar-
skipti hafa orðið í Noregi, til þess
að stíga fyrsta skrefið.
Þvert á móti ítrekar Hua Chuny-
ing, talsmaður kínverska utan-
ríkisráðuneytisins, að Norðmenn
verði að grípa til „raunverulegra
aðgerða til þess að skapa skilyrði
fyrir betri og vaxandi tvíhliða
samskiptum“.
Þykkja Kínverjar hefur hins
vegar ekki orðið til þess að bæta
ímynd Kínastjórnar á alþjóða-
vettvangi. Þvert á móti beinir hún
athyglinni beint að Kínverjum
sjálfum og mannréttindabrotum
þar í landi.
„Ég held að Kína skaði orðspor
sitt,“ segir Joseph Fewsmith, sem
er sérfræðingur í málefnum Kína
við háskólann í Boston í Banda-
ríkjunum.
Þegar verðlaununum var úthlut-
að í desember árið 2010 sökuðu
kínversk stjórnvöld Norðmenn
um að hafa blandað sér í kínversk
innanríkismál með því að upphefja
ótíndan glæpamann.
Liu hafði þá verið dæmdur í
ellefu ára fangelsi. Sök hans var
sú að hafa skrifað, ásamt öðrum,
skjal þar sem þess er krafist að
raunverulegar lýðræðisumbæt-
ur verði gerðar í Kína. Eiginkona
hans var einnig sett í stofufangelsi
og mágur hans settur í fangelsi
fyrir sakir, sem stuðningsmenn
þeirra segja upplognar.
gudsteinn@frettabladid.is
Í þrjú ár hefur Kína-
stjórn hunsað Noreg
Eftir að norska Nóbelsnefndin ákvað að veita kínverska andófsmanninum Liu
Xiaobo friðarverðlaun árið 2010 hafa kínversk stjórnvöld ekkert viljað við Norð-
menn tala. „Refsingin“ virðist þó ekki hafa skaðað Noreg að neinu marki.
NÓBELSATHÖFNIN 2010 Thorbjörn Jagland, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar,
situr við hliðina á auðu sæti kínverska andófsmannsins Liu Xiaobo. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Árið 2010 komu friðarverðlaun Nóbels í hlut Liu Xiaobo fyrir „langa og
friðsamlega baráttu sína fyrir mannréttindum í Kína“, að því er sagði í til-
kynningu frá norsku Nóbelsnefndinni. Liu tók þátt í mótmælunum á Torgi
hins himneska friðar (Tiananmen-torgi) árið 1989 og var einn aðalhöf-
undur mannréttindayfirlýsingarinnar Charter 08, sem birt var í Kína á 60
ára afmæli Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Hann afplánar
nú fangelsisdóm í Kína.
Friðsamleg mannréttindabarátta
FERÐAÞJÓNUSTA Rekstraraðilar á
Geysi í Haukadal hafa enga trú á
hugmyndum um náttúrupassa og
ætla að hefja innheimtu gjalds á
Geysissvæðinu.
Garðar Eiríksson, ritari Geysis
ehf., segir landeigendur bera mik-
inn kostnað af Geysissvæðinu og
þörf sé á miklum framkvæmdum.
Hálf milljón ferðamanna heimsæki
Geysi á hverju ári og ekki sé hægt
að halda áfram rekstrinum við
óbreyttar aðstæður. Sú uppbygg-
ing sem blasi við kosti ekki minna
en hálfan milljarð og svo þurfi að
halda svæðinu við, ráða starfsfólk,
huga að öryggismálum, aðgengi
fatlaðra og fleira. Gjaldið verði
hóflegt og undir þúsund krónum.
„Þú tekur ekki hálfan milljarð
í eitt svæði upp úr skattvasa sam-
félagsins þegar við eigum ekki
fyrir brýnustu nauðsynjum eins og
heilbrigðismálum og öðru slíku. Þá
verða menn að greiða fyrir upplif-
un á staðnum og þá þjónustu sem
þeir njóta á hverjum stað,“ segir
Garðar. - hmp
Rekstraraðila á Geysi í Haukadal vantar hálfan milljarð til uppbyggingar:
Hefja gjaldtöku á Geysissvæðinu
LANDAREIGN Ríkið á 35 prósent af
Geysis svæðinu en einkaaðilar eiga
samtals 65 prósent.
FÉLAGSMÁL Forsvarsmenn hinna nýstofnuðu Sam-
taka leigjenda telja að bráðavandi sé á leigumarkaði.
Þeir telja að alls vanti um 3.500 leiguíbúðir í Reykja-
vík. Forsvarsmenn samtakanna funduðu með Degi
B. Eggertssyni, formanni borgarráðs Reykjavíkur, í
gær.
Jóhann Már Sigurbjörnsson, formaður samtak-
anna, segir fundinn hafa gengið vel, en þó sé ljóst að
lausn vanti á þeim bráðavanda sem uppi er á leigu-
markaðinum.
„Vandinn er mjög stór og samtökin telja að þörf
sé fyrir um 3.500 íbúðir sem þyrftu að koma strax á
markaðinn. Við vitum að 500 manns eru að leita að
húsnæði og það er sýnilegi vandinn. Eftir að hafa
borið saman bækur okkar teljum við að vandinn á
svarta markaðinum sé enn stærri,“ segir Jóhann.
Hann segir hugmyndir sem uppi séu hjá borginni
góðar, en taka muni þrjú til fimm ár að klára þær.
„Við munum áfram þrýsta á að reyna að koma með
lausnir, helst innan sex mánaða. Dagur er opinn fyrir
því að ræða þetta frekar og við munum funda aftur
með honum eftir tvær vikur.“ - skó
Samtök leigjenda funda með formanni borgarráðs um leigumarkaðinn:
Telja að 3.500 leiguíbúðir vanti
VANDI Á LEIGUMARKAÐI Dagur B. Eggertsson kynnti
hugmyndir Reykjavíkurborgar um leigumarkaðinn og Sam-
tök leigjenda sögðu frá þeirra hugmyndum. MYND/DANÍEL
ÁNÆGÐUR MEÐ MIÐANA Mikil eftirspurn er eftir miðum. MYND/STEFÁN KARLSSON
LANDSLEIKUR Árni Þór Gunnarsson er hæstánægður með að hafa tryggt
sér miða á landsleik Íslands og Króatíu í fótbolta hinn 15. nóvember
næstkomandi. „Það er alltaf viss léttir og þá sérstaklega fyrir svona
stóran leik.“ Hann fékk miðana á miðasölu Tólfunnar, stuðningsfélags
íslensku landsliðanna, á Ölveri í gær. Á Facebook-síðu Tólfunnar var sér-
staklega tekið fram að miðasalan væri eingöngu ætluð stuðningsmönnum
og ekki sitjandi „áhorfendum“. „Áfram Ísland,“ segir Árni.
Tólfan seldi miða á landsleik Íslands og Króatíu á Ölveri:
Léttir að tryggja sér miða
VIÐSKIPTI Erlend verðbréfaeign
innlendra aðila á Íslandi jókst um
18 prósent milli 2011 og 2012.
Hún nam 1.081,3 milljónum
króna í lok árs 2012. Frá þessu
er greint á vef Seðlabankans en
niðurstöðurnar eru úr alþjóðlegri
könnun sem bankinn lét gera að
frumkvæði Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins. Erlend verðbréfaeign inn-
lendra aðila var mest í Bandaríkj-
unum eða 247,4 milljónir króna.
Íslenskir lífeyrissjóðir eiga mest
af erlendum verðbréfaeignum. - nej
Alþjóðleg verðbréfakönnun:
Verðbréfaeign
erlendis eykst