Fréttablaðið - 30.10.2013, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 30.10.2013, Blaðsíða 22
FÓLK| FERÐIR FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Ólöf Rún Benediktsdóttir er ný-komin heim frá Kenýa, en hún var þar á vegum samtakanna Changemaker International. Samtökin eru rekin af ungu fólki fyrir ungt fólk og vinnur með vandamál sem tengjast mis- skiptingu auðs í heiminum. Íslenski hluti samtakanna gengur einnig undir nafninu Breytendur. CHANGEMAKER-HREYFINGARNAR Svokallaðar Changemaker-hreyfingar eru sjö talsins. Sú upprunalega er í Noregi, en svo eru sambærilegar hreyfingar í Finnlandi, Hollandi, Ungverjalandi, Pak- istan, Kenýa og á Íslandi. Árlega heldur ein þessara hreyfinga alþjóðafund og í ár var komið að Kenýa. Fundargestum var einnig boðið á ráðstefnu um hlýnun jarðar og virkjun ungs fólks eða „youth mobilization“, en það eru stærstu um- fjöllunarefni Changemaker-hreyfingarinn- ar þar í landi. „Það var mjög áhugavert að sjá hvernig tekið er á þessum mál- efnum þarna úti, en það er mikið unnið með landgræðslu og grænan landbúnað. Hreyfingarnar á Norðurlöndunum vinna aftur á móti meira með þrýstihópastarf- semi og vitundarvakningu,“ segir Ólöf. VERNDUN DÝRATEGUNDA Hún segir auk þess mörg áhugaverð verk- efni er varða dýra- og umhverfisvernd vera starfrækt í Kenýa. „Ég kynntist til dæmis konu sem er náttúrulífsfræðingur og vinnur við að rannsaka erfðaefni villtu dýranna í Kenýa með Kenya Wildlife Services. Hún sagði mér frá vettvangs- ferðum þar sem þau skjóta deyfilyfjum í villt dýr til að svæfa þau, fara síðan að þeim og búa um sár, lækna sjúkdóma eða annað og sleppa þeim síðan aftur. Þetta er eitt ótal verkefna sem starfrækt eru í Kenýa til að vernda sjaldgæfar dýrateg- undir.“ MENNINGARSJOKK Hún segist hafa upplifað talsvert menn- ingarsjokk við komuna. „Það er ótrúlegt að koma inn í samfélag þar sem vatns- klósett og varanlegar byggingar eru mun- aður. Stór hluti samfélagsins býr í hrör- legum bárujárnsskúrum sem varla væru notaðir sem verkfærakompur heima. Barir, bankar og lögreglustöðvar er allt rekið úr örsmáum kofum,“ útskýrir Ólöf og bætir við að Kenýabúar séu almennt heiðarlegir og hjálplegir. „Sumir geta orðið soldið ágengir í sölumennskunni en það venst fljótt, maður segir bara nei takk og brosir. Ég átti mjög skemmtilegan dag þegar ég labbaði inn í þorp sem heitir Kongoni og er við Navaisha-vatnið í suðurhluta Kenýa. Um leið og ég kom inn í þorpið kölluðu nokkrir ungir menn á mig „Maz- ungu“, sem þýðir hvítur maður á swahili, og spurðu mig hvert ég væri að fara. Ég sagði þeim að ég ætlaði að kíkja á barinn til að leita skjóls frá rigningunni sem var að byrja. Þá leiddu þeir mig að bárujárns- skúr, stugguðu geitunum frá hurðinni og þar var barinn! Þeir vildu selja mér far heim með svokölluðum piki-piki, sem er mótor hjólataxi. Ég afþakkaði það pent, ég vildi frekar ganga heim og fylgjast með gíröffunum og sebrahestunum á leiðinni. Í staðinn bauð ég þeim upp á bjór. Þeir voru mjög ánægðir með það og sögðu mér ýmislegt um lífið í Kenýa á bjagaðri ensku.“ Ólöf segist hafa lært margt um menn- ingu Kenýa á ferðalagi sínu. „Kenýa- búar eru margir hlynntir skipulögðum hjónaböndum, fjölkvæni er löglegt hér og kvenréttindi eru skammt á veg komin, þótt margt hafi unnist á síðustu árum. Hommar eru heldur ekki kúl.“ ■ halla@365.is BREYTENDUR Í KENÝA MISSKIPTING AUÐS Ólöf Rún Benediktsdóttir var stödd í Kenýa á dögunum þar sem hún sótti alþjóðlegan fund Changemaker-hreyfingarinnar. Hreyfingin vinnur gegn misskiptingu auðs í heiminum. CHANGE- MAKERS INTER- NATIONAL Hér má sjá hópinn sem tók þátt í al- þjóðaráðstefn- unni í Kenýa. Ólöf Rún er fyrir miðju myndar. ÓTRÚLEG REYNSLA Ólöf Rún Benediktsdótt- ir var í Kenýa á vegum Changemaker Inter- national-hreyfingar- innar. Hér er hún ásamt Redemptha William, frá Tansaníu. BREYTENDUR Íslenski hluti Changemaker- hreyfingarinnar kallar sig Breyt- endur og áhuga- sömum er bent á heimasíðu hennar www.change- maker.is. Öflug vörn gegn sveppasýkingum „Ég mæli með Bio Kult Candéa fyrir skjólstæðinga mína. Síðustu ár hef ég lagt mikla áherslu á að vera í jafnvægi, með góða orku og einbeitningu í lífi og starfi. Ég hef lagt áherslu á að taka inn góða gerla til að viðhalda jafnvægi og orku og hef prófað þá allra bestu hér á markaðinum hverju sinni,“ segir Sigríður Jónsdóttir, ADHD markþjálfi og fíkniráðgjafi. „Mér finnst Bio Kult Candéa vera skjótvirkasta varan sem ég hef prófað. Ég mæli með henni fyrir skjólstæðinga mína sem gjarnan eru að glíma við ójafnvægi í lífi sínu.“ Candéa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.