Fréttablaðið - 30.10.2013, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 30.10.2013, Blaðsíða 4
30. október 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4 Annars finnst mér það líka tíðindi hveru margir stjórnmála- menn eru að gefa út bækur [...] Þetta eru dálítið pólitísk jól. Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda MENNING „Við sjáum uppreisn ævisögunnar. Íslensku barna- bækurnar eru komnar á gott skrið, sennilega vegna þess að íslensku barnabókaverðlaunin verða afhent í fyrsta skipti í ár. Það hefur greinilega hleypt kappi í barnabókahöfunda,“ segir Bryn- dís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda um jólabókamark- aðinn. Félag íslenskra bókaútgefenda gefur árlega út Bókatíðindi og þar eru birtar upplýsingar um 80 til 90 prósent allra bóka sem koma út í landinu. Í ár eru titlarnir í Bóka- tíðindum 784 en í fyrra, sem var metár í bókaútgáfu, voru þeir 813. Ef einstakir flokkar eru skoð- aðir sést að mesti samdrátturinn er í útgáfu þýddra barnabóka, þar fækkar titlum um 24, í ár falla 99 bækur í þann flokk en voru 123 í fyrra. Gróska er í íslenskum barna- og unglingabókum. Í fyrra voru gefnar út 62 frumsamdar bækur í þessum flokki en í ár eru þær 73. Þeim sem vilja gefa út æviminn- ingar sínar fjölgar sömuleiðis nokkuð því tíu fleiri sjá ástæðu til þess í ár en í fyrra. Það ár voru ævisögur hins vegar óvenjufáar eða 28. Bækur sem falla í flokkinn íslensk skáldverk eru 52 í ár en voru 57 í fyrra. Skáldverkum fækkar því á milli ára. Þýddum skáldverkum fjölgar hins vegar talsvert á milli ára. Nú verða þýdd skáldverk 81 en voru 69 í fyrra. „Ég held að þetta verði fín bóka- jól. Fyrir nokkrum árum voru mjög fá þýdd skáldverk gefin út en þeim hefur fjölgað aftur. Annars finnst mér það líka tíð- indi hversu margir stjórnmála- menn eru að gefa út bækur. Þar má nefna Össur Skarphéðinsson, Steingrím J. Sigfússon og svo er Guðni Ágústsson með brandara- bók. Þetta eru dálítið pólitísk jól,“ segir Bryndís Loftsdóttir. Hún segir að hvorki Einar Már né Einar Kárason gefi út bækur fyrir þessi jól en metsölurithöf- undarnir Arnaldur Indriðason og Yrsa Sigurðardóttir komi með nýjar bækur fyrir jólin. johanna@frettabladid.is 55 til 60 þúsund Íslendingar stunda stangveiði í ám og vötnum á ári hverju, að því er rannsóknir benda til. Talið er að fimm þúsund útlendingar sæki Ísland heim til að veiða á stöng. 50 100 150 Íslenskar barna- og unglingabækur Þýddar barna- og unglingabækur Íslensk skáldverk Þýdd skáldverk Ævisögur og endurminningar 2013201220112010200920082007 320 465381302349397 442 Fjöldi titla í öðrum fl okkum Ártal 784 813 693 678 667 698 762 SAMTALS ÚTGEFNIR BÓKATITLAR Á ÁRI FJÖLDI ÚTGEFINNA BÓKATITLA Á ÁRI Verða pólitísk bókajól Ævisagan hefur fengið uppreisn æru og stjórnmálamenn eru iðnir við að gefa út bækur fyrir jólin. Íslenskum barna- og unglingabókum fjölgar verulega milli ára. HÖFUNDARRÉTTUR „Það eina sem ég hef um það að segja er að öllum er frjálst að leita réttar síns,“ segir Petrea Ingileif Guð- mundsdóttir, framkvæmdastjóri Tals, þegar hún er innt eftir við- brögðum vegna Samtaka mynd- rétthafa á Íslandi (SMÁÍS), sem hyggjast kæra fyrirtækið fyrir brot á lögum um höfundarrétt. Snæbjörn Steingrímsson, fram- kvæmdastjóri SMÁÍS, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að samtökin hygðust kæra Tal og flix.is fyrir að bjóða upp á tæknilegar lausnir til þess að nálgast ólög- lega efnisveitur eins og Netflix og Hulu. Hann telur þjónustu fyrirtækjanna skýrt brot á lögum um höf- undarrétt. „Ég vil taka fram að Tal hafnar því að Lúxusnet Tals sé ólöglegt. Við teljum að þessi nýja leið sé einfaldlega hluti af þeirri þróun sem á sér stað í netheimum,“ segir Petrea og bætir við: „Tal telur að internetið sé alþjóðlegt fyrirbæri og án landamæra.“ Petrea bendir ennfremur á að samkvæmt norskri rannsókn á ólöglegu niðurhali hafi komið í ljós að með tilkomu Spotify og Netflix þar í landi hafi dregið stórlega úr ólöglegri dreifingu á afþreyingu. - vg Segir öllum frjálst að leita réttar síns vegna brota á lögum um höfundarrétt: Hafnar ásökunum um lögbrot PETREA INGILEIF GUÐMUNDSDÓTTIR ÍTALÍA, AP Antonello Tievoli, einn úr áhöfn skemmtiferðaskipsins Costa Concordia, játaði fyrir rétti í gær að hafa beðið Fran- cesco Schettino skipstjóra um að sigla nær eyjunni Giglio. Tievoli seg- ist hafa beðið Schettino um þetta til að gleðja fjöl- skyldu sína, sem býr á eyjunni. Þetta var viku áður en skipið strandaði þar í ársbyrjun 2012. Schettino varð við beiðninni og skipaði svo fyrir að siglt skyldi nær en venjulega. Eftir að hafa siglt framhjá sagðist Schettino hafa viljað sigla enn nær, og skip- aði svo fyrir að það skyldi gert viku seinna. En þá strandaði skip- ið á skeri. - gb Réttarhöldin á Ítalíu: Skipstjórinn vildi sigla nær FRANCESCO SCHETTINO BANDARÍKIN, AP Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur, ásamt áhrifamiklum þingmönnum, boðað endurskoðun á njósnastarfsemi leyniþjónust- unnar. Meðal ann- ars er Obama sagður íhuga að láta stöðva allt eftirlit með símtölum og netsamskiptum leiðtoga vin- veittra þjóða. Viðbrögðin virðast markast af því, að ráðamönnum þyki leyni- þjónustan hafa gengið of langt. - gb Bandarískir ráðamenn: Boða breytingu á leyniþjónustu BARACK OBAMA DANMÖRK Þriðji hver Dani er þeirrar skoðunar að takmarka eigi rétt múslíma til að iðka trú sína opinberlega. 29 prósent segja að banna eigi blæjur og slæður múslíma. Þetta eru niðurstöður könn- unar á umburðarlyndi gagnvart innflytjendum sem gerð var við Háskólann í Árósum. Aðstandendur rannsóknarinn- ar segja Dani ekki viðbúna fjöl- þjóðasamfélagi. Þátttakendur í könnuninni voru 2.000 Danir á aldrinum 18 til 76 ára. -ibs Könnun á umburðarlyndi: Tortryggnir gagnvart íslam SKIPULAGSMÁL Fasteignafélagið L66-68 hefur fengið leyfi bygg- ingarfulltrúa til að byggja ofan á Laugaveg 66-68 og innrétta í 34 herbergja hótel í húsinu. Bæta á 32 herbergjum við síðar. Efsta hæðin á að vera inndreg- in. Herbergin 34 sem taka eiga 64 gesti verða öll ofan 1. hæðar en á neðstu hæðinni verður starfs- mannaaðstaða, veitingasalur, bar og móttaka hótels auk verslunar- rýmis. Í seinni áfanga er ætlunin að rífa hús á baklóð og byggja við allar hæðir og tvöfalda með því mögulegan gestafjölda. - gar Breytingar við Laugaveg: Verslunarhús verður hótel HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA Íbúafundur í Vesturbyggð Í dag verður haldinn fundur með íbúum sunnanverðra Vestfjarða og þingmönn- um kjördæmisins um málefni Heil- brigðisstofnunar Patreksfjarðar. Mikill urgur er í heimamönnum vegna áforma um sameiningu heilbrigðisstofnana. Bátasmiðjan Trefjar frá Hafna- firði seldi nýlega Cleopatra-far- þegabát til munkaklausturs í Vatopedi í austurhluta Grikk- lands. Frá þessu er sagt á vef Fiskifrétta. Þetta er annar báturinn sem Trefjar selja klaustrinu, sem keypti fiskibát á síðasta ári. Báturinn er nefndur Panta- nassa og mun hann sinna far- þega- og vöruflutningum fyrir klaustrið til og frá Athos-skaga. - skó Trefjar selja munkum bát: Munkar kaupa Cleopötru AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundur@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ kaffivélar fyrir heimili og vinnustaði Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Föstudagur 8-18 m/s. VONSKUVEÐUR Austan stormur með töluverðri úrkomu á landinu í dag. Hvassast syðst og má gera ráð fyrir hvössum vindstrengjum við fjöll á sunnan- og vestanverðu landinu. Norðaustan stormur með ofankomu á Vestfjörðum síðdegis. 0° 13 m/s 1° 14 m/s 2° 15 m/s 6° 25 m/s Á morgun 5-15 m/s, hvassast NV til. Gildistími korta er um hádegi 3° 0° 2° 0° -1° Alicante Basel Berlín 20° 18° 11° Billund Frankfurt Friedrichshafen 13° 11° 12° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 12° 12° 24° London Mallorca New York 15° 20° 15° Orlando Ósló París 27° 8° 13° San Francisco Stokkhólmur 15° 9° 2° 13 m/s 3° 15 m/s -1° 8 m/s 0° 13 m/s -1° 7 m/s 0° 10 m/s -4° 10 m/s 5° 3° 3° 4° 3°
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.