Fréttablaðið - 30.10.2013, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 30.10.2013, Blaðsíða 31
365 MIÐLAR | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Jónas Unnarsson NBA deildin í körfubolta hófst í gær þriðjudag þegar þrír leikir fóru fram. Stórleikur gærdagsins var leikur Chicago Bulls og nú- verandi meistara Miami Heat á heimavelli þeirra síðarnefndu. Þar mættust tvö af sigurstranglegustu liðum deildarinnar auk þess sem Derrick Rose, besti leikmaður Bulls, sneri til baka eftir eins og hálfs árs fjarveru vegna alvarlegra hnémeiðsla. Lið Miami Heat hefur unnið NBA deildina síðustu tvö ár og lið Chigaco Bulls með heilbrigðan Rose innanborðs ætlar sér stóra hluti í vetur. Í æfi ngarleikjum haustsins hefur Rose sýnt að hann er kominn í gott form og hefur hann sýnt gamalkunna takta. Kjarni meistara Miami Heat verður sá sami og í fyrra en liðið hefur bætt nokkrum leikmönnum í hópinn. Greg Oden er mættur til leiks eftir nær fjögurra ára fjarveru vegna alvarlegra hnémeiðsla. Nái hann sér á strik, auk vandræðapésans Michael Beasley sem gekk til liðs við Miami í haust, verður bekkur meistaranna sterkur í vetur. Utan Miami og Chicago búast spekingar við góðu gengi San Antonio Spurs, Los Angeles Clippers, Oklahoma City Thunder og Golden State Warriors. Gömlu stórveldunum Boston Celtics og Los Angeles Lakers er hins vegar spáð erfi ðum vetri. NBA DEILDIN KOMIN Í GANG Stórstjörnurnar Derrick Rose og LeBron James mættust í gær. MYND/AFP Á FULLU GAZI Hefst þriðjudaginn 26. nóvember kl. 20.05 Mikill hasar og skemmtilegheit einkenna nýjan bílaþátt sem verður frum- sýndur í lok nóvember á Stöð 2 og ber heitið Á fullu gazi. Þátturinn er þó ekki hefðbundinn bílaþáttur heldur verður meiri áhersla lögð á lifandi og skemmti- lega umfjöllun í bland við fjörugar uppákomur. Umsjónarmenn þáttarins eru Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir, fréttakona á Stöð 2, og Finnur Thorlacius, blaðamaður hjá Fréttablaðinu, visir.is og Stöð 2. Finnur segir áhorfendur Stöðvar 2 mega eiga vona á eintómri gleði um flest allt er viðkemur bílum. „Við munum bjóða upp á skemmtilega þáttaröð og við getum lofað miklu fjöri um flest allt er viðkemur bílum. Efni þáttanna er í grófum dráttum þrískipt; við fáum sextán þjóðþekkta einstaklinga til að keppa í rallíkrossi, við Sigga fáum sitt hvorn sendiferðabílinn sem við reynum að breyta í draumabíl með aðstoð góðra manna og að lokum þá munum við heimsækja þjóðþekkta og minna þekkta einstaklinga sem eru miklir bílaáhugamenn.“ Grimmileg barátta Finnur og Sigríður fá sextán þjóðþekkta einstaklinga til að keppa í tveggja manna liðum í rallíkrossi á rallíkrossbrautinni í Kapelluhrauni í nágrenni Hafnarfjarðar. „Kynjahlutföllin voru jöfn, einn karl og ein kona í hverju liði. Liðin háðu grimmilega baráttu sín á milli og að lokum stóð eitt liðið uppi sem sigurvegari. Það var virkilega gaman að sjá hasarinn, lætin og keppnisskapið í keppendum. Margir keppendur sýndu á sér nýjar hliðar og góða takta sem áhorfendur munu hafa gaman af.“ Annar hluti þáttanna gengur út á skemmtilegt verkefni sem Sigríður og Finnur fá. „Við fengum það krefjandi verkefni að breyta gömlum sendiferða- bílum í draumabíl fyrir ferðalagið. Ein helgi fór í verkefnið og fengum við aðstoð mikilla snillinga hvors á sínu verkstæðinu. Það mun koma áhorfend- um á óvart hversu mikið er hægt að breyta einum bíl yfir helgi.“ Tveir dóm- arar sáu um að dæma afraksturinn, Sigga Heimis iðnhönnuður og Völli Snær matreiðslumaður, en Sigga og Finnur þurftu að elda fyrir Völla Snæ og heilla hann upp úr skónum. Bílaáhugamenn heimsóttir Síðast en ekki síst munu Finnur og Sigríður heimsækja þjóðþekkta og minna þekkta bílaáhugamenn. „Þetta eru margir hverjir þekktir bílaáhugamenn en það var ekki síður gaman að hitta þá sem eru minna þekktir. Flestir eiga spennandi bíla sem gaman er að skoða og sumir jafnvel marga bíla.“ Finnur hefur í mörg ár fjallað um bifreiðar og allt sem þeim viðkemur í íslenskum fjölmiðlum. Sigríður hefur hingað til verið þekktust sem liðsmaður Íslands í dag á Stöð 2. „Við myndum í sameiningu skemmtilegt teymi. Sigga er tækjabrjáluð og sérstaklega í öll tæki sem hreyfast. Svo er hún með flug- próf og það skín svo sannarlega í gegn hvað hún pælir mikið í græjum.“ Arsenal og Liverpool mætast í ensku úrvalsdeildinni á laugardag. Þetta er einn af stórleikjum vetrarins, enda eru þessi fornfrægu stórlið að berjast um toppsætið í deildinni. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Arsenal trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir níu umferð- ir með 22 stig. Liðið hefur ekki tapað leik í deildinni síðan það steinlá í fyrstu umferðinni gegn Aston Villa. Síðan þá hefur liðið spilað frábæran fótbolta og margir spá því meistaratitlinum þegar upp er staðið næsta vor. Liverpool hefur einnig spilað vel í vetur og getur náð toppsæt- inu með sigri í leiknum. Félagið er með 20 stig og er ásamt Chelsea í 2.-3. sæti deildarinnar. Markahrókurinn Luis Suarez er kominn aftur eftir að hafa hafið tímabilið í leikbanni og hann var óstöðv- andi gegn West Bromwich Albion um síðustu helgi. Aðdáendur Liverpool virðast vera búnir að fyrirgefa Suarez eftir að hann reyndi að komast í burt frá félaginu í sumar. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, freistaði þess að kaupa Suarez en sá taldi sig hafa rétt á að yfirgefa Liverpool ef eitthvert annað félag væri tilbúið að borga meira en 40 milljónir punda. Arsenal reyndi að láta á það reyna en forráðamenn Liverpool þvertóku fyrir að selja kappann. Í staðinn eyddi Arsenal nánast sömu upphæð í Þjóðverjann Mesut Özil frá Real Madrid sem hefur verið lykilmaður í velgengni liðsins það sem af er tímabilsins. „Ég held að leikur Arsenal og Liverpool hafi ekki verið jafn spennandi í mörg ár. Liverpool eru með heitasta framherjapar heims í þeim Sturridge og Suarez. En Arsenal-liðið er stútfullt lið af léttleikandi miðjumönnum eins og Özil, Wilshere, Cazorla og auð- vitað Ramsey sem er sjóðheitur um þessar mundir,“ sagði Hjörvar Hafliðason dagskrárstjóri Stöðvar 2 Sport aðspurður um leikinn. TOPPSLAGURINN Í ENSKA BOLTANUM UM HELGINA Mikið mun mæða á Mesut Özil og Luis Suarez um helgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.