Fréttablaðið - 29.10.2013, Blaðsíða 26
6 Heilsufréttir Heilsuhússins
UPPÁHALDS
VÖRURNAR MÍNAR!
Ösp Viðarsdóttir vinnur í heilsuhúsinu á Lauga vegi og
er nýútskrifaður næringarþerapisti frá IINH skólanum í
Dublin. Hún hefur brennandi áhuga á næringu, heilsu og
matargerð. Sjálf gjörbreytti Ösp mataræði sínu og lífsstíl
með góðum árangri sem hvatti hana áfram og kveikti
áhugann á að hjálpa öðrum við að gera slíkt hið sama.
ANDLITSMASKI
– GÓÐUR TIL AÐ RÓA HÚÐINA
1 msk. lífræn ólífuolía frá Biona
1 msk. Acacia hunang frá Rowse
Aðferð:
Hrært saman, borið á andlitið og
látið bíða í 20 mínútur. Skolið af
með volgu vatni. Slétt og flott húð
á eftir.
ANDLITSMASKI
– FYRIR ÞROSKAÐA HÚÐ
1 msk. ólífuolía frá Biona
2 tsk. Acacia hunang frá Rowse
1 dropi Orange ilmkjarnaolía
frá Aqua Oleum
Aðferð:
Ef þú villt gera maskann andox un-
ar ríkari er tilvalið að opna C-víta-
mín hylki frá Solaray og setja hluta
af því út í blönduna. Blandið öllu
vel saman og berið á andlitið, látið
bíða í 15-20 mín. skolið svo af með
volgu vatni. Húðin verður full af
raka og vellíðan.
Heimadekur
DELICIOUS LÍKAMSSKRÚBBUR
1 bolli lífrænn hrásykur
frá Billington
1/3 bolli hafsalt
1/2 bolli lífræn kókosolía Biona
eða Redwood
2-3 tsk. Möndluolía frá Aqua Oleum
1 tsk. Vítamín E olía frá Solaray
Nokkrir dropar af lavender ilmkjarna-
olíu frá Aqua Oleum eða þeirri ilm-
kjarnaolíu sem þú heillast af.
Aðferð:
Blandið öllum hráefnunum saman,
olían fer seinust í. Berið á líkamann
og skrúbbið varlega. Skolið af ykkur
og húðin verður silkimjúk og ilmandi
eftir þennan skrúbb.
BÚÐU TIL ÞINN EIGIN ILM
– SEIÐANDI ILMOLÍA
1 desertskeið Jojoba- cocos- eða
möndluolía frá Aqua Oleum
3 dropar Ylang Ylang ilmkjarnaolía
frá Aqua Oleum
7 dropar Jasmine ilmkjarnaolía
frá Aqua Oleum
7 dropar Sandalwood ilmkjarnaolía
frá Aqua Oleum
3 dropar Clary Sage ilmkjarnaolía
frá Aqua Oleum
Aðferð:
Blandið öllu saman og geymið í
u.þ.b. 1-3 daga til að olíurnar nái
saman, hristið reglulega. Ilmolíur
eru oft sterkar því er gott að bera
eingöngu á sig á úlnliðina og bak við
eyrun.
Veldu saman þá ilmi sem henta þér
hverju sinni eða eftir hverju tilefni
fyrir sig!
Chiafræ. Ég gæti borðað chiagraut í öll mál sem væri sennilega ekki svo
slæmt þar sem fræin eru stútfull af steinefnum, góðum fitusýrum, próteini
og trefjum. Þau gefa orku sem endist og eru frábær fyrir meltinguna.
Baggu pokinn. Ég reyni að nota eins lítið plast og ég get og því fer Baggu
alltaf með mér í innkaupin. Ótrúlega rúmgóður og slitsterkur svo ekki sé
minnst á fallegur. Er búin að eiga einn í fjögur ár, nota hann mikið, set hann
reglulega í þvottavélina og það sér ekki á honum.
Maca. Maca-rótin hefur reynst mér afar vel en ég hef notað hana reglulega
síðustu ár, ýmist í hylkjum eða dufti. Hún er ákaflega næringarrík og
orkugefandi auk þess sem hún stuðlar að hormónajafnvægi.
Mádara deep moisture fluid. Eftir langa leit fann ég loksins hið fullkomna
andlitskrem. Ekki of feitt, ekki of þunnt og auðvitað 100% náttúrulegt.
Nákvæmlega það sem viðkvæma, blandaða húðin mín þurfti.
Námskeið á næstunni
í Heilsuhúsinu
ÞORBJÖRG HAFSTEINSDÓTTIR
Næringarþerapisti og heilsufrömuður
Falleg húð með náttúrulegum ljóma
Miðvikudaginn 30. okt.
í Heilsuhúsinu, Lágmúla 5
Kl. 18.30 – 22.00
Verð 6.900 kr.
Skráning og upplýsingar:
thorbjorg@thorbjorg.dk
og í síma 698 3048
INGA KRISTJÁNSDÓTTIR
Næringarþerapisti D.E.T.
Viltu breyta mataræðinu
til batnaðar á einfaldan
og öfgalausan hátt?
5. nóv. og 14. jan. 2014 í Heilsuhúsinu,
Lágmúla 5
Kl. 18.30 - 21.00
Verð 4.900 kr.
Innifalin eru námsgögn
og uppskriftamappa.
Skráning og
upplýsingar:
inga@inga.is og
í síma 899 5020
GUÐRÚN BERGMANN
Leiðbeinandi
Viltu takast á við bólgur
og liðverki á náttúrulegan máta?
21. nóv. í Heilsuhúsinu, Lágmúla 5
Kl. 18.30 - 21.00
Betri húð – Unglegra útlit
14. nóv. í Heilsuhúsinu, Lágmúla 5
Kl. 18.30 - 21.00
Verð á námskeiðin 4.900 kr.
Innfalin eru námsgögn
með ítarlegum upplýsingum.
Skráning og upplýsingar:
ung@gudrunbergmann.is
og www.ungaollumaldri.is
Búðu til þitt eigið spa og dekraðu við kroppinn!
Smá heimadekur er öllum nauðsynlegt af og til. Gefa sér góðan tíma til þess að hlúa að líkama og sál,
láta renna í gott bað, kveikja á kertum og dekra dálítið við kroppinn. Þegar þurrt og kalt er í veðri
er nauð syn legt að hlúa vel að húðinni og næra hana vandlega. Hér er að finna nokkrar frábærar
uppskriftir, að meðferðum sem þú getur gert frá grunni, með áherslu á að gera vel við húðina. Þú
finnur allt sem þarf í Heilsuhúsinu og svo er bara að drífa sig heim til þess að njóta lífsins.