Fréttablaðið - 29.10.2013, Side 40
29. október 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 24
BAKÞANKAR
Söru
McMahon
Fyrirsætan Emily O´Hara Ratajkowski var kosin
kona ársins af tímaritinu Esquire. Ratajkowski
er hvað þekktust fyrir að hafa komið fram í
umdeildu myndbandi tónlistarmannsins Robins
Thicke við lagið Blurred Lines.
Emily Ratajkowski er 22 ára gömul og hóf fyrir-
sætuferil sinn aðeins þrettán að aldri. „Þegar
umboðsmenn nálguðust mig sagði mamma alltaf:
„Hún ætlar að verða heilaskurðlæknir“,“ sagði
Ratajkowski í viðtali við Esquire. Hana dreymir
um að gerast leikkona en þykir hlutverkin sem
henni hafa boðist fram að þessu heldur óspennandi.
„Mér er sama um nekt í kvikmyndum. Ég mundi
heldur leika djúpan karakter og taka þátt í ástar-
senu en að leika „heimsku stúlkuna“ sem býr í
næsta húsi og vera í fötunum. Ég hef fengið nokk-
ur frábær tilboð, en er enn að bíða eftir rétta hlut-
verkinu,“ sagði Ratajkowski.
Aðspurð sagði hún myndbandið við Blurred
Lines hafa verið skemmtilegt og kjánalegt. „Við
tókum okkur ekki alvarlega og reyndum ekki að
vera kynþokkafullar.“
Faðir Ratajkowski er pólskur og móðir hennar
er ensk. Stúlkan fæddist í London en ólst upp á
Írlandi og í Kaliforníu. Móðir hennar er prófess-
or í ensku og lýsir Ratajkowski sem femínista og
fræðimanni.
Kosin kona ársins
Emily Ratajkowski fyrirsæta var kosin kona ársins af tímaritinu Esquire. Hún er
hvað þekktust fyrir að hafa leikið í umdeildu myndbandi Robins Thicke.
KONA ÁRSINS Emily Ratajkowski vill leggja leiklistina fyrir sig
í framtíðinni. NORDICPHOTOS/GETTY
SJÁ SÝNINGARTÍMA Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas
SMÁRABÍÓ
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
CAPTAIN PHILIPS KL. 8 - 10.30
INSIDIUS CHAPTER 2 KL. 8 - 10
KONAN Í BÚRINU KL. 6 / MÁLMHAUS KL. 6
CAPTAIN PHILIPS KL. 5 - 8 - 10.45
CAPTAIN PHILIPS LÚXUS KL. 5 - 8 - 10.45
INSIDIUS CHAPTER 2 KL. 8 - 10.20
KONAN Í BÚRINU KL. 8 - 10.15
BATTLE OF THE YEAR KL. 5.40
MÁLMHAUS KL. 5.45 - 8 - 10.15
Ú ÓT RB 2D Í SL.TAL KL. 3.30 - 5.40
TÚRBÓ 3D ÍSL.TAL KL. 3.30
ÉAULINN G 2 2D KL. 3.30
Miðasala á: og
HÁSKÓLABÍÓ
CAPTAIN PHILIPS KL. 8 - 10.15
FRANCES HA KL. 6
Í ÚKONAN B RINU KL. 5.45 - 10
GRAVITY 3D KL. 8 - 10.50
ÁM LMHAUS KL. 5.45 - 8 - 10.15
HROSS Í OSS KL. 6 - 8
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIN
GILDA EKKI Í BORGARBÍÓ
-V.H., DV -H.V.A., FBL - H. S., MBL
„SPENNUMYND, ÁGÆTIS AFÞREYING,
VEL LEIKIN OG HEFUR ÚTLITIÐ MEÐ SÉR“
-S.B.H., MBL
EMPIRE THE HOLLYWOOD REPORTER
EMPIRE THE NEW YORK TIMES
BEINT Á TOPPINN Í USA!
-A.F.R., KVIKMYNDIR.IS
95% Á ROTTEN-
TOMATOES.COM
„STÓ RBROTIN,
RÓ MANTÍSK OG
GÖ FUGLYND“
JOY DIETRICH
THE NEW YORK MAGAZINE
93% Á ROTTENTOMATOES.COM
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
KRINGLUNNI
AKUREYRI
KEFLAVÍK
THE HOLLYWOOD REPORTER
ENTERTAINMENT WEEKLY
VARIETY
VARIETY
LOS ANGELES TIMES
QC
THE HOLLYWOOD REPORTER
ENTERTAINMENT WEEKLY
EMPIRE
R.R. CHICAGO SUN-TIMES
CAPTAIN PHILLIPS 6, 9
INSIDIOUS: CAPTER 2 8, 10:20
MÁLMHAUS 5:50
ABOUT TIME 9
AULINN ÉG 2 - ÍSL TAL 6 2D
þriðjudagstilboð
þriðjudagstilboð
þriðjudagstilboðþriðjudagstilboð
The New York Times
Los Angeles Times
Empire
ÍSL TAL
H.V.A. FBL H.S. MBLV.H. DV
5%
Ég á vinkonu sem er svo óheppin að vera einhleyp, eða Jónka, eins og ég kýs að
kalla hana. Þrátt fyrir að vera stanslaust á
ferðinni hefur henni ekki tekist að fá karl-
mann til að heillast af sér. Líkt og gefur
að skilja þykir henni þetta miður og leitaði
ráða hjá mér, enda tókst mér hið ómögu-
lega: Að fá karlmann til að falla fyrir
töfrum mínum.
ÉG var öll af vilja gerð því ég vil ekki fyrir
nokkra muni að Jónkan verði karlmanns-
laus út ævina. Ég lagðist því í mikla rann-
sóknavinnu og þetta er það sem ég hafði
upp úr krafsinu:
BROSTU! Karlmenn laðast aðeins að
brosmildum konum og því eiga ein-
hleypar konur að vera síbrosandi.
Bros sem færist hægt og laumulega
yfir andlitið þykir sérlega aðlaðandi,
og ekki skemmir fyrir ef konan
roðnar örlítið um leið.
EKKI gefa of mikið af þér! Karl-
menn eiga erfitt með að halda
athyglinni í lengri tíma og því
verða einhleypar konur að passa
upp á að ofbjóða þeim ekki með
masi. Láttu hann alltaf senda síð-
ustu smáskilaboðin, skráðu þig allt-
af út af samskiptamiðlum á undan honum
og síðast en ekki síst, gakktu burt í miðju
samtali! Þannig fær hann aldrei nóg af þér.
GERÐU hann afbrýðisaman! Karlmenn
eru með mikið keppnisskap og vilja því
ekki konur sem aðrir karlmenn vilja ekki.
Þessi fullyrðing kann að hljóma undar-
lega en er í raun ósköp einföld. Ýttu undir
keppnisskap skotsins þíns með því að daðra
linnulaust við aðra karlmenn.
VERTU aðlaðandi! Ekki víla fyrir þér að
breyta útliti þínu til að þóknast skotinu. Ef
hann er veikur fyrir rauðhærðum konum,
litaðu hár þitt rautt! Strax!
GRAMSAÐU eftir lyklunum hans! Þessi
síðasti punktur er sérlega mikilvægur!
Karlmenn elska óvænta snertingu, sér í
lagi ef hún kemur frá aðlaðandi og bros-
mildri konu með rautt hár. Stingdu hend-
inni í vasa hans og gramsaðu eftir lyklum,
snertingin mun koma honum á óvart og
hann mun endanlega falla fyrir þér.
NÚ þarf engin kona að pipra framar, nema
hún hafi gerst svo kærulaus að gleyma að
leggja á minnið hin fimm einföldu skref
um hvernig megi halda athygli kærastans
til langtíma.
Piparjónkudagarnir að baki
„Þetta er mikill heiður fyrir okkur
og það er mjög gaman að þessu,“
segir Eyþór Gunnarsson hljóm-
borðsleikari fusion-hljómsveitar-
innar Mezzoforte, sem er ásamt
barokk- sveitinni Nordic Affect til-
nefnd til Tónlistarverðlauna Norð-
urlandaráðs í ár. Verðlaunin verða
afhent í Óperuhúsinu í Osló í Nor-
egi 30. október næstkomandi. „Þetta
eru líklega stærstu tónlistarverð-
launin í okkar heimshluta,“ segir
Eyþór um verðlaunin.
Tónlistarverðlaun Norðurlanda-
ráðs eru ein fimm verðlauna sem
veitt eru árlega af Norðurlandaráði.
Annað hvert ár eru verðlaunin veitt
fyrir tónverk eftir núlifandi tón-
skáld og hitt árið hópum tónlistar-
manna sem sýna mikla listræna og
faglega færni.
„Ég og Gulli Briem verðum við-
staddir verðlaunaafhendinguna en
við í Mezzoforte förum svo í mikið
tónleikaferðalag um Evrópu og
Asíu, daginn eftir hátíðina.“
Verðlaunin voru fyrst veitt árið
1965. Færeyska tónlistarkonan
Eivør Pálsdóttir er tilnefnd til sömu
verðlauna fyrir hönd Færeyinga.
Nokkrir Íslendingar hafa hlotið
verðlaunin, en á meðal þeirra eru
Björk Guðmundsdóttir, sem hlaut
verðlaunin árið 1997, og Anna Þor-
valdsdóttir, sem hlaut þau í fyrra.
- glp
Íslendingar tilnefndir til Tónlist-
arverðlauna Norðurlandaráðs
Hljómsveitirnar Mezzoforte og Nordic Aff ect eru tilnefndar til virtra verðlauna.
MIKILL HEIÐUR Eyþór Gunnarsson og
hljómsveit hans, Mezzoforte, er tilnefnd
til verðlaunanna. MYND/ULLA C. BINDER