Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.10.2013, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 29.10.2013, Qupperneq 25
FiberHusk – frábært í matargerð! KYNNING Berglind Arndal, deildarstjóri ung lingadeildar í Hóla brekku- skóla, bakar mikið. Hún kynntist FiberHusk trefja vörunum fyrir fjórum árum þegar hún bjó í Svíþjóð og féll fyrir þeim. „Ég baka mikið, bæði í sparnaðar- skyni og svo vil ég gjarnan vera meðvituð um það sem ég læt ofan í mig. Svíar eru almennt upp lýstir um heilsusamlegt matar æði og í mörgum upp- skrift um, sérstaklega brauði, er FiberHusk notað sem viðbót til að gera brauðið trefja ríkara. FiberHusk hentar mjög vel fyrir þá sem velja glúten laust fæði þar sem oft eru ekki nægi lega miklar trefjar í því,“ segir Berglind. FiberHusk í bakstur „FiberHusk er frábært í bakstur, deigið nær að binda vökvann betur og brauðið heldur ferskleik- an um lengur. Glútenlaust brauð eða brauð með FiberHuski er með mun meira trefjainnihaldi, mettar betur en venjulegt hvítt brauð og meltingin verður betri. Brauð sem inniheldur FiberHusk er safarík- ara. Það stuðlar að því að deig úr náttúrulegum glútenlausum hveititegundum lyftir sér betur. Glútenlaus brauð og kökur fá betri áferð auk þess sem FiberHusk kemur í veg fyrir að það molni. Í dag nota ég þessa vöru mikið í ýmsa rétti svo sem brauð, pítsu- botna og drykki.“ Hvað er FiberHusk? „FiberHusk er trefjavara sem leysa má upp í vatni. Varan inniheldur Glútenlaus pítsubotn 1 1/2 dl kókóshveiti 1 dl möndlumjöl 1/2 dl FiberHusk 220 cl volgt vatn skvetta af olíu 2 tsk vínsteinslyftiduft Allt hnoðað saman í matvinnsluvél og flatt út á pítsu- eða bökunarplötu. Ég byrja á að baka botninn í 10 mínútur við 180°C set svo sósu og það sem okkur langar í það skiptið ofan á og baka aftur í 10 mínútur. Steinaldarbrauð 2 dl möndlumjöl 2 dl hörfræ 2 dl sólblómafræ 1 dl sesamfræ 1 dl graskersfrafræ 1 dl FiberHusk 3 tsk salt 2 dl rifinn ostur 2 dl rifinn kúrbítur 5 egg 1/2 dl ólívuolía Byrja á að hræra eggin vel í hrærivél, blanda síðan öllum hráefnunum saman og bæta síðan olíunni og kúrbítnum við. Sett í brauð- form/kökuform og bakað í 1 klukkustund við 160°C. Gróft brauð með fræjum 3 dl gróft spelt eða heilhveiti 1 dl FiberHusk 1 dl möndlumjöl 4 tsk vínsteinslyftiduft 1 dl haframjöl 4 - 5 dl fræblanda 1 dl hnetur eða möndlur (má sleppa) 6 dl AB mjólk Hrært vel saman og sett í brauðform, bakað í u.þ.b. 50 mínútur við 200°C. malað hýði fræja af indversku plönt- unni plantago ovata forsk.“ Fyrir hverja? „FiberHusk er fyrir alla, bæði full orðna og börn. Oft erum við ekki að fá nægilegt magn af trefjum. Fullorðnir ættu að neyta a.m.k. 25-35 gr af trefjum daglega. Kostur inn við FiberHusk er að það er 100% glúten- laust og án allra aukaefna. Trefjarík fæða hefur að jafnaði þau áhrif að hægðir verða reglulegri. Það stafar af því að trefjarnar drekka í sig vökva sem veldur því að hægðirnar verða mýkri en ella. Trefjar örva einnig þarmahreyfingar og stuðla þannig að örari losun hægða og eru til gagns fyrir bakteríur í ristli sem við þurfum á að halda við meltinguna. Allir þessi eiginleikar koma að góðu haldi gegn hægðatregðu og ristilvandamálum. FiberHusk er þó ekki ætlað börnum undir 3 ára aldri, þau eiga ekki að neyta meira en sem nemur 15 gr af trefjum á dag. Við sonur minn búum okkur gjarnan til pítsu á föstudögum. Ég hef smátt og smátt komið FiberHusk inn í hans matarvenjur. Nú segist hann ekki finna mikinn mun á hvítum pítsubotni eins og við gerðum hér áður fyrr og þeim sem við gerum okkur í dag.“ Hrökkbrauð Svo í lokin þá læt ég fylgja með uppskrift af hrökkbrauði. Ég geri mér ansi oft græna djúsa. Ýmist drekk ég hratið með eða sía það frá. Mér finnst alveg óþarfi að henda hratinu þegar hægt er að nota það t.d. í hrökkbrauð. Út í hratið set ég: 2 tsk, vínsteinslyftiduft 1 dl FiberHusk 1 dl möndlumjöl 2-3 dl af fræjum 2 - 2 1/2 dl vatn Í hratinu er nóg af trefjum en mér finnst FiberHusk góð viðbót því það bindur deigið svo vel saman. Deigið er flatt út á bökunarplötu og bakað í ofni í u.þ.b. 2 x 15 mínútur við 180°C eða þar til kexið er orðið stökkt. Svo er um að gera að prófa sig áfram með vöruna. Trefjar bæta meltinguna, eru saðsamar og veita vellíðan. Margar góðar uppskriftir með Fiber- Husk er m.a. að finna á veftímaritinu Allt om mat. UPPSKRIFTIR MEÐ FIBER HUSK GLÚTEN- LAUST GLÚTEN- LAUS Hér að neðan eru fimm ilm kjarna olíur sem við mælum með að séu á hverju heimili. LAVENDER Hún er talin góð gegn exemi, sóríasis og sveppasýkingum og hefur róandi áhrif. Sumir nota Lavender dropa í koddann til að sofna betur á kvöldin. PIPARMYNTA Þykir sérstaklega kláðastillandi og frískandi. Hún er einnig talin sótthreinsandi og vírusdrepandi, ásamt því að vera bólgueyðandi. EUCALYPTUS Hefur lengi verið notuð til að græða sár og stilla kláða. Hún hefur bæði kælandi og endurnærandi áhrif á þreytta fætur. Þá er hún góð fyrir öndunarfærin og getur hjálpað til við hósta og kvef. SÍTRÓNUGRAS Hressandi ilmurinn getur aukið einbeitingu. Er einnig mikið notuð í snyrtivörur, bæði vegna ilmsins og góðra áhrifa á húðina. Sítrónugras er einnig talið hafa bakteríudrepandi áhrif og því tilvalið að nota það í handáburð. TEA TREE Er langþekktust sem sveppa drep- andi og er ein af fáum ilmolíum sem mælt er með að notuð sé óblönduð á húð. Þekkt ráð við sveppasýkingum í tánöglum er að setja 1-2 dropa af ilmolíunni á nögl á hverjum degi þar til sveppasýkingin er horfin. Tea Tree ilmolía er einnig vel þekkt sem bakteríu- og vírusdrepandi, ásamt því að vera bólgueyðandi. Aðeins þarf örfáa dropa í heilt baðkar til að finna fyrir áhrifum af hreinum ilmkjarnaolíum. Best er að byrja smátt og bæta frekar í þegar á líður, en yfirleitt eru 1-3 dropar nóg. Gott er að setja olíudropana í burðarefni t.d lyktarlaust húðkrem, hreina möndlu eða jojoba olíu eða jafnvel sjampó. Gott er að hafa í huga að byrja hægt og að meira er ekki endilega betra. Ilmkjarnaolíur eru magnað fyrirbæri. Þær geta hjálpað okkur að ná slökun, verjast bakteríusýkingum, auka blóðfæði, koma jafnvægi á húðvandamál og jafnvel aðstoðað við að laga hausverk og mígreni. En virkni olíunnar er mismunandi eftir tegundum. Tea Tree ilmkjarna- olían er t.d. mjög bakteríudrepandi og hentug á ýmis húðvandamál, lavender olían er slakandi og svo er piparmyntuolían hreinsandi og t.d hentugt að setja þá olíu í baðið ef haustkvefið hefur bankað uppá. Ilmkjarnaolíur – nauðsyn á hverju heimili

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.